Stofnaði garnbúð á einni helgi

Edda Lilja Guðmundsdóttir er konan á bakvið Garnbúð Eddu.
Edda Lilja Guðmundsdóttir er konan á bakvið Garnbúð Eddu. mbl.is/Unnur Karen

Edda Lilja Guðmunds­dótt­ir er kon­an á bakvið Garn­búð Eddu í hjarta Hafn­ar­fjarðar. Edda seg­ir hug­mynd­ina að búðinni hafa komið á einu föstu­dags­kvöldi og á sunnu­dags­kvöldi var hún búin að panta inn fyrstu send­ing­una af garni.

Edda byrjaði smátt, var með eina teg­und af garni í hálfri hillu í Litlu hönn­un­ar­búðinni í Hafnar­f­irði en verk­efnið vatt hratt upp á sig. „Þetta byrjaði strax að stækka þar. Ég byrjaði með hálfa hillu og eina garn teg­und. Svo fór ég á frek­ar stutt­um tíma upp í tvær stór­ar hill­ur og fleiri teg­und­ir,“ seg­ir Edda í viðtali við mbl.is

Árið 2019 flutti hún versl­un­ina í eig­in hús­næði og hef­ur rekst­ur­inn blómstrað síðan. Edda er kenn­ari að mennt og kenndi í grunn­skóla þar til síðastliðið haust en þá var um­fang versl­un­ar­inn­ar orðið það mikið að hún gat ekki sinnt bæði kenn­ara­starf­inu og versl­un­ar­rekstr­in­um.

Edda byrjaði með hálfa hillu í Litlu hönnunarbúðinni en verkefnið …
Edda byrjaði með hálfa hillu í Litlu hönn­un­ar­búðinni en verk­efnið vatt upp á sig og nú rek­ur hún versl­un í eig­in hús­næði í hjarta Hafn­ar­fjarðar. mbl.is/​Unn­ur Kar­en

Blómstraði í far­aldr­in­um

Í heims­far­aldr­in­um tóku marg­ir upp nýtt áhuga­mál, meðal vin­sæl­ustu áhuga­mál­anna var handa­vinna og fann Edda vel fyr­ir því. Í far­aldr­in­um jókst sala mikið og kúnna­hóp­ur garn­búðar­inn­ar óx sam­hliða.

„Það kom nýtt og nýtt fólk. Ung­ar stelp­ur byrjuðu að prjóna mikið meira. Al­veg niður í 18 ára stelp­ur sem prjóna bara peysu eft­ir peysu,“ seg­ir Edda. „Fólk hafði bara ekk­ert annað að gera en að vera heima hjá sér og prjóna,“ sagði Edda.

Verslunin blómstraði í faraldrinum og vinsældir handavinnu jukust.
Versl­un­in blómstraði í far­aldr­in­um og vin­sæld­ir handa­vinnu juk­ust. mbl.is/​Unn­ur Kar­en

Fyr­ir far­ald­ur­inn hafði Edda byrjað að skipu­leggja prjónakaffi þar sem fólk gat komið sam­an, prjónað eða heklað og rætt sam­an um handa­vinn­una. Það gafst af­skap­lega vel en vegna heims­far­ald­urs­ins þurfti að gera hlé á prjónakaff­inu. Edda er far­in aft­ur af stað með prjónakaffið en þarf að tak­marka fjölda gesta. 

„Mitt mark­mið með þessu var að skapa smá sam­fé­lag þar sem all­ir eru vel­kom­in og skapa vett­vang þar sem prjón­ar­ar geta hitt aðra prjón­ara,“ seg­ir Edda. 

Auk prjónakaff­is­ins er Edda með áskrifta­klúbb sem hún vinn­ur út frá ein­hverju ákveðnu þema hvern mánuðinn. Þar leit­ar hún í nærum­hverfið og vel­ur ljós­mynd­ir, til­finn­ingu, fíg­úru eða teikn­ingu. Í pakk­an­um er svo upp­skrift og garn fyr­ir verk­efni sem end­ur­spegl­ar þemað.

Edda hefur skapað lítið samfélag í kringum búðina, er með …
Edda hef­ur skapað lítið sam­fé­lag í kring­um búðina, er með áskrift­ar­klúbb og prjónakaffi. mbl.is/​Unn­ur Kar­en

Vin­sæld­ir hand­litaðs garns auk­ist

Edda er með garn fá hinum ýmsu lönd­um í boði í versl­un­inni og vel­ur aðeins garn sem hún er hrif­in af. Hún vel­ur líka garn sem aðrar versl­an­ir eru ekki með en mik­il fjöl­breytni er í ís­lensk­um garn- og prjóna­vöru­versl­un­um hér á Íslandi. 

Þá eru alltaf að bæt­ast við fleiri ís­lensk merki og hand­litað garn sem er litað á Íslandi. Edda hef­ur fengið nokkra litara með sér í lið til að hand­lita garn fyr­ir hana und­ir nafn­inu Til­rauna­eld­hús. Þá send­ir hún litar­an­um mynd og litar hann garnið eft­ir mynd­inni. Verk­efnið hef­ur gef­ist vel og selst upp­lagið oft upp.

Edda selur garn víða að úr heiminum.
Edda sel­ur garn víða að úr heim­in­um. mbl.is/​Unn­ur Kar­en
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda