Svona sleppir þú við streituna á aðventunni

Gunna Stella heilsumarkþjálfi.
Gunna Stella heilsumarkþjálfi.

„Þegar kem­ur að aðvent­unni þá upp­lifa marg­ir streitu. Ég hef oft ákveðið fyr­ir aðvent­una að ég ætli að eiga ró­lega, ljúfa og ynd­is­lega aðventu. Ég hef ákveðið að ég ætli ekki missa mig í þrif­um, bakstri, jóla­gjafainn­kaup­um og þess hátt­ar. Ég fer kannski sæl og glöð inn í aðvent­una en svo byrj­ar áreitið. Fólk spyr „Gunna, ertu búin að öllu?“ Ha, öllu? Hvað mein­arðu? Jú, öllu auðvitað, t.d. bakstr­in­um, þrif­un­um, inn­kaup­un­um! Úff, ég veit ekki með ykk­ur en ég upp­lifi stund­um að svona spurn­ing­ar geti valdið mér streitu og óþarfa áhyggj­um, þó ég viti spurt sé af kær­leika og um­hyggju,“ seg­ir Gunna Stella í sín­um nýj­asta pistli á Smartlandi: 

Hvað er allt? Þetta allt er hægt að skil­greina á svo marg­vís­leg­an hátt. Hjá mér er allt þegar ég er búin að búa til jóla­da­ga­tal fyr­ir fjöl­skyld­una sem eyk­ur sam­veru­stund­ir, gæðastund­ir og góðar minn­ing­ar. Hjá mér er allt þegar ég hef keypt jóla­gjaf­ir á hag­stæðan hátt og bakað jafnt og þétt yfir aðvent­una og leyft börn­un­um mín­um og mann­in­um mín­um að gúffa kök­urn­ar í sig á ógn­ar­hraða. Hjá mér er allt þegar ég hef átt tíma til að setj­ast niður í ró­leg­heit­un­um og drekka kaffi með góðum vin­um.

Hjá mér er allt þegar ég hef getað sest niður og lesið góða bók. Hjá mér er allt þegar ég hef ákveðið hvað á að vera í mat­inn á aðfanga­dag og passað upp á að eiga eitt­hvað hollt og nær­ing­ar­ríkt til að börn­in og við hin full­orðnu get­um nartað í þess á milli. Hjá mér er allt þegar ég hef horft á marg­ar mis­góðar jóla­mynd­ir með fólk­inu mínu. Hjá mér er allt þegar ég næ að njóta líðandi stund­ar. 

Hvert er þitt ALLT? 

Ekki láta aðra skil­greina fyr­ir þig hvað þitt „allt“ er. Þú þarft að vita hvað það er sem þú vil gera á aðvent­unni og þú þarft að vita hvað það er sem veit­ir þér og þinni fjöl­skyldu gleði og ánægju. 

Mín hvatn­ing til þín í dag er að þú skoðið það vel og vand­lega hvernig þú get­ur notið aðvent­unn­ar og líðandi stund­ar og ég hvet þig til þess að spyrja ein­ung­is sjálf­an þig hvort þú sér búin að öllu. Því að þitt allt er kannski allt annað en mitt allt. 

Ef þú vilt fá nokk­ur góð ráð varðandi það hvernig hægt er að ein­falda aðvent­una þá get­ur þú nálg­ast þau hér

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda