Allir fokking litir regnbogans

Sara Oddsdóttir markþjálfi og ráðgjafi.
Sara Oddsdóttir markþjálfi og ráðgjafi. mbl.is/Árni Sæberg

„Án þess að ræða ástandið í sam­fé­lag­inu eitt­hvað sér­stak­lega, þá er al­veg á hreinu og öll­um ljóst að þetta eru skrítn­ir tím­ar. Dá­lítið eins og staður­inn á milli svefns og vöku. Þið vitið þegar maður er ekki al­veg vaknaður eft­ir skrít­inn draum. Eins er al­ger­lega til­gangs­laust að reyna að sjá fyr­ir hvernig þetta æv­in­týri end­ar og tím­an­um lík­lega bet­ur varið í að stara á krist­als­kúlu til að fá svör. Ég meina það,“ seg­ir Sara Odds­dótt­ir markþjálfi í sín­um nýj­asta pistli

Fyr­ir mig per­sónu­lega, þá hef ég lítið hitt litla barnið mitt sem er í skóla úti á landi, þið vitið, ekki vel séð að hann flakki á milli lands­hluta. Al­mátt­ug­ur hvað ég sakna hans mikið. Ég hef þurft að fresta mörg­um spenn­andi verk­efn­um í vinnu og margt er með breyttu sniði. Eins og hjá svo mörg­um, þá er sam­gang­ur við fjöl­skyldu og vini ekki með sama móti. Ég kemst hvorki í sund né jóga, sem eru grund­vallar­for­send­ur fyr­ir minni per­sónu­legu vellíðan. Ofan á allt þetta þá var litla stóra stelp­an mín að fljúga úr hreiðrinu í síðustu viku, búin að kaupa íbúð með kæró. Váá hvað ég sakna þess að pirra mig á hvað þau ganga illa um eld­húsið. 

Til­finn­ing­ar koma ekki í svart-hvítu, held­ur spanna þær alla liti regn­bog­ans

En á sama tíma og allt þetta er í gangi er ég líka ótrú­lega glöð. Bara hreint út sagt aldrei verið betri. Elska vinn­una mína, er svo lán­söm að vinna og deila mér með ótrú­lega skemmti­leg­um og gef­andi ein­stak­ling­um. Líður stund­um eins og ég sé að svindla í líf­inu, má virki­lega vera svona gam­an? Mörg spenn­andi verk­efni fram und­an og ég er sjald­an betri en þegar ég stend frammi fyr­ir nýj­um áskor­un­um, mér hef­ur alltaf líkað vel við ákveðinn ófyr­ir­sjá­an­leika. 

Ég er líka að springa úr ást á börn­un­um mín­um, bæði litla og stóru, sem eru að stíga sinn dans við lífið. Mér líður ein­hvern veg­inn á sama tíma og heim­ur­inn er á hvolfi að allt sé bjart fram und­an. Sé fullt já­kvætt við þetta „ástand“ og er þess full­viss að í þessu fel­ist dýr­mæt­ur lær­dóm­ur að mörgu leyti.  

Niðurstaðan er sú að mér líður alls kon­ar.

Að innra með mér eru bæði erfiðar og auðveld­ar til­finn­ing­ar.

Erfiðu til­finn­ing­arn­ar eru; söknuður, átta­villt, óör­yggi, deyfð, tregi, sorg, hug­ar­ang­ur, heimþrá, efi, þrá, hjarta­sár og nostal­g­ía. 

Auðveldu til­finn­ing­arn­ar eru; gleði, lífs­kraft­ur, eft­ir­vænt­ing, von, vellíðan, ánægja, til­hlökk­un, löng­un, lífs­vilji, friðsæld og ástríða. 

Málið er að við get­um fundið fyr­ir mörg­um and­stæðum til­finn­ing­um á sama tíma.
Sem dæmi; sakna barn­anna minna um leið og ég er ótrú­lega stolt af þeim, finnst öm­ur­legt að fresta verk­efn­um í vinn­unni en önn­ur áhuga­verð hafa komið í stað þeirra, upp­lifað ein­mana­leika á sama tíma og frelsi, svo hef­ur óvissa og deyfð þessa ástands náð til mín en á sama tíma kann ég vel við ófyr­ir­sjá­an­leik­ann. Sjáðu til, ein til­finn­ing úti­lok­ar ekki aðra. Og þú þarft ekki að gera upp á milli þeirra. Til­finn­ing­ar koma ekki í svart-hvítu, held­ur spanna þær alla liti regn­bog­ans. Hvaða lær­dóm er hægt að taka úr þessu?

Til að setja þetta í annað sam­hengi, þá velti ég upp hvort þú haf­ir staðið þig að því að leyfa þér ekki að kvarta. Vegna þess að þú hef­ur það svo gott, góða mennt­un, átt heil­brigt barn og í góðri vinnu, jafn­vel ást­in leikið við þig. Ef þú ert svo hepp­in mátt þú ör­ugg­lega ekki kvarta, eða hvað? 

Ótrú­lega oft heyri ég fólk af­saka sig um leið og það „kvart­ar“ yfir ein­hverju. Tjá­ir til­finn­ing­ar sín­ar en seg­ir strax á eft­ir „æi ég get ekki kvartað“ eins og það hafi ekki rétt á að líða illa. At­hugið, það er mun­ur á ann­ars veg­ar að kvarta og hins veg­ar að viður­kenna til­finn­ing­ar sín­ar. Til dæm­is kvart­ar maður ef maður er verkjaður eða tuðar ef maður hef­ur vænt­ing­ar um eitt­hvað en ger­ir ekk­ert í því. Það er allt annað en að heiðra og viður­kenna sína innri líðan. Þetta er al­ger­lega sitt hvor hlut­ur­inn. 

Af hverju þarf að setja þetta í svona myrkt dæmi til að það nái í gegn til þín?

Svona pínu eins og kláraðu mat­inn þinn út af því að börn­in í Afr­íku fá ekk­ert að borða. Eins og þú haf­ir ekki heim­ild til að skynja erfiðar til­finn­ing­ar vegna þess að aðrir hafa það verra en þú. Get­ur þá kon­an sem býr við hörmu­leg­ar aðstæður í þriðja ríki heims­ins og er nauðgað og bar­in reglu­lega ekki kvartað? Vegna þess að ná­granna­kona henn­ar í næsta kofa býr við sam­bæri­leg­ar aðstæður, auk þess að vera búin að missa börn­in sín í borg­ara­stríði? Hver dreg­ur lín­una hvaða erfiðu til­finn­ing­ar eigi rétt á sér? Ég meina, það er aug­ljóst að báðar kon­urn­ar kljást við erfiðar aðstæður og þar af leiðandi erfiðar til­finn­ing­ar. En af hverju þarf að setja þetta í svona myrkt dæmi til að það nái í gegn til þín?

Ertu kannski að hugsa núna að þú meg­ir alls ekki finna eina erfiða til­finn­ingu miðað við kon­urn­ar?

Þarna ligg­ur hugs­un­ar­vill­an. Þú get­ur alltaf fundið ein­hvern sem hef­ur það verra en þú. Þetta snýst ekki um sam­an­b­urð. Sjáðu til, þegar þú seg­ir „ég get ekki kvartað“ þá ertu í raun og veru að segja að þú finn­ir fyr­ir erfiðri til­finn­ingu, en ætl­ir þér ekki að hlusta á hana. Og þar með hafna til­finn­ing­um þínum, sjálf­um þér og þinni innri til­vist. 

Önnur al­geng hugs­un­ar­villa er sú, að það fel­ist styrk­ur í að hafna erfiðum til­finn­ing­um. 

Ok, hvernig spil­ast sá leik­ur? Ég hafna erfiðri til­finn­ingu sem er í raun skila­boð til mín. Þessi skila­boð eða til­finn­ing leit­ar upp á yf­ir­borðið vegna þess að ég hef þrá, löng­un eða ósk um að eitt­hvað ger­ist eða ger­ist ekki. Í stað þess að hlusta á þessi skila­boð þá fer ég í felu­leik. Þyk­ist ekki finna hana, þvert á mína líðan, og þannig vinn ég leik­inn. Hvar ligg­ur styrk­ur­inn í þess­um leik? Að fela sig fyr­ir því sem er erfitt? Er það ekki frek­ar merki um skort á hug­rekki til að standa með sér eða heiðarleika til að mæta sér eða öðrum? Ég bara spyr?

Og af hverju má ekki bjóða erfiðar til­finn­ing­ar vel­komn­ar. Hvað er það versta sem gæti gerst? Um leið og þú hafn­ar til­finn­ing­um þínum hafn­arðu sjálfri/​um þér. Held­ur þú kannski að þær hverfi af sjálfu sér? Nei, bara alls ekki. Lík­lega hætt­ir þú að skynja þær eða heyra í þeim tíma­bundið. Tap­ar þannig ákveðinni teng­ingu við þitt til­finn­inga­líf. Verður dof­in, að ein­hverju leyti vof­an af sjálf­um þér. Skil­ur svo ekki af hverju þú teng­ir ekki við fólkið sem þú elsk­ar. En ef þú ert ekki í sam­bandi við allt til­finn­ingarófið þitt, hvernig ætl­arðu að tengja við annað fólk? 

Spil­ar þú „best off“ dags­ins í von um að end­ir­inn verði ann­ar en í gær?

Eða ertu kannski týp­an sem leggst á kodd­ann á kvöld­in og læt­ur haus­inn taka yfir. Spil­ar „best off“ dags­ins á repeat eða löngu liðnar sviðsmynd­ir aft­ur og aft­ur, í von um að end­ir­inn verði ann­ar en í gær þrátt fyr­ir að þér sé full­ljóst að þenn­an leikþátt skrif­ar þú ekki aft­ur. Því und­ir niðri kroppa í þig gaml­ar til­finn­ing­ar sem þú hleypt­ir aldrei að þegar þær áttu full­an rétt á sér. Þær hverfa ekki af sjálfu sér. Og get­ur treyst á að þær finni sér leið í dags­ljósið, koma lík­lega upp á yf­ir­borðið í ann­arri mynd eða öðrum aðstæðum. Til­finn­ing­ar eru nefni­lega al­veg ótrú­lega þraut­seig­ar og all­ar lík­ur á að þú tap­ir felu­leikn­um.

All­ar til­finn­ing­ar, erfiðar eða auðveld­ar, eru bæði heil­brigðar og eðli­leg­ar. 
Hins veg­ar er óeðli­legt og óheil­brigt að loka á þær, kyngja þeim, hunsa, van­v­irða, af­neita eða hvert svo sem þitt val á höfn­un kann að vera. 

Stóri mis­skiln­ing­ur­inn er nefni­lega sá, að það að skynja erfiðar til­finn­ing­ar er ekki merki um veik­leika held­ur styrk, hug­rekki og heiðarleika. Við mann­fólkið erum alls kon­ar og til­finn­ing­ar okk­ar líka. Við get­um verið glöð, full til­hlökk­un­ar og ánægð á sama tíma og við upp­lif­um sorg, óör­yggi og hjarta­sár. 

Vegna þess að all­ir fokk­ing lit­ir regn­bog­ans eiga rétt á sér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda