Beckham ætlar að eiga síðasta orðið

Victoria Beckham er að gera góða hluti í tískuheiminum. Eitthvað …
Victoria Beckham er að gera góða hluti í tískuheiminum. Eitthvað sem fáir bjuggust við á sínum tíma. mbl.is/AFP

Fáir í tísku­heim­in­um höfðu trú á Victoriu Beckham þegar hún óð inn í tísku­heim­inn með eigið vörumerki fyr­ir 15 árum. Oft var út­litið svart en nú hef­ur orðið viðsnún­ing­ur.

Loks hef­ur tísku­hús Vict­oríu Beckham sýnt hagnað í fyrsta sinn síðan hún setti það á fót árið 2008. Það hef­ur smátt og smátt fest sig í sessi og jafn­vel þeir allra snobbuðustu í tísku­heim­in­um hafa nú í nokk­urn tíma viður­kennt að föt­in henn­ar líta bara nokkuð vel út. 

Sölu­töl­ur hækka mikið

Árið 2020 tapaði fyr­ir­tækið um níu millj­ón­ir punda og sex millj­ón­ir punda árið þar á eft­ir og er Beckham-veldið sagt hafa greitt með fyr­ir­tæk­inu í gegn­um árin. Nú eru bjart­ari tím­ar framund­an, sölu­töl­ur hafa hækkað um 42% og fyr­ir­tækið reikn­ar með að sýna mik­inn hagnað í lok árs. En af­hverju tók það svona lang­an tíma fyr­ir merkið að gefa af sér fjár­hags­lega? 

Victoria Beckham hef­ur mark­visst um­kringt sig fólki sem þykja al­mennt mjög flott og vita sínu viti í franska tísku­heim­in­um. Formaður stjórn­ar­inn­ar er t.d. Ralph Toledano sem hef­ur meðal ann­ars stýrt tísku­merki Karls Lag­er­felds. Þá er þar einnig að finna Marie LeBlanc sem hef­ur starfað hjá merkj­um á borð við Cél­ine og Isa­bel Mar­ant sem eru í miklu upp­á­haldi hjá Beckham.

Snyrti­vör­ur og taska með gull­keðju

„Það má merkja ákveðna franska orku hjá Beckham,“ seg­ir Ellie Pith­ers einn af aðstoðar rit­stjór­um Vogue í viðtali við The Times. Þetta sést meðal ann­ars á vin­sæld­um tösku með gull­keðju að fram­an sem selst ít­rekað upp og gjarn­an er biðlisti eft­ir slíkri tösku. 

Sagt er að Beckham hafi leitað mikið í visku Roland Mouret síðustu árin auk þess sem Marc Jac­obs er einn af henn­ar bestu vin­um og ráðgjöf­um. 

Það eru þó snyrti­vör­urn­ar sem eru að koma með tekj­urn­ar líkt og hjá öðrum tísku­hús­um. Beckham setti snyrti­vör­ur sín­ar á markað árið 2019 og slóu þær strax í gegn og höluðu inn tvær millj­ón­ir punda á fyrstu þrem­ur mánuðunum. Þar ber helst að nefna augn­blý­ant­inn Sat­in Kaj­al sem fram­kall­ar svo­kallað „smudgy look“ og selst hef­ur vel í öll­um lit­um. Sam­hliða því held­ur hún úti sér­stök­um In­sta­gram reikn­ingi helguðum snyrti­vör­un­um og er með 800 þúsund fylgj­end­ur þar.

Not­ar sam­fé­lags­miðla og fjöl­skyld­una

„Ég held að Beckham hafi alltaf vitað að fer­ill henn­ar sem popp­stjarna ætti ekki eft­ir að end­ast. Hún vildi ekki verða að at­hlægi í tísku­heim­in­um og fékk mik­il­vægt fólk í lið með sér frá byrj­un,“ seg­ir al­manna­teng­ill­inn Dean Piper.

At­hygli vek­ur hversu mjög Beckham not­ar fjöl­skyldu sína í að koma merk­inu á fram­færi. Fjöl­skyld­an er alltaf með á tísku­sýn­ing­un­um og sitja fyr­ir á mynd­um á sam­fé­lags­miðlum. 

„Þessi fjöl­skylda ákvað fyr­ir löngu að nota einka­líf sitt til þess að koma sér áfram hvað framann varðar. Fyrst í slúður­blöðum en nú á sam­fé­lag­miðlum. Fólk hef­ur gam­an að því að sjá hvað hún er að gera í sínu dag­lega lífi.“

Mæðgurnar Victoria og Harper Beckham.
Mæðgurn­ar Victoria og Harper Beckham. Skjá­skot/​In­sta­gram
Í gamla daga þótti Victoria Beckham ekki smart og fáir …
Í gamla daga þótti Victoria Beckham ekki smart og fáir höfðu trú á henni þegar hún setti á fót eigið fata­merki. AFP




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda