Viðbrögð Íslandsbanka skólabókardæmi um mislukkuð viðbrögð

Edda Hermannsdóttir samskitpastjóri Íslandsbanka, Birna Einarsdóttir fyrrverandi bankastjóri Íslandsbanka og …
Edda Hermannsdóttir samskitpastjóri Íslandsbanka, Birna Einarsdóttir fyrrverandi bankastjóri Íslandsbanka og Valgeir Magnússon hagfræðingur. Ljósmynd/Samsett

Val­geir Magnús­son viðskipta- og hag­fræðing­ur skrif­ar um Íslands­banka­málið í nýj­um pistli. Hann seg­ir að fyrstu viðbrögð í krís­um skipti öllu máli. Viðbrögð Íslands­banka séu dæmi um mis­lukkuð viðbrögð. 

„Ég verð því miður að viður­kenna að við stóðum okk­ur afar illa í þessu máli og þessi skýrsla er áfell­is­dóm­ur yfir okk­ar vinnu­brögðum. Okk­ur var sem bet­ur fer boðin sátt í þessu máli sem við mun­um greiða. En það sem skipt­ir meira máli er að við feng­um tæki­færi til að lag­færa okk­ar ferla. Við tók­um málið strax al­var­lega og end­ur­skoðuðum alla okk­ar ferla til að koma í veg fyr­ir að mál sem þetta geti end­ur­tekið sig.“

Þetta hefði Birna Ein­ars­dótt­ir getað sagt um sátt sem Íslands­banki hef­ur gert um sekt vegna ávirðinga frá fjár­mála­eft­ir­liti Seðlabanka Íslands vegna sölu rík­is­ins á 22,5% hluta­fjár bank­ans til fag­fjár­festa á síðasta ári.

Lít­il mál geta orðið stór

Ef yf­ir­lýs­ing Birnu Ein­ars­dótt­ur, banka­stjóra Íslands­banka, hefði verið eitt­hvað á þenn­an veg þá væri staða henn­ar, staða henn­ar nán­asta sam­starfs­fólks, staða stjórn­ar­inn­ar og staða bank­ans allt önn­ur í dag.

Fyrstu viðbrögð skipta mestu máli í krís­u­stjórn­un og ef þau eru röng geta lít­il mál orðið stór og ef þau eru rétt geta stór mál orðið lít­il. Að fylgj­ast með viðbrögðum Íslands­banka og Birnu Ein­ars­dótt­ur er með verri dæm­um sem ég man eft­ir í seinni tíð, þar sem viðbrögðin hafa annaðhvort ekki verið und­ir­bú­in eða þá að þeir sem skipu­lögðu viðbrögðin hafi ekki hugsað málið til enda.

Nokk­ur atriði eru lyk­il­atriði í al­manna­tengsl­um í krísu. Það má ekki segja ósatt, það má ekki fara und­an í flæm­ingi og það þarf hafa yf­ir­sýn yfir þær upp­lýs­ing­ar sem eiga eft­ir að koma fram eða gætu komið fram. Svar dags­ins í dag má ekki snú­ast upp í and­stæðu sína dag­inn eft­ir af því ein­hver ann­ar kem­ur með upp­lýs­ing­ar sem eru í and­stöðu við það sem viðkom­andi sagði. Mik­il­væg­ast er síðan að taka fyr­ir­vara­lausa ábyrgð.

Viðbrögð Íslands­banka eru skóla­bók­ar­dæmi um mis­lukkuð viðbrögð og verða lík­lega notuð sem dæmi um hvernig ekki á að bregðast við um ókom­in ár. Ein­ung­is tveim­ur sól­ar­hring­um áður en skýrsl­an um skelfi­leg vinnu­brögð og eitraða hegðun inn­an bank­ans er birt kem­ur Birna með yf­ir­lýs­ingu sem er ein verst skrifaða yf­ir­lýs­ing sem sést hef­ur í slíkri aðstöðu. Þar er gert lítið úr inni­haldi skýrsl­unn­ar og talað um trausts­yf­ir­lýs­ingu til bank­ans í ljósi þess náðst hefði að sátt upp á aðeins 1,2 millj­arða, sem er Íslands­met. Hún seg­ir þar einnig að hún njóti trausts stjórn­ar til að sitja áfram.

Snýst upp í and­hverfu sína

Það er eins og at­vinnu­fólkið í sam­skipt­um hafi ekki áttað sig á því að skýrsl­an kæmi fyr­ir sjón­ir al­menn­ings og þar með myndi Birna líta mjög kjána­lega út eft­ir þessa yf­ir­lýs­ingu. En und­ir­ritaður ger­ir ráð fyr­ir því að at­vinnu­fólk í sam­skipt­um hafi verið með í að semja yf­ir­lýs­ing­una því ein regla í krísu, til viðbót­ar við áður­nefnd­ar regl­ur, er að þeir sem eru í krís­unni eiga aldrei að koma með viðbrögð án þess að ráðfæra sig við aðila ótengda krís­unni, sama hversu van­ir viðkom­andi eru al­manna­tengsl­um.

Yf­ir­lýs­ing­in snýst upp í and­hverfu sína og ger­ir banka­stjór­ann líta út fyr­ir að vera hroka­full­an og ótengd­an raun­veru­leik­an­um. Hún er allt í einu staðin að því að reyna að af­vega­leiða umræðuna og að vera í af­neit­un gagn­vart hinu raun­veru­lega vanda­máli, sem hún var lík­lega ekki í. Traust til henn­ar er horfið, traust til henn­ar nán­ustu sam­st­arsaðila er horfið og traust til stjórn­ar bank­ans er horfið.

Svör­in illa ígrunduð

Síðasta dæmið sem ég man eft­ir um önn­ur eins al­manna­tengslamis­tök var viðtal við Guðna Bergs­son, þáver­andi formann KSÍ, í Kast­ljósi. Þar voru svör­in illa ígrunduð og eins og fólk teldi sig í loft­tæmi og að eng­ar aðrar upp­lýs­ing­ar gætu komið fram í mál­inu. Betri und­ir­bún­ing­ur fyr­ir það viðtal hefði getað sparað KSÍ tveggja ára vand­ræði og tap á trausti sem mun taka mörg ár til viðbót­ar að byggja upp.

Leiðin út úr þess­um spíral núna er mjög erfið en þar væri hægt að fara tvær leiðir:

  1. Birna seg­ir af sér, eins og hún hef­ur nú þegar gert, til að losa um press­una en lík­lega verður það ekki nóg. 
  2. Eða að koma ein­lægt fram og viður­kenna mis­tök sín og hversu klaufa­leg viðbrögð henn­ar og fleiri inn­an bank­ans voru og sjá svo hvort henni og bank­an­um verði fyr­ir­gefið. Slík af­sök­un­ar­beiðni þarf að vera fyr­ir­vara­laus og þar þarf að taka ábyrgð.

Nú hef­ur hún sent frá sér yf­ir­lýs­ingu þar sem hún „tek­ur ábyrgð á sín­um þætti máls­ins“ en það er ekki fyr­ir­vara­laus ábyrgð. Því til er enn ein regla til viðbót­ar í al­manna­tengsl­um í krís­u­stjórn­un. Hún er þessi: til að stöðva spíral­inn er ein­læg og fyr­ir­vara­laus af­sök­un­ar­beiðni oft­ast eina leiðin út.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda