Ólétt og grátandi á nýársdag

Gunna Stella heilsumarkþjálfi segir mikilvægt fyrir fólk að lifa í …
Gunna Stella heilsumarkþjálfi segir mikilvægt fyrir fólk að lifa í jafnvægi.

„Nú er kom­in nýr ára­tug­ur, nýir tím­ar. Á þess­um tíma fyr­ir tíu árum var sett­ur dag­ur hjá mér með annað barnið mitt. Ég man eft­ir þeim ára­mót­um eins og gerst hafi í gær. Ég var kasólétt. Al­gjör­lega að springa. Á gaml­árs­kvöld feng­um við fólk í mat. Ég stússaðist í eld­hús­inu lengi vel, eldaði, vaskaði upp og vakti langt fram á kvöld. Á ný­árs­morg­un vaknaði ég, ryk­sugaði húsið og gekk frá eft­ir gaml­árs­kvöld og fór svo í mæðraskoðun. Þar var ég kyrr­sett. Með allt of háan púls og allt of háan blóðþrýst­ing eft­ir jóla- og gaml­árs­kvöldsatið. Ég fékk að fara heim eft­ir að þeir sáu að blóðþrýst­ing­ur­inn lækkaði við hvíld en fékk þær leiðbein­ing­ar að ég mætti ekki gera neitt. Ég ætti að taka því ró­lega og sitja, lesa, horfa á sjón­varpið og bara vera. Vitið þið hvað ég gerði. Ég fór heim og fór að grenja. Mér fannst öm­ur­legt að mega ekki gera neitt,“ seg­ir Gunna Stella heil­su­markþjálfi í sín­um nýj­asta pistli: 

Þegar ég hugsa um þenn­an tíma þá hristi ég haus­inn yfir því hvernig ég lét. En málið er að þarna var ég svo háð því að vera stans­laust að gera, fram­kvæma, koma ein­hverju í verk að ég kunni ekki bara að vera. 

Hluti af veg­ferð minni í átt að ein­fald­ara líf er að læra að vera. Ég er svo langt frá því að vera orðin full­kom­in í því, en ég er á veg­ferð. Ég held að hluti af vanda­mál­um nú­tíma­manns­ins sé að það er mjög mik­ill hraði í þjóðfé­lag­inu. Það er svo mikið að gera hjá öll­um. Ef við erum spurð hvernig við höf­um það þá er svarið oft „bara fínt, bara brjálað að gera“. Það skipt­ir ekki máli hvort við erum ung­ling­ar í fram­halds­skóla, nýir for­eldr­ar, fólk í há­skóla, full­orðið fólk, fram­kvæmda­stjór­ar, leik­skóla­kenn­ar­ar, Am­eríkan­ar, Íslend­ing­ar… það hafa all­ir brjálað að gera. Þess vegna held að ég það hafi verið að sumu leyti gott fyr­ir okk­ur að fá svona mik­inn lægðagang yfir landið okk­ar. Allt í einu höf­um við ekki stjórn og þurf­um að lúta veðrinu. Það er góð æf­ing í því að vera. 

Rit­höf­und­ur­inn John Ort­berg vís­ar í það hvernig hann hafði brjálað að gera og var kom­inn á kaf í vinnu. Allt leit vel út á yf­ir­borðinu en innst inni leið hon­um ekki vel, var ekki sátt­ur. Á þess­um tíma hringdi hann í góðan vin sinn Dallas Will­ard sem er líka rit­höf­und­ur og spurði hann hvað hann ætti að gera. Á hinni lín­unni kom löng þögn þangað til Dallas Will­ard sagði „Þú þarft mis­kunn­ar­laust að út­rýma flýti úr lífi þínu“. John Ort­berg skrifaði þetta niður og spurði aft­ur. En er eitt­hvað meira? Þá kom aft­ur löng þögn þangað til Dallas Will­ard sagði:

„Nei, það er ekk­ert annað. Flýt­ir er mesti óvin­ur and­legs lífs á okk­ar dög­um. Þú þarft mis­kunn­ar­laust að út­rýma flýti úr lífi þínu.“

Það er svo mikið til í þess­um orðum. Ég upp­lifi mig á þess­um stað. Ég þarf að út­rýma flýti úr lífi mínu. Ég þarf að læra að vera. Ég er kom­in lengra en ég var á ný­árs­dag árið 2010 þar sem ég grét yfir því að þurfa að slappa af, kasólétt. Í dag er ég far­in að njóta kyrrðar­inn­ar, njóta þess að sitja kyrr, lesa bók, drekka kaffi­boll­ann minn en stund­um á ég það til enn þá að flýta mér of mikið. 

Í lok hvers árs geri ég upp árið sem er að líða og skoða á hvað ég vil fókusa á nýju ári. Ég vel mér alltaf orð sem ég vil ein­blína á. Einn dag­inn var ég að keyra og var ein í bíln­um (sem er sjald­gæft). Ég fór að hugsa um hvaða orð ég vildi fókusa á fyr­ir árið 2020 og allt í einu hoppaði orðið jafn­vægi í huga mér. Þetta orð sat svo fast að ég vissi það á þeirri stundu að þetta var orðið mitt. Orðið sem ég þurfti að hafa í huga. Þegar ég fór að skoða það bet­ur áttaði ég mig á því að það er mjög margt sem ég þarf að læra að hafa í jafn­vægi. 

En hvernig lít­ur jafn­vægi út? Í upp­hafi árs sé ég fyr­ir mér að ég þurfi að ná jafn­vægi á þess­um sviðum. 

  1. Jafn­vægi á milli þess að þjóta og njóta.
  2. Jafn­vægi á milli vinnu og hvíld­ar.
  3. Jafn­vægi á milli sam­veru og ein­veru.
  4. Jafn­vægi á milli þess að vera heima og ferðast.
  5. Jafn­vægi á milli þess að borða hollt og minna hollt.
  6. Jafn­vægi á milli bænar og þagn­ar.
  7. Jafn­vægi á milli þess að skrifa og lesa.
  8. Jafn­vægi á milli þess að vera sítengd og af­tengd net­heim­in­um.
  9. Jafn­vægi á milli fjöl­skyldu­tíma og stefnu­móta með eig­in­mann­in­um.
  10. Jafn­vægi á milli hreyf­ing­ar og hug­leiðslu.

Og síðast en ekki síst, jafn­vægi á milli þess að segja já og nei! 

Í dag finnst okk­ur það vera ókost­ur ef hlut­irn­ir ger­ast hægt. Ef við fáum ekki svar strax við tölvu­póst­in­um. Ef við þurf­um að bíða of lengi eft­ir mat á veit­inga­húsi. Ef við þurf­um að standa of lengi í röð. En ég held að við þurf­um að læra að bíða og vera. Þegar við stönd­um í biðröð, eða lend­um á eft­ir bíl sem keyr­ir hægt gæti það verið gott tæki­færi fyr­ir okk­ur til að vera. Læra að bíða og taka eft­ir því sem ger­ist í kring­um okk­ur án þess að fara í sím­ann. 

Við heyr­um fólk svo oft segja „bara gott, bara brjálað að gera“ að við erum far­in að halda að það sé bara allt í lagi. Það sé gott. All­ir eru hvort sem er upp­tekn­ir og hafa brjálað að gera. En hvað ef það að hafa brjálað að gera er ekki hollt fyr­ir okk­ur? Hvað ef það er eins og smit­sjúk­dóm­ur sem smit­ast manna á milli og er hættu­leg­ur fyr­ir okk­ur. 

Í hraða sýni ég ekki elsku, í hraða sýni ég ekki þol­in­mæði, í hraða hlusta ég ekki á ná­ung­ann og gef fólki tíma. 

Þess vegna er eitt af mín­um atriðum á jafn­væg­islist­an­um að hafa jafn­vægi á milli þess að þjóta og njóta og vera og gera. Þá verð ég kær­leiks­rík­ari, þol­in­móðari í alla staði. 

Hvernig myndi þinn jafn­væg­islisti líta út? Ég hvet þig til að skoða málið. Ég mun fjalla oft um jafn­vægi á ár­inu á sam­fé­lags­miðlum. Þú get­ur fylgst með á In­sta­gram og Face­book. Hlakka til að sjá þig þar! 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda