„Hressandi að hrista aðeins upp í hausnum“

María Reynisdóttir segir flesta hafa skoðanir á skipulagsmálum.
María Reynisdóttir segir flesta hafa skoðanir á skipulagsmálum. mbl.is/Kristinn Magnússon

María Reyn­is­dótt­ir, sér­fræðing­ur hjá Skipu­lags­stofn­un, er fróðleiks­fús að eðlis­fari en hún kom þó sjálfri sér nokkuð á óvart þegar hún ákvað að skella sér í meist­ara­nám í skipu­lags­fræði við Land­búnaðar­há­skóla Íslands. Nám­skeið við End­ur­mennt­un LBHÍ kveikti neist­ann. 

María tók nám­skeiðið Skipu­lagsaðferðir til þess að styrkja sig í starfi en hún hef­ur starfað sem sér­fræðing­ur í ferðamál­um í menn­ing­ar- og viðskiptaráðuneyt­inu. Á henn­ar borð hafa stund­um komið verk­efni sem tengj­ast skipu­lags­mál­um. „Nám­skeiðið fjallaði um hvað skipu­lag er og til hvers, hvað skipu­lags­áætlan­ir eru, hvernig mis­mun­andi skipu­lags­stig tengj­ast og hvernig skipu­lags­ferlið geng­ur fyr­ir sig sam­kvæmt lög­um. Þetta var mjög gott yf­ir­lit yfir skipu­lags­mál­in,“ seg­ir María.

„Á þessu nám­skeiði opnaðist má segja nýr heim­ur fyr­ir mér. Í gegn­um umræður í tím­um komst ég að því hvað þetta er fjöl­breytt og áhuga­vert svið. Skipu­lags­fræðin er mjög þverfag­leg en hún teng­ist m.a. arki­tekt­úr, verk­fræði, land­fræði, hag­fræði og sál­fræði. Það heillaði mig ekki síður hve mikla þýðingu hún hef­ur fyr­ir mót­un sam­fé­lags­ins og um­hverf­is­ins sem við búum, störf­um og leik­um í. Skipu­lag hef­ur t.d. áhrif á það hvort við get­um gengið eða hjólað í vinn­una eða út í búð, hvaða úti­vist­ar­mögu­leik­ar eru í nærum­hverfi okk­ar, hvernig upp­lif­un okk­ar er af ferðamanna­stöðum sem við heim­sækj­um og svo mætti áfram telja. Skipu­lag er að mörgu leyti grunn­ur­inn að lífs­gæðum okk­ar. Mér líkaði þetta nám­skeið það vel og leist svo vel á til­hög­un náms­ins þegar ég kynnti mér það, að ég skráði mig í MS í Skipu­lags­fræði, meðfram vinnu.“

Tíma­bundið ástand sem auðgar lífið

„Ég hef alltaf verið fróðleiks­fús og þrífst í um­hverfi þar sem ég er sí­fellt að læra eitt­hvað nýtt. Ég hafði leitt hug­ann að því að bæta ein­hverju við mig á næstu árum, þá kannski helst með stöku nám­skeiðum í gegn­um end­ur­mennt­un eða ein­hvers kon­ar styttra nám, en að ég skuli hafa byrjað í öðru meist­ara­námi kom sjálfri mér svo­lítið á óvart!“

Er það stórt skref að skrá sig í nám þegar maður er kannski bú­inn að koma sér ágæt­lega fyr­ir í líf­inu?

„Já, svo­lítið. Maður spyr sig stund­um hvað maður er að hugsa að leggja þetta á sig, svona þegar börn­in manns eru orðin sjálf­stæðari og fjöl­skyldu­lífið rétt farið að ró­ast aðeins, af hverju að fórna þeim aukna frí­tíma sem skap­ast í meiri vinnu sem námsmaður? Frí­tíma sem gæti ann­ars farið t.d. í lík­ams­rækt, ferðalög eða fé­lags­líf. Maður þarf vissu­lega að segja oft­ar nei við svo­leiðis hlut­um, sem get­ur verið leiðin­legt. En þá minni ég mig á að þetta er tíma­bundið ástand, sem auðgar lífið á end­an­um. Það er hress­andi að hrista aðeins upp í hausn­um á sér og í raun ekk­ert gal­inn tími til þess að gera það ein­mitt þegar margt í líf­inu er komið í fast­ari skorður.“

María segir öðruvísi að vera í námi núna en þegar …
María seg­ir öðru­vísi að vera í námi núna en þegar hún var yngri. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Til­gang­ur lífs­ins er þroski

„Ég er markaðsfræðing­ur í grunn­inn og með meist­ara­gráðu í ferðamála­fræði. Bæði þessi fög, eins og svo mörg önn­ur, hafa snerti­flöt við skipu­lags­fræðina. Þar sem skipu­lags­fræðin er svo þverfag­leg grein þá held ég að það sé kost­ur að hafa bak­grunn í öðru og geta tengt fög­in sam­an. Ef maður horf­ir á stóru mynd­ina þá hugsa ég að skipu­lags­fræðin sem aka­demískt fag verði líka öfl­ugri þegar þekk­ing fólks kem­ur sam­an úr ólík­um átt­um.

Að þessu sögðu þá var það að fara í þetta nám ekki út­pælt hjá mér frek­ar en fyrra nám held­ur kom það til af frem­ur óvænt­um áhuga. Ég held að allt nám sé gott í sjálfu sér, það þrosk­ar mann, en eins og afi minn heit­inn sagði þá er sjálf­ur til­gang­ur lífs­ins þroski og ég fæ að gera hans orð að mín­um.“

Er öðru­vísi að vera í há­skóla­námi núna miðað við áður?

„Það er vissu­lega aðeins öðru­vísi. Það eru fleiri hlut­ir að keppa um tíma og at­hygli manns núna, eins og fjöl­skyld­an og vinn­an. En eins og á fyrri náms­ár­um þá hefst þetta með góðri skipu­lagn­ingu og hæfi­leg­um sjálf­saga. Skiln­ings­rík fjöl­skylda og vinnu­veit­andi hjálpa líka til. Annað sem er öðru­vísi er að maður sinn­ir nám­inu með minna sam­felld­um hætti. En á móti kem­ur að maður býr að starfs­reynslu sem nýt­ist í nám­inu þannig að maður fær á viss­an hátt meira út úr því og stund­ar það jafn­vel af meiri áhuga en ella, vegna þess. Enn annað sem ég get nefnt er tækn­in sem hef­ur breyst mikið frá því að ég stundaði nám síðast, t.d. er frá­bært að geta sótt tíma og jafn­vel klárað heilu nám­skeiðin í gegn­um fjar­kennslu.“

Hvað hef­ur námið gert fyr­ir þig per­sónu­lega?

„Mér finnst það hafa víkkað sjón­deild­ar­hring­inn, strax á þetta skömm­um tíma, svo ég hlakka til að halda áfram! Það efl­ir líka á viss­an hátt sjálfs­traustið að finna að maður get­ur til­einkað sér nýja þekk­ingu jafn vel og áður. Ég kom sjálfri mér t.d. á óvart á nám­skeiði í landupp­lýs­inga­kerf­um á síðustu önn þar sem ég var far­in að teikna upp alls kon­ar kort og gera ýmsa út­reikn­inga í gegn­um ákveðið for­rit sem ég hafði ekki einu sinni heyrt um áður. Þetta var al­veg nýtt fyr­ir mér og nú lít ég allt öðrum aug­um á þema landa­kort­in sem maður sér t.d. oft í frétt­um, nú þegar ég hef fengið inn­sýn inn í vinn­una á bak við þau.“

„Flest­ir hafa skoðanir á skipu­lags­mál­um“

Ertu far­in að pæla meira í skipu­lagi al­mennt?

„Já al­gjör­lega. Ég, eins og ef­laust fleiri, var ekki al­veg klár á því hvað skipu­lags­fræði væri og þýðingu henn­ar fyr­ir sam­fé­lagsþróun. Orðið skipu­lags­fræði hljóm­ar frek­ar þurrt og í op­in­berri umræðu koma skipu­lags­mál gjarn­an fyr­ir sem dá­lítið þung í vöf­um. En flest­ir hafa skoðanir á skipu­lags­mál­um, sér­stak­lega þegar þau varða breyt­ing­ar á nærum­hverf­inu t.d. vegna ný­bygg­inga inn­an hverfa eða breyt­inga á sam­göngu­innviðum. Eða mál sem eru mikið í umræðunni eins og virkj­ana­mál, Borg­ar­lín­an, Reykja­vík­ur­flug­völl­ur og upp­bygg­ing ferðaþjón­ustu á há­lend­inu. Mjög mörg mál eru nefni­lega skipu­lags­mál og nú finnst mér ég sjá þau alls staðar! Óneit­an­lega tek ég líka meira eft­ir hlut­um í um­hverf­inu sem ég tók kannski ekki eft­ir áður. Velti fyr­ir mér hvers kon­ar um­hverfi mér líður vel í og hvers kon­ar um­hverfi mér líður síður vel í, og hvað það er í skipu­lag­inu sem get­ur valdið því.“

Hvernig er framtíðin?

„Hún er sann­ar­lega björt fyr­ir skipu­lags­fræðinga en maður skynj­ar að það er vönt­un á fólki með þessa þekk­ingu. Áskor­an­ir í sam­fé­lag­inu og um­hverf­inu virðast verða sí­fellt fleiri og flókn­ari og skipu­lags­fræðin get­ur skipt miklu máli við að mæta þeim. Í því sam­hengi má nefna hraða fólks­fjölg­un hér á landi og skort á hús­næði sem því fylg­ir, þróun at­vinnu­vega eins og ferðaþjón­ustu og fisk­eldi þar sem gæta þarf jafn­væg­is milli nýt­ing­ar og vernd­ar nátt­úru­auðlinda, og lofts­lags­mál­in sem þarf að taka mið af við skipu­lags­gerð, bæði til að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda og til að aðlag­ast lofts­lags­breyt­ing­um. Land er tak­mörkuð auðlind, sam­keppni um land­notk­un eykst og henni tengj­ast oft mikl­ir og ólík­ir hags­mun­ir, svo það er klár­lega spenn­andi framtíð í þessu fagi. Ég vona að framtíð mín sé björt líka. Ég er sem stend­ur í tíma­bundn­um vista­skipt­um hjá Skipu­lags­stofn­un og skemmti­legt að kynn­ast starf­sem­inni þar. Hvert námið leiðir mig mögu­lega á end­an­um kem­ur svo bara í ljós.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda