Bitur og þreyttur stjórnandi fær engan með sér

Valgeir Magnússon segir að Ásgeir Jónsson megi ekki vera pirraður.
Valgeir Magnússon segir að Ásgeir Jónsson megi ekki vera pirraður. Samsett mynd

Val­geir Magnús­son viðskipta- og hag­fræðing­ur skrif­ar um stýri­vaxta­hækk­an­ir. Hann seg­ir að það gangi ekki upp að Ásgeir Jóns­son seðlabanka­stjóri sé pirraður yfir ástand­inu. Hann þurfi að breyta um takt til að fá sal­inn með sér. 

Ég hef eins og all­ir fylgst með Ásgeiri Jóns­syni seðlabanka­stjóra kynna hverja vaxta­hækk­un­ina á fæt­ur ann­arri og séð viðtöl­in við hann á eft­ir. Hann hef­ur yf­ir­leitt verið nokkuð skýr um það af hverju hækka þurfi vext­ina og hvert vanda­málið er. Hann hef­ur einnig verið skýr um það að verk­efnið að ná niður verðbólg­unni sé sam­vinnu­verk­efni stjórn­valda, fyr­ir­tækja og launþega. Að sama skapi hef­ur hann verið skýr um hlut­verk Seðlabank­ans og að vext­ir séu eitt af fáum stý­ritækj­um sem bank­inn hef­ur til að hafa áhrif á verðbólg­una. Til viðbót­ar hef­ur hann verið mjög skýr um það að hon­um finn­ist eins og bank­inn sé einn í því verk­efni að vinna bug á verðbólg­unni og að stjórn­völd, fyr­ir­tæki og fólkið í land­inu sé ekki að spila með.

Nú eft­ir þenn­an langa tíma er hann far­inn að hljóma eins og bit­ur og pirraður stjórn­andi. Það er yf­ir­leitt merki um að hann sé orðinn of þreytt­ur á verk­efn­inu. Bit­ur og þreytt­ur stjórn­andi fær eng­an með sér og er bara fyr­ir. Ég þekki það sjálf­ur af eig­in reynslu að hafa endað á þeim stað að vera bit­ur og þreytt­ur í starfi og finn­ast aðrir ekki vera að leggj­ast með mér á ár­arn­ar. Sem bet­ur fer var ég með fólk í kring­um mig sem benti mér á staðreynd­ir og að ég þyrfti að gera breyt­ing­ar ef ég ætlaði að ná fólki með mér.

Ásgeir virðist vera núna á þeim stað að hann þarf að end­ur­skoða hvernig hann tjá­ir sig ef hann ætl­ar að ná fólki með sér. Setn­ing­ar eins og „ef kjara­samn­ing­ar fara illa“ eru ekki góð leið til að tjá sig ef maður vill að ná verka­lýðshreyf­ing­unni með sér. Enda hef­ur komið í ljós að þessi tals­máti fór öf­ugt ofan í fólk á þeim bæn­um. Kvartið yfir tásumynd­un­um á sín­um tíma var fyndið en á sama tíma pirr­andi fyr­ir þau sem voru búin að safna fyr­ir sól­ar­landa­ferðinni sinni að vera svo kennt um það að lán allra lands­manna myndu hækka.

Seðlabanki Íslands fer yfir stýrivaxtaákvörðunina í ágúst 2023. Hér er …
Seðlabanki Íslands fer yfir stýri­vaxta­ákvörðun­ina í ág­úst 2023. Hér er Ásgeir Jóns­son að fá sér kaffi og Rann­veig Sig­urðardótt­ir vara­seðlabanka­stjóri að pakka niður eft­ir fund­inn. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Það er mik­il kúnst að benda fólki á að það þurfi að breyta hegðun eða sætta sig við að hlut­irn­ir hafi breyst án þess að fá fólk upp á móti sér. Mín reynsla sem stjórn­andi er að ef fólki mis­býður fær maður það í and­litið og þá skipt­ir engu máli þó hags­mun­ir allra séu að veði. Til­finn­ing­ar eru alltaf sterk­ari en skyn­sem­in.

Ef seðlabanka­stjóri ætl­ar að ná ár­angri í bar­áttu sinni þarf hann að gera sér grein fyr­ir að það þarf að höfða til til­finn­inga og skyn­semi og að það er ekki hægt að höfða til til­finn­inga með skyn­sem­is­rök­um. Einnig að það virk­ar alltaf öf­ugt að ráðast að fólki eða móðga það þó svo að það sé gert með skyn­sem­is­rök­um.

Það er því nauðsyn­legt að hugsa fyrst og tala svo. Það er nauðsyn­legt að tala af hlut­leysi og með sterk­um rök­um. Það er nauðsyn­legt að segja alltaf satt og láta ekki standa sig að því að fegra sann­leik­ann því þá fer traustið. Ekki halda því fram að laun hafi hvergi verið hækkuð í verðbólg­unni nema á Íslandi ef það er ekki rétt. Betra væri því að tala um að laun hafi ekki verið hækkuð eins mikið eða jafn hratt á flest­um stöðum. Einnig er mats­atriði hvað þýðir að kjara­samn­ing­ar fari illa. Fyr­ir suma þýðir það að eng­ar hækk­an­ir verði, fyr­ir aðra að þær verið of mikl­ar. Betra hefði verið að segja að „ef laun hér verða hækkuð um­fram það sem efna­hags­lífið þolir…“ eða eitt­hvað annað á manna­máli. Hót­an­ir virka alltaf illa og ef fólk upp­lif­ir að sér sé hótað þá snýst það yf­ir­leitt gegn sín­um eig­in hags­mun­um.

Það er rétt hjá Ásgeiri að hugs­un­ar­hátt­ur víðsveg­ar í Evr­ópu, sem og á hinum Norður­lönd­un­um, er öðru­vísi á vinnu­markaði gagn­vart því að ná niður verðbólg­unni. Það er líka rétt að vinnu­markaður­inn og stjórn­völd spiluðu bet­ur með á flest­um stöðum í að ná henni niður enda hef­ur það gengið bet­ur. Það er líka rétt hjá hon­um að Seðlabank­inn er mjög einn í þessu verk­efni. Það sem verra er er að með þess­um tals­máta eru meiri lík­ur á því að hann verði áfram einn í verk­efn­inu en ekki. Það er því óskyn­sam­legt að tala með þess­um hætti þó rök­in fyr­ir því sem sagt er séu byggð á skyn­semi.

Við ætt­um öll að vera búin að læra af því að sú pólariser­ing sem hef­ur verið í sam­fé­lag­inu er eng­um til góðs. Að kalla at­vinnu­rek­end­ur „arðræn­ingja“ eins og sum­ir verka­lýðsfor­ingj­ar hafa gert er ekki fal­legt og ósann­gjarnt en það er líka ekki fal­legt og ósann­gjarnt að gera vinn­andi fólk að söku­dólg­um fyr­ir verðbólg­unni. Ef hlut­ir eiga að fara vel þarf fólk að vinna sam­an. Því þarf seðlabanka­stjóri að sitja á pirr­ingi sín­um og vera hlut­laus­ari í tali og muna að hann hef­ur bara þau stjórn­tæki sem bank­an­um voru gef­in og að hann þarf að halda sig við þau. Þá eru meiri lík­ur á að ró ná­ist. Það hef­ur sýnt sig að þessi aðferð virk­ar ekki. Pirraði kall­inn klæðir ekki svo vel gef­inn mann sem Ásgeir er.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda