Áður fyrr var ég alltaf að bíða eftir einhverju

Gunna Stella heilsumarkþjálfi.
Gunna Stella heilsumarkþjálfi.

„Nú er aðvent­an geng­in í garð. Aðventa er ljúf­ur tími að svo mörgu leiti. Það er tím­inn þegar beðið er eft­ir jól­un­um og út um allt hljóma skila­boð um allskon­ar hluti sem við ætt­um að prófa, gera, smakka og kaupa,“ seg­ir Gunna Stella heil­su­markþjálfi í sín­um nýj­asta pistli: 

Þegar ég var barn beið ég spennt eft­ir jól­un­um en svo minnkaði hann  eft­ir því sem ég varð eldri og barnæsk­an var að baki. Þegar ég svo eignaðist mín eig­in börn fór ég að njóta aðvent­unn­ar á allt ann­an hátt og í dag upp­lifi ég þenn­an spenn­ing í gegn­um börn­in mín. Það er ynd­is­legt. 

En þegar kem­ur að aðvent­unni þá upp­lifa marg­ir streitu. Ég hef oft ákveðið fyr­ir aðvent­una að ég ætli að eiga ró­lega, ljúfa og ynd­is­lega aðventu. Síðan ger­ist lífið  og áður en ég veit er ég búin að gleyma mér í áreit­inu og far­in að stress­ast upp eins og um­hverfið í kring­um mig. Með ár­un­um hef ég þó lært að reyna að njóta hverr­ar stund­ar. Hérna áður fyrr var ég alltaf að bíða eft­ir ein­hverju sem var að fara að ger­ast í stað þess að staldra við í nú­inu og njóta þess sem fyr­ir aug­um bar. Njóta and­ar­taks­ins, njóta kyrrðar­inn­ar, njóta hlát­urs­ins, njóta jóla­ljós­anna, njóta þess að horfa á stjörn­urn­ar, njóta kaffi­boll­ans og njóta bók­ar­inn­ar. Að njóta ger­ist ekki af sjálf­um sér. Oft­ar en ekki þurf­um við að velja að vera í nú­inu. Nota nú­vit­und í deg­in­um sem er að líða. 

Jól­in og aðvent­an tengj­ast oft mat. Við borðum mjög oft án þess að spá eitt­hvað nán­ar í því. Við troðum í okk­ur á meðan við erum að vinna í tölv­unni, horfa á sjón­varpið eða þegar við erum á ferðinni. Við njót­um mat­ar­ins hins­veg­ar bet­ur þegar við njót­um stund­ar­inn­ar og upp­lif­um mat­inn með öll­um skyn­fær­um. Í mínu starfi sem heil­su­markþjálfi hafa marg­ir markþegar talað um að mesta áskor­un­in í mataræði um jól­in sé ein­mitt kon­fekt­kass­inn eða sú áskor­un að það er eitt­hvað góðgæti í boði hvert sem þú ferð. Það er ekk­ert að því að fá sér einn og einn mola á aðvent­unni, en þegar þú færð þér mola þá hvet ég þig til þess að njóta hvers bita sem þú set­ur upp í þig. Ef þú borðar með nú­vit­und eru svo miklu minni lík­ur á því að þú borðið yfir þig eða klár­ir kon­fekt­kass­ann. 

Ef þú smell­ir hér get­ur þú nálg­ast hefti sem heit­ir Nú­vit­und í mataræði. Þetta er ókeyp­is hefti sem hjálp­ar þér að læra hvernig þú get­ur notað öll skyn­fær­in þegar þú borðar og notið hvers bita. Aft­ast í heft­inu er upp­skrift af Brúnni lag­tertu sem er í holl­ari bún­ing. Það þýðir samt ekki að hún sé svo holl að maður ætti að borða hana alla í einu. Held­ur er þetta tæki­færi til þess að borða og njóta hvers bita.Oft gleym­um við nefni­lega að finna lykt­ina í kring­um okk­ur, horfa á um­hverfið, njóta kuld­ans og leyfa okk­ur að upp­lifa og vera. 

Ég vona að þú eig­ir eft­ir að njóta aðvent­unn­ar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda