„Prjónið bjargaði geðheilsu minni í veikindunum“

Guðrún Ólöf Gunnarsdóttir kennir fólki réttu handtökin í prjónaskap.
Guðrún Ólöf Gunnarsdóttir kennir fólki réttu handtökin í prjónaskap.

Prjóna­skap­ur hef­ur fylgt þjóðinni síðan land byggðist en það eru þó ekki all­ir sem prjóna jafns­mart flík­ur og Guðrún Ólöf Gunn­ars­dótt­ir. Eft­ir að hafa misst ann­an fót­inn í fyrra vegna krabba­meins fann hún hvað prjóna­skap­ur­inn hjálpaði henni mikið að kom­ast í gegn­um veik­ind­in. Í stað þess að vera ein heima að prjóna fór hún að kenna öðrum list­ina með góðum ár­angri. 

Guðrún Ólöf byrjaði að prjóna þegar hún var 12 ára göm­ul en nokkr­um árum áður hafði hún lært und­ir­stöðu í handa­vinnu en fann fyr­ir litl­um áhuga.

„Amma mín var mik­il prjóna­kona og hjálpaði mér að byrja á minni fyrstu peysu. Einnig hafði ég frá­bær­an kenn­ara í næsta húsi sem heit­ir Guðrún Hrönn Hilm­ars­dótt­ir, mat­reiðslu­kenn­ari í Mela­skóla. Auk þess er hún móðir bestu vin­konu minn­ar. Hún kenndi mér öll trix­in í prjóni og líka alla þol­in­mæðina sem fylg­ir prjóna­skapn­um. Við vin­kon­urn­ar prjónuðum okk­ar fyrstu peysu með mis­góðum ár­angri sem gerði mig afar stolta af sjálfri mér. Ég tók mér gott hlé í nokk­ur ár og byrjaði aft­ur á fullu þegar ég var ófrísk að mínu fyrsta barni 1993 og hef prjónað síðan með hlé­um,“ seg­ir hún.

Ég hef heyrt að prjóna­skap­ur geti komið fólki í gegn­um ótrú­leg­ustu áföll sem geta bankað upp á í líf­inu. Var það þannig í þínu til­felli? Fórstu að prjóna meira eft­ir að þú misst­ir ann­an fót­inn?

„Ég full­yrði að prjónið bjargaði geðheilsu minni í veik­ind­un­um. Það að prjóna er hug­leiðsla, sam­spil hug­ar og hand­ar. Þú ferð að anda ró­leg­ar og slak­ar á. Það reyn­ist okk­ur erfitt ef hug­ur­inn er óró­leg­ur, til­finn­ing­arn­ar út um allt eða lík­am­inn verkjaður. Að prjóna ger­ir það að verk­um að and­ar­drátt­ur­inn breyt­ist ósjálfrátt, sem hef­ur ró­andi áhrif á hug og lík­ama. Prjónið þjálf­ar einnig sköp­un­ar­kraft­inn og ímynd­un­ar­aflið og styrk­ir ein­beit­ingu, sem hef­ur hjálpað mér ótrú­lega. Ég hef aldrei prjónað eins mikið og nú og því ákvað ég að gera eitt­hvað meira í því en að sitja bara heima ein og prjóna og vildi opna á þann mögu­leika að aðrir fengju að njóta og upp­lifa með mér í ein­stak­lega nota­legu og af­slapp­andi um­hverfi á mínu heim­ili.“

Guðrún Ólöf missti annan fótinn í fyrra.
Guðrún Ólöf missti ann­an fót­inn í fyrra. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Í dag kenn­ir Guðrún Ólöf fólki grunn­inn í prjóna­skap á byrj­enda­nám­skeiði þar sem farið er vel yfir það sem þarf að kunna til að geta prjónað flík.

„Þegar því nám­skeiði er lokið mæli ég með að taka peysu­prjóna­nám­skeiðið strax á eft­ir til að læra að prjóna flík frá byrj­un til enda. Peysu­prjóna­nám­skeiðið hent­ar öll­um þeim sem kunna aðeins grunn­inn, að prjóna slétt og brugðið og fitja upp. Ég kenni öll helstu trix­in og að lesa upp­skrift og hvað þarf að var­ast þegar maður byrj­ar að prjóna flík,“ seg­ir hún.

Hún læt­ur nem­end­ur prjóna peysu frá grunni og er það hluti af heima­vinnu.

„Svo verð ég með fram­halds­nám­skeið fyr­ir lengra komna og þá för­um við í að prjóna flík sem krefst aðeins meiri ein­beit­ing­ar og flókn­ari aðferða. Þessi nám­skeið hafa verið ótrú­lega vin­sæl hjá mér og vil ég því halda áfram með þau. Að halda nám­skeiðin gef­ur mér svo ótrú­lega mikið og sér­stak­lega að upp­lifa hvað nem­end­ur mín­ir eru ánægðir.“

Hvað er fólk að prjóna á nám­skeiðunum?

„Á grunn­nám­skeiðinu erum við aðeins að prjóna pruf­ur og læra það það helsta í prjóni. Ákveðna und­ir­stöðu til að geta prjónað flík. Nem­end­ur þurfa ekki að hafa neinn grunn til að koma á grunn­nám­skeiðið.

Á peysu­prjóna­nám­skeiðinu er prjónuð peysa frá grunni til enda og lært allt sem til þarf til að geta prjónað flík. Einnig kenni ég að lesa upp­skrift því oft er það svo að fólk ein­fald­lega kann ekki að lesa upp­skrift­ir því þar er not­ast við ákveðið prjóna-„lingó“ sem ég fer vel yfir. Und­ir­staða fyr­ir það nám­skeið er að kunna aðeins að prjóna slétt og brugðið og kunna að fitja upp á lykkj­ur. Í októ­ber verð ég með fram­halds­nám­skeið, mun kenna flókn­ari prjón og aðferðir. Það nám­skeið hent­ar þeim sem kunna að prjóna ein­fald­ar flík­ur og vilja auka við sig þekk­ingu.“

Guðrún Ólöf hef­ur fengið fólk til sín á nám­skeið sem hef­ur ekki kunnað að halda á prjón­um en hef­ur lært að prjóna peysu.

„Marg­ir halda að þeir hafi þetta ekki í sér eða þeir eru örv­hent­ir en það er ekk­ert vanda­mál. Það geta all­ir lært að prjóna. Yngsti nem­andinn minn var 16 ára og sá elsti 84 ára. Ég legg all­an minn metnað í að eng­inn fari frá mér nema hann sé bú­inn að læra öll þau hand­tök sem til þarf.“

Til þess að afurðirn­ar verði sem fal­leg­ast­ar er Guðrún Ólöf far­in að flytja inn garn frá Nor­egi sem heit­ir HipKnit.

„Ég kynnt­ist þessu garni fyr­ir nokkr­um árum og heillaðist svo af lit­un­um sem voru í boði. Svo fór ég að kaupa það á net­inu og byrjaði að prófa garnið og al­gjör­lega elskaði það. Wool-garnið er hrein og mjúk ull frá Perú sem notuð er í gróf­ari peys­ur eins og í lopa­peys­ur og fleira því hún sting­ur ekki.

Pop mer­ino-garnið hef­ur verið tekið í fínni peys­ur. Það er ein­stak­lega mjúk ull sem hent­ar í hvað sem er og er frá­bær í barnaflík­ur og teppi. Svo er ég með æðis­legt mohair-garn sem er það allra vin­sæl­asta hjá mér. Það sem er mest heill­andi við mohair-garnið frá HipKnit er að flík­in held­ur sér svo vel, jafn­vel eft­ir ára­langa notk­un.“

Hvað er svona mest í tísku í prjóna­heim­in­um akkúrat núna?

„Peys­ur með mik­illi yf­ir­vídd eru vin­sæl­ar og opn­ar peys­ur eru að koma sterk­ar inn. Það má segja að það sé ótrú­lega vin­sælt að vera í heima­prjónuðu í dag. Jarðlit­irn­ir eru alltaf vin­sæl­ast­ir í prjóni en lit­rík­ir tón­ar munu ein­kenna vet­ur­inn í ár. Sterk­ir lit­ir eins og gult, blátt, app­el­sínu­gult, grænt og bleikt eru vin­sæl­ir litatón­ar í bland við þá dökku. Það sem er hámóðins núna eru mohair-peys­urn­ar. Þær vekja einnig mestu at­hygl­ina.“

Nán­ari upp­lýs­ing­ar gudrunolof.com

Hér má sjá vetrartísku Chanel í ár. Þar eru prjónaflíkur …
Hér má sjá vetr­ar­tísku Chanel í ár. Þar eru prjónaflík­ur áber­andi.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda