Eftirsótt að eiga hússtjórnarskólamenntaða kærustu

Ásrós Helga Guðmundsdóttir í kjólnum sem hún saumaði í vetur.
Ásrós Helga Guðmundsdóttir í kjólnum sem hún saumaði í vetur.

Hin 21 árs gamla Ásrós Helga Guðmunds­dótt­ir út­skrifaðist ný­verið úr Hús­stjórn­ar­skól­an­um í Reykja­vík. Ásrós er frá Núpi í Dýraf­irði og er bú­sett á Ísaf­irði og seg­ist hafa farið langt út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann þegar hún ákvað að skrá sig í Hús­stjórna­skól­ann og flytja inn á heima­vist­ina. 

„Ég var bara í milli­bils­ástandi og vissi ekki hvað ég ætlaði að gera. Ég var ein­hvern­veg­in að bíða. Þannig að ég byrjaði að skoða þetta nám, því það er hent­ugt. Þetta er bara einn­ar ann­ar nám, þannig það er stutt og hent­ugt,“ seg­ir Ásrós sem út­skrifaðist úr mennta­skóla vorið 2020. 

„Þetta var al­veg smá út fyr­ir boxið. Ég var al­veg enn þá smá ef­ins um ára­mót­in. Ég hugsaði bara já, ég er að fara keyra suður með dótið mitt eft­ir fjóra daga og velti al­veg fyr­ir mér hvort ég væri að fara beila,“ seg­ir Ásrós sem beilaði svo sann­ar­lega ekki á skól­an­um.

Vefnaðurinn vakti athygli Ásrósar.
Vefnaður­inn vakti at­hygli Ásrós­ar.

Ásrósu líkaði námið mjög vel en hún lærði bæði að elda, baka, sauma, prjóna, hekla og vefa og allt það sem við kem­ur heim­il­is­haldi. Sér­stak­lega var hún hrif­in af fatasaum­in­um og vefnaðinum. 

„Svo var ég heilluð af vefnaðinum. Þetta er smá búið að gleym­ast, eða maður veit alla vega ekki um marga sem eru að vefa. Það var nýtt fyr­ir manni og rosa­lega gam­an,“ seg­ir Ásrós. 

Ásrós fann sig í fatasaumnum.
Ásrós fann sig í fatasaumn­um.

Hún seg­ir námið hafa kveikt frek­ari áhuga hjá henni á námi í fatasaum. „En ég veit ekki hvort ég fari í eitt­hvað fram­halds­nám sem teng­ist þessu. En þetta á klár­lega eft­ir að nýt­ast mér í framtíðinni. Maður get­ur prjónað og saumað á börn­in sín og prjónað jóla­gjaf­ir.“

Ásrós seg­ist al­mennt hafa mætt já­kvæðu viðmóti þegar hún sagði fólki að hún hefði skráð sig í Hús­stjórn­ar­skól­ann og að eldra fólk hafi verið sér­lega stolt af henni. „Ég skynjaði stund­um frá ung­um strák­um á svipuðum aldri og ég að það væri rosa­lega aðdá­un­ar­vert að ég skyldi sækja mér þetta nám. Að þeim fynd­ist þetta mjög heill­andi og þeir vildu eiga kær­ustu sem færi í þenn­an skóla.“

Ásrós saumaði þennan kjól á sig. Kjóllinn er í '50s …
Ásrós saumaði þenn­an kjól á sig. Kjóll­inn er í '50s stíl og hægt að klæða upp og niður eft­ir til­efni.

Ásrós á kær­asta nú þegar en spurð hvort námið væri því full­komið á fer­il­skrána á Tind­er sagði hún: „Ég hugsa að það myndi ekki skemma fyr­ir að vera „certified houswi­ve“.“

Hún seg­ir að hóp­ur­inn henn­ar hafi kynnst mjög vel yfir önn­ina og að þau væru orðin góðir vin­ir. Nem­enda­hópn­um er skipt upp í tvennt og nem­end­um af heima­vist og sem búa í Reykja­vík blandað sam­an svo fleiri kynn­ist. 

Spurð um hvernig henni líkaði að búa í Reykja­vík seg­ist Ásrós ekki sjá fyr­ir sér að búa í borg­inni nema hún væri til þess neydd. „Maður kem­ur úr svo litlu bæj­ar­fé­lagi hérna fyr­ir vest­an. Það eru bara al­gjör for­rétt­indi að geta stokkið út í búð og það tek­ur tvær mín­út­ur. Í stað þess að fest­ast í um­ferð á leið út í búð í Reykja­vík og jafn­vel á leiðinni til baka,“ seg­ir Ásrós og bæt­ir við að hún þurfi samt senni­lega að búa í Reykja­vík sæki hún sér há­skóla­mennt­un. „En ég myndi samt alltaf fara aft­ur heim.“ 

Ásrós lærði að útsaum.
Ásrós lærði að út­saum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda