Ég vorkenni Einari

Valgeir Magnússon vorkennir Einari Þorsteinssyni.
Valgeir Magnússon vorkennir Einari Þorsteinssyni. Ljósmynd/Samsett

„Ég hef nú í mörg ár fylgst með borg­inni okk­ar að sökkva dýpra og dýpra í skuld­ir, þjón­ust­una versna og verða óskipu­legri. En ef þú held­ur að hér sé á ferðinni enn ein póli­tíska grein­in um það hvað Dag­ur sé lé­leg­ur borg­ar­stjóri og að skipta þurfi um meiri­hluta, þá verðurðu fyr­ir von­brigðum,“ seg­ir Val­geir Magnús­son aug­lýs­ingamaður í nýj­um pistli á Smartlandi: 

Að reka borg er ekk­ert smá­mál. Reykja­vík­ur­borg, Land­spít­al­inn og Icelanda­ir eru þrír stærstu vinnustaðir Íslands. Borg­in er flók­inn vinnustaður með mikl­ar áskor­an­ir ásamt því að það er at­vinnu­fólk til staðar í að benda á hvað fer úr­skeiðis, þar sem póli­tík virk­ar þannig. En ef við velt­um fyr­ir okk­ur hvað hef­ur fólk eins og Dag­ur, Jón Gn­arr, Ingi­björg Sól­rún, Davíð Odds­son og fleiri góðir ein­stak­ling­ar fram að færa sem for­stjór­ar í svona stóru og flóknu fyr­ir­tæki? Þau eru hvert um sig snill­ing­ar.

Davíð Odds­son; lög­fræðing­ur, með skýra sýn, ritsnill­ing­ur og húm­oristi. Hann hef­ur mik­inn sjarma og guð hjálpi þeim sem lend­ir upp á kannt við Davíð.

Ingi­björg Sól­rún; frá­bær í að svara fyr­ir sig og fékk fólk með sér í ferðalag sem eng­inn hefði trúað á án henn­ar og Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn var felld­ur eft­ir ára­tuga áskrift að borg­ar­stjóra­stóln­um.

Jón Gn­arr; hug­sjón­ar­maður með skrít­inn en ein­læg­an sjarma. Hann hef­ur um­fram alla stjórn­mála­menn þann hæfi­leika að segja satt, þó það sé hon­um ekki til góðs. Hann svar­ar bara hlut­um sem hann veit og seg­ist ekki vita aðra hluti. Lík­lega það besta sem hann gerði var að hann lét fag­fólkið um rekst­ur­inn og ákv­arðanir aðrar en stefnu­mót­andi ákv­arðanir.

Dag­ur; lækn­ir og al­gjör sjarmör og tungulip­ur með ein­dæm­um. Hann er vin­sam­leg­ur og mjög sleip­ur í leikn­um. Hann er eins og kött­ur nema með enn fleiri líf. Það má aldrei van­meta Dag sem stjórn­mála­mann. En ekk­ert af þessu fólki eru sér­fræðing­ar í rekstri, hvað þá að snúa við mjög erfiðum rekstri hjá stór­fyr­ir­tæki.

Hversu mik­ill stjórn­mála­maður og sjarmör sem Dag­ur er, þá er hann greini­lega ekki góður rekstr­armaður. Enda er það að vera góður rekstr­armaður ekki endi­lega það mik­il­væg­asta sem borg­ar­stjóri þarf að hafa. En hann þarf þá að hafa sér við hlið góðan rekstr­arein­stak­ling til að vega það upp, það er nauðsyn­legt. Ein­hvern sem gef­ur þér upp­lýs­ing­ar um hvað er hægt að gera og hvað ekki. Það er ekki bara hægt að elta drauma sína úr í blá­inn og standa svo uppi með gjaldþrota borg og skilja ekk­ert í því hvað gerðist.

Ef við hugs­um málið aðeins bet­ur. Icelanda­ir var ekki í ósvipaðri stöðu í Covid far­aldr­in­um og Reykja­vík­ur­borg er nú í. Mikið tap og skuld­ir sem erfitt var að yf­ir­stíga. Hefðu eitt­hvað af þess­um miklu borg­ar­stjór­um sem ég taldi upp hér á und­an verið ráðin sem for­stjóri Icelanda­ir á þeim tíma­punkti? Væru þau með réttu reynsl­una til að valda því starfi og bjarga fyr­ir­tæk­inu frá gjaldþroti og snúa því við? Þið sem svöruðuð ját­andi í hug­an­um eruð annað hvort að örga mér og öðrum eða jafn mikið draumóra­fólk og Dag­ur. Nei, það myndi aldrei ger­ast.

Borg geng­ur ekki út á mjög marga hluti í grunn­inn. Þetta er okk­ar sam­eig­in­legi rekst­ur og snýst um að hafa göt­urn­ar opn­ar, leik­skól­ana í gangi, grunn­skóla, sækja ruslið og vinna með það, hugsa um gamla fólkið og fatlaða. Svo þarf að skipu­leggja og út­hluta lóðum fyr­ir hús­næði og sjá um allskyns skrán­ing­ar og skjöl­un. Svo er hægt að bæta við ýms­um verk­efn­um sem hver meiri­hluti set­ur odd­inn hverju sinni. En grunn­inn tök­um við aldrei í burtu. Hann verður að vera í lagi. Þetta er bara rekst­ur í raun­inni. Rekst­ur á okk­ar sam­eig­in­legu hlut­um. Fólk get­ur haft skoðun á mik­il­væg­is­röðinni en þetta er samt bara rekst­ur. Í rík­is­mál­um get­ur verið vinstri og hægri póli­tík, en í borg er þetta aðallega bara rekst­ur.

En hvernig snú­um við rekstri sem tap­ar 15,6 millj­örðum á einu ári? (En það var tap á rekstri borg­ar­inn­ar árið 2022, sama hvaða umbúðum ein­hverj­ir reyna að pakka niður­stöðunni í. Aðrar töl­ur eru bara rekstr­ar­ár­ang­ur dótt­ur­fyr­ir­tækja eins og Orku­veit­unn­ar og fleiri.) Tapið er svo mikið og vaxta­kostnaður­inn svo svaka­leg­ur að borg­in er stödd á mjög hættu­leg­um stað. Það þarf annaðhvort að auka tekj­urn­ar eða minnka kostnaðinn, nema hvort tveggja sé. Það eru eng­ar aðrar töfra­lausn­ir til. Ef Icelanda­ir væri að tapa 15,6 millj­örðum á ári myndu þau gera breyt­ing­ar?

Svarið er já, því ann­ars færi fyr­ir­tækið á haus­inn. Það yrði ráðinn ein­stak­ling­ur í brúna sem væri mik­ill rekst­arein­stak­ling­ur, sem þorir að taka óvin­sæl­ar ákv­arðanir hvað kostnað varðar og hefði hug­mynd­ir um hvernig hægt væri að auka tekj­urn­ar. Ein­stak­ling­ur sem þyrfti að velja hvað er nauðsyn­legt að hafa og hvað er gott að hafa (must have vs nice to have). Svo er bara spurn­ing um hvað af því sem er gott að hafa yrði látið víkja á meðan rekstr­in­um yrði snúið við.

Ein­ar Þor­steins­son má eiga það að hann kem­ur vel fyr­ir og var mjög góður að spyrja spurn­inga í Kast­ljós­inu. En hef­ur hann rekið stór­fyr­ir­tæki? Nei. Hef­ur hann tekið við rekstri á gjaldþrota stór­fyr­ir­tæki? Nei. Er hann rétti maður­inn til að snúa þess­um rekstri? Lík­lega ekki. Ég vor­kenni Ein­ari, sem hélt að hann væri að fara í mjög áhuga­vert starf en end­ar í starfi sem hann að öll­um lík­ind­um ræður á eng­an hátt við. Starf þar sem hann mun þurfa að velja á milli þess að verða óvin­sæll fyr­ir óvin­sæl­ar ákv­arðanir eða óvin­sæll fyr­ir að safna skuld­um.

Vanda­málið er að póli­tík­us­ar í dag taka ekki óvin­sæl­ar ákv­arðanir. Hvernig er þá hægt að snúa rekstri borg­ar­inn­ar við? Það er bara ein leið sem ég sé; að ráða for­stjóra í verkið, rekstr­arein­stak­ling með reynslu af slík­um verk­efn­um. Póli­tík­us­arn­ir geta séð um að hugsa um stefnu­mót­andi ákv­arðanir en eins og staðan er núna verður rekst­ur­inn að vera í hönd­um at­vinnu­mann­eskju sem veit hvað hún er að gera. Slík mann­eskja er aldrei að fara í fram­boð til að verða borg­ar­stjóri. Hana þarf að ráða í vinnu. Þannig mann­eskja get­ur valið úr störf­um og fer ekki í at­vinnu­viðtal við alla borg­ar­búa til að láta draga sig upp úr drullupolli.

Ég er bú­inn að taka ákvörðun um það að ef ein­hver flokk­ur ákveður að bjóða fram næst með það sem kosn­ingalof­orð að ráða borg­ar­stjóra í stað þess að enn ein mann­eskj­an sem kem­ur vel fyr­ir eigi allt í einu að verða rekstr­ar­mann­eskja, þá mun ég kjósa þann flokk, hvað sem flokk­ur­inn heit­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda