Er hægt að hafa aðventuna einfaldari?

Gunna Stella heilsumarkþjálfi segir að aðventan þurfi ekki að vera …
Gunna Stella heilsumarkþjálfi segir að aðventan þurfi ekki að vera svona snúin.

„Það stytt­ist óðum í aðvent­una. Kannski ert þú nú þegar far­inn að huga að aðvent­unni. Jafn­vel far­in/​n að kaupa jóla­gjaf­ir eða búin að því. Ég á mér þann draum og það mark­mið að vera búin að kaupa all­ar jóla­gjaf­ir í byrj­un des­em­ber. Mér finnst allt svo miklu ein­fald­ara þegar ég þarf ekki að spá í jóla­gjafainn­kaup­um í des­em­ber.  Hér áður fyrr átti ég mér líka draum um ein­fald­ari aðventu og fyr­ir nokkr­um árum fékk ég að upp­lifa aðvent­una ein­falda í fyrsta sinn. Með hverju ár­inu sem liðið hef­ur hef ég upp­lifað aðvent­una ljúf­ari, ein­fald­ari og betri en árið áður. Það er ekki af því að ég er að „toppa“ mig í hvert sinn held­ur af því að ég met ein­fald­leik­ann og hef ekki þörf fyr­ir að toppa hlut­ina,“ seg­ir Gunna Stella heil­su­markþjálfi í sín­um nýj­asta pistli: 

Það er ekki nein ákveðin regla þegar kem­ur að aðvent­unni. Aðvent­an hjá minni fjöl­skyldu er kannski ekki eins og hjá þinni. Það er í raun ekki eitt­hvað sér­stakt sem þú verður að gera eða átt að gera. 

Þú þarft ekki að fara á jóla­hlaðborð. 

Þú þarft ekki að þrífa húsið hátt og lágt

Þú þarft ekki að kaupa dýr­ar jóla­gjaf­ir. 

Þú þarft ekki að gera aðventukr­ans. 

Þú þarft ekki að setja upp jóla­tré. 

Þú þarft ekki að fara í Ikea og taka mynd­ir með jóla­svein­in­um. 

Þú þarft ekki að senda jóla­kort. 

Þú þarft ekki að baka marg­ar smá­kökusort­ir. 

Þú þarft ekki að horfa á jóla­mynd­ir. 

Þú þarft ekki að mæta í skötu­veislu. 

 

Kannski hugsaðir þú þegar þú last setn­ing­arn­ar hér fyr­ir ofan „En ég elska að ________(fylltu í eyðuna)“ og veistu hvað! Það er frá­bært. Ég elska líka svo margt við aðvent­una og geri sjálf margt sem er á list­an­um af því mér finnst það skemmti­legt.  

En staðreynd­in er sú að aðvent­an þarf ekki að vera flók­in. Hún get­ur verið ein­föld og mig lang­ar til að deila með þér hvernig ég hef ein­faldað aðvent­una á mínu heim­ili. Ég hef því út­búið stutt, ein­falt og hnit­miðað ókeyp­is nám­skeið þar sem ég fjalla um nokk­ur atriði sem hægt er að hafa í huga til að ein­falda aðvent­una.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda