Settur í tossabekk og skipað að sitja kyrr

Matthías Már Magnússon er tónlistarstjóri á Rás 2.
Matthías Már Magnússon er tónlistarstjóri á Rás 2. Ljósmynd/Aðsend

Matthías Már Magnússon, tónlistarstjóri á Rás 2, átti erfitt með að sitja kyrr í skóla og kláraði ekki framhaldsskóla. Hann fann sig að lokum í útvarpi og þrátt fyrir að hafa hvorki lokið stúdentsprófi né grunnnámi í háskóla kláraði hann meistaranám frá háskóla á Englandi. Matthías eða Matti eins og hann er kallaur er gestur Kötu Vignis í hlaðvarpsþættinum Farðu úr bænum. 

Eins og margir krakkar átti Matti erfitt með að læra sem varð til þess að hann fékk lélegar einkunnir í öllu nema ensku í grunnskóla. Kennararnir boðuðu mömmu hans á fund af því að þeir skildu ekki af hverju hann væri með svona lélegar einkunnir. Matti hafði einfaldlega
ekki áhuga á námsefninu og kennsluaðferðirnar hentuðu honum engan veginn.

„Ég átti rosalega erfitt með að fara inn í skólastofu og sitja kjurr í klukkutíma. Það hentaði mér mjög illa. Og á þessum tíma þegar að ég er í grunnskóla var ég bara settur í einhvern tossa bekk sko. Ég var aldrei spurður hvernig eigum við að kenna þér heldur var mér bara skipað að sitja kjurr.“

Eftir grunnskóla byrjaði Matti á því að læra hárgreiðslu en kláraði ekki námið og tók ekki stúdentspróf heldur. Hann fór að vinna á ýmsum stöðum og svo eftir að hafa unnið í útvarpi í nokkur ár fékk hann löngun til að fara aftur í nám. Hann ákvað þá að sækja um meistaranám í Englandi sem hann komst inn í út af reynslunni sinni á vinnumarkaði og gekk vel í því.

Matti var sendur einn í sveit til að vinna fyrst þegar að hann var sex ára gamall. Hann fór aftur í sveit nokkrum sinnum á æskuárunum. Í einni sveitinni sem hann fór í var unnið mikið og ekki verið að flækja matseðilinn mikið fyrir sér. Það var alltaf vel saltur
hafragrautur á morgnanna, ýsa á mánudögum og svo kjöt. 

„Hádegi á þriðjudegi voru sem sagt kjötbollur í brúnni sósu sem að hún gerði á svona stórri pönnu og ég er ekki að grínast, það sem eftir lifði af viku þá bætti hún við bara á pönnuna kjötbollum og brúnni sósu og sauð fleiri kartöflur og það var í hádegis og kvöldmat
fram á sunnudag,“ sagði Matti um lífið í sveitinni. „Svo var læri á sunnudögum, svona rúllaði þetta, ég borðaði ekki kjötbollur í mörg ár eftir þetta.”

Hægt er að hlusta á Farðu úr bænum á hlaðvarpsvef mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál