Dóra verðlaunuð í Danmörku

Dóra Fjölnisdóttir, sem hlaut Hvatningarverðlaun FKA-DK 2023, ásamt sendiherra Íslands …
Dóra Fjölnisdóttir, sem hlaut Hvatningarverðlaun FKA-DK 2023, ásamt sendiherra Íslands í Danmörku, Árna Þór Sigurðssyni og formann Fka-Dk, Höllu Benediktsdóttur.

Dóra Fjölnisdóttir tölvunarfræðingur hlaut á dögunum hvatningarverðlaun Félags kvenna í atvinnulífinu í Danmörku (FKA-DK). Þetta er í þriðja sinn í sögu félagsins sem hvatningarverðlaunin eru veitt íslenskri konu þar í landi sem þykir hafa sýnt frumkvæði og styrk og verið öðrum konum hvatning í starfi. Verðlaunin voru veitt á hátíð í sendiherrabústaðnum í boði sendiherrans Árna Þórs Sigurðssonar.

Dóra starfar sem „principal“ hjá Netcompany, einu af stærstu fyrirtækjum Norður-Evrópu í stafrænum lausnum, að því er fram kemur í tilkynningu frá FKA-DK. Hún er yfirmaður yfir prófunum og gæðaeftirliti og leiðir deild með fleiri hundruð starfsmenn, en stýrir að auki endurmenntun innan fyrirtækisins. Fyrirtækið hefur vaxið gífurlega síðan það var stofnað í Danmörku árið 2000. Í dag starfa um 7.500 manns hjá Netcompany sem nú er með skrifstofur í tíu löndum. Um 120 manns bera titilinn „principal“ hjá fyrirtækinu en af þeim eru aðeins tíu konur. „Dóra hefur sýnt frumkvæði og seiglu í að styrkja stöðu kvenna innan fyrirtækisins. Hún veitir öðrum konum mikilvæga hvatningu og þykir dómnefnd hún eiga mikið hrós skilið fyrir að vera öflug fyrirmynd fyrir konur í tækniheiminum,“ segir í tilkynningu.

Yfir eitt þúsund konur í atvinnulífinu í Danmörku eru félagar í FKA-DK en félagið hefur verið starfrækt síðan 2014. 

Dóra Fjölnisdóttir hlaut hvatningarverðlaun FKA í Danmörku.
Dóra Fjölnisdóttir hlaut hvatningarverðlaun FKA í Danmörku.
Stjórnarkonan Jóhanna Guðrún Jóhannesdóttir með QR-kóða í hönunum sem vísar …
Stjórnarkonan Jóhanna Guðrún Jóhannesdóttir með QR-kóða í hönunum sem vísar á texta við lagið Áfram stelpur.
Harpa Birgisdóttir, Sunna Teitsdóttir og Sigrún Sigurðardóttir eru hér í …
Harpa Birgisdóttir, Sunna Teitsdóttir og Sigrún Sigurðardóttir eru hér í fremstu röð.
Sandra Gunnarsdóttir, Jórunn Einarsdóttir, Ásdís Ágústsdóttir, Aldís Guðmundsdóttir, Jóhanna Guðrún …
Sandra Gunnarsdóttir, Jórunn Einarsdóttir, Ásdís Ágústsdóttir, Aldís Guðmundsdóttir, Jóhanna Guðrún Jóhannesdóttir og Halla Benediktsdóttir.
Árni Þór Sigurðsson sendiherra Íslands í Danmörku.
Árni Þór Sigurðsson sendiherra Íslands í Danmörku.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál