„Sem betur fer sagði ég já“

Ísólfur Gylfi Pálmason er hættur í formlegri vinnu en er …
Ísólfur Gylfi Pálmason er hættur í formlegri vinnu en er skógarbóndi á Uppsölum. Ljósmynd/Aðsend

Ísólf­ur Gylfi Pálma­son á Upp­söl­um hætti í fastri vinnu þegar hann lét af störf­um sem sveit­ar­stjóri Rangárþings eystra fyr­ir tæp­um sex árum. Hann nýt­ur nú lífs­ins í Fljóts­hlíðinni með börn­um og barna­börn­um og þeys­ist um á raf­magns­fáki þess á milli.

Ísólf­ur, sem er kenn­ari að mennt, kenndi meðal ann­ars í sex ár við Sam­vinnu­skól­ann á Bif­röst, gerðist síðan starfs­manna­stjóri hjá KRON og Miklag­arði en fór í sveit­ar­stjórn­ar­mál­in fyr­ir ein­skæra til­vilj­un. Hann var í spenn­andi vinnu þegar hann fékk óvænta beiðni frá göml­um vin­um á Hvols­velli, það voru komn­ar upp þær aðstæður að það vantaði sveit­ar­stjóra, þetta var um ára­mót­in 1989-1990 og það má segja að orðið hafi bylt­ing á Hvols­velli frá þess­um tíma og enn er mikið um að vera.

„Þeir voru að leita að manni sem gæti hoppað inn. Ég fékk eina viku til að hugsa mig um. Ég var fyrst og fremst þakk­lát­ur fyr­ir að þeir skyldu muna eft­ir mér. Ég fór á Hvolsvöll til þess að segja takk fyr­ir og ætlaði að halda áfram í minni vinnu en kannski sem bet­ur fer sagði ég já. Eft­ir kosn­ing­ar sex mánuðum síðar var ég ráðinn sveit­ar­stjóri til næstu fjög­urra ára. Þá keypt­um við okk­ur hús á Hvols­velli og fest­um ræt­ur,“ seg­ir Ísólf­ur sem gerðist ekki flokk­spóli­tísk­ur fyrr en ári fyr­ir þing­kosn­ing­ar árið 1995 þegar hann var kos­inn á þing í fyrsta sinn. Hann seg­ir að hann hafi alltaf haft áhuga fyr­ir póli­tík en viður­kenn­ir að það hafi alltaf verið Fram­sókn­ar­lykt af strákn­um enda bar hann út Tím­ann á Hvols­velli sem dreng­ur og nær all­ir keyptu blaðið í þá daga.

„Við Ingi­björg Pálma­dótt­ir syst­ir mín erum fyrstu og einu systkin­in sem höf­um verið kos­in sam­tím­is á Alþingi. Það hafa verið feðgar, bræður en árið 1995 vor­um við Ingi­björg sam­ferða,“ seg­ir Ísólf­ur sem á tvær syst­ur og eru systkin­in öll mjög náin. „Sú elsta, Guðríður, er miklu póli­tísk­ari en við Ingi­björg.“

Ísólf­ur ber sterk­ar til­finn­ing­ar til Hvolsvall­ar en fyr­ir utan að al­ast þar upp þá voru for­eldr­ar hans frum­byggj­ar bæj­ar­ins. „Það eru 90 ár síðan fyrsta íbúðar­húsið var byggt þar og for­eldr­ar mín­ir eru ein­ir af frum­byggj­um. Vin­ir mín­ir og skóla­fé­lag­ar höfðu lesið um það í blöðunum að ég væri son­ur land­nema og þurftu þeir að koma við land­nem­a­son­inn því að þeir höfðu aldrei séð slíkt fyr­ir­bæri áður,“ seg­ir hann og skelli­hlær.

Ísólfur Gylfi Pálmason segir að það hafi verið léttir að …
Ísólf­ur Gylfi Pálma­son seg­ir að það hafi verið létt­ir að losna und­an ábyrgðinni sem fylg­ir fastri vinnu. mbl.is/​Há­kon Páls­son

Lífs­reynsla að detta út af þingi

Það get­ur verið mik­il breyt­ing að hætta að vinna en það má segja að Ísólf­ur hafi van­ist rót­inu þar sem hann þurfti að end­ur­nýja umboðið reglu­lega.

„Þegar þú ert póli­tík­us þá er kosið á fjög­urra ára fresti og maður veit aldrei. Þetta bjó ég við í tæp 30 ár. Ég datt út af þingi 2003. Ég lenti í rúll­ett­unni, ég og Ingi­björg Sól­rún dutt­um út á sama tíma, það var hugg­un harmi gegn þar sem hún er ná al­deil­is öfl­ug­ur póli­tík­us. Ég hafði aldrei fallið á prófi og þetta er ákveðin lífs­reynsla. Ég er keppn­ismaður og maður þarf líka að kunna að tapa. Ég fékk mjög fljótt nokk­ur at­vinnu­til­boð, sem gladdi mig. Ég var ráðinn sveit­ar­stjóri í Hruna­manna­hreppi og flutti á Flúðir og var þar sveit­ar­stjóri í sex ár. Þaðan flutt­um við aft­ur á Hvolsvöll þar sem ég var kjör­inn sveit­ar­stjóri en við vor­um með hrein­an meiri­hluta bæði kjör­tíma­bil­in. Ég var ekki nema 64 ára þegar ég ákvað að hætti í fastri vinnu en það er óskap­lega mik­ill létt­ir að losna við ábyrgðina þó ég hefði mjög gam­an af vinn­unni.“

Hvernig er að hætta í stjórn­mál­um?

„Guð hef­ur gefið mér þá náðar­gáfu að geta slökkt al­veg á fortíðinni bæði sem sveit­ar­stjóri og sem þingmaður en ef ég er beðinn um að gera eitt­hvað sem teng­ist póli­tík­inni eða framþróun sveit­ar­fé­lags­ins þá geri ég það með gleði og áhuga. Mér finnst eins og sum­ir gaml­ir póli­tík­us­ar reyni að end­ur­skrifa sög­una sér í vil sem mér finnst hlægi­legt. Aðrir tekn­ir við kefl­inu, stefn­um og straum­um, en við get­um verið bak­hjarl ef þurfa þykir. Ég er hepp­inn að búa á jörð sem heit­ir Upp­sal­ir en ég og kon­an mín, Stein­unn Ósk Kol­beins­dótt­ir, erum skóg­ar­bænd­ur. Við höf­um gróður­sett 160 þúsund tré á liðlega 20 árum. Þegar maður býr á sveita­bæ eru nán­ast enda­laus verk­efni. Ég get viður­kennt að kon­an mín er miklu dug­legri en ég, ég er handlang­ar­inn henn­ar og kapp­kosta að hlýða fyr­ir­mæl­um,“ seg­ir Ísólf­ur og bros­ir.

Ísólfur fann ástina í Ólafsvík. Hér eru þau hjónin mörgum …
Ísólf­ur fann ást­ina í Ólafs­vík. Hér eru þau hjón­in mörg­um árum eft­ir brúðkaup sitt í Ólafs­vík­ur­kirkju. Ljós­mynd/​Aðsend

Kynnt­ust í Ólafs­vík

Ísólf­ur og Stein­unn Ósk kynnt­ust í Ólafs­vík árið 1976 en þangað var Ísólf­ur send­ur til að kenna. „Ríkið stjórnaði grunn­skól­um lands­ins og Þor­steinn Ein­ars­son íþrótta­full­trúi rík­is­ins stýrði því hvar menn lentu. Ég var nán­ast pínd­ur til Ólafs­vík­ur og þar kynnt­ist ég minni ágætu konu og við gift­um okk­ur 1979 ein­mitt í Ólafs­vík­ur­kirkju. Ég held enn tryggð við nem­end­ur sem ég kenndi,“ seg­ir Ísólf­ur.

„Það að eiga góða fjöl­skyldu er eitt allra mik­il­væg­asta í líf­inu. Við erum svo hepp­in að eiga fjög­ur börn og níu barna­börn og tvö af börn­um okk­ar hafa byggt sér hús á Upp­söl­um. Við erum ekki hvert ofan í öðru en þar njót­um við þess að hitta barna­börn­in mjög oft og reglu­lega. Þetta eru því­lík for­rétt­indi.“

Ísólf­ur og Stein­unn eiga lít­inn sum­ar­bú­stað í KR-hverf­inu í Reykja­vík eins og Ísólf­ur kall­ar litlu íbúðina þeirra í borg­inni. „Þetta er frá því að ég var þingmaður. Stein­unn var heima með krakk­ana okk­ar á Hvols­velli og ég var í Reykja­vík. Þegar eldri strák­ur­inn minn fór í há­skól­ann þá fór­um við feðgar að búa sam­an. Svo kom eldri dótt­ir okk­ar þegar hún fór í Kvenna­skól­ann. Við bjugg­um til smá fjöl­skyldu í borg­inni en kjöl­fest­an var á Hvols­velli. Þetta reynd­ist okk­ur vel og var ákveðin kjöl­festa og tengdi okk­ur öll bet­ur sam­an.“

Hjónin Steinunn og Ísólfur hjóluðu um Danaveldi í sumar.
Hjón­in Stein­unn og Ísólf­ur hjóluðu um Dana­veldi í sum­ar. Ljós­mynd/​Aðsend

Hjón­in hafa verið sam­stiga í gegn­um árin og seg­ir Ísólf­ur gott að eiga góðan lífs­föru­naut. Þau njóta þess meðal ann­ars að ferðast.

„Við fór­um í ein­staka ferð í sum­ar þar sem við fór­um með hjól­in og bíl­inn í Nor­rænu til Dan­merk­ur. Við hjóluðum um Dan­mörku en ég á mikið af vin­um þar frá því að ég var í skóla. Í fyrra greind­ist ég með krabba­mein í blöðru­hálsi og þegar einn af lækn­un­um mín­um komst að því að ég ætlaði að fara í þessa ferð fannst hon­um það merki­legt og hvatti mig til þess að halda dag­bók á Face­book öðrum til hvatn­ing­ar. Við stoppuðum í Árós­um og í Sønd­er­borg á Jótlandi og svo heim­sótt­um við tvenn vina­hjón á Sjálandi og enduðum í Kaup­manna­höfn þar sem við hitt­um börn­in okk­ar og barna­börn. Það var ákveðin nostal­g­ía að fara af stað eins og í gamla daga þegar maður var í tjaldi. Við vor­um með góðar dýn­ur og fín­an úti­legu­búnað. Við vor­um svo­lítið hallæris­leg á þess­um fínu tjald­stæðum þar sem all­ir voru á bíl­um. Í Árós­um var fólk með sjón­varp og all­ar græj­ur. Þetta var pínu hippafíl­ing­ur.“

Ísólf­ur er þekkt­ur fyr­ir að vera hress og já­kvæður. En er maður líka já­kvæður þegar maður fær krabba­mein?

„Það er hrika­lega al­var­legt og maður verður pínu­lítið meyr en lífið held­ur áfram. Það er ekk­ert annað í boði en að vera já­kvæður og gera sitt besta og fara eft­ir þeim leiðbein­ing­um sem maður fær. Ég hef ný­lega fengið niður­stöðu þess efn­is að ég sé sann­ar­lega á réttri leið. Það er mikið gleðiefni.“

Ekki jafn­góður og Bubbi

Hvað tek­ur við næstu árin?

„Ég fer í sund eða í rækt­ina nán­ast á hverj­um ein­asta degi. Ég hvet alla til þess að nýta sér sund­laug­arn­ar og þann fé­lags­skap sem þar má finna. Ég er til dæm­is enn þátt­tak­andi í merki­leg­um fé­lags­skap í Vest­ur­bæj­ar­laug­inni sem nefn­ist Vin­ir Dóra þegar ég er í borg­inni. Á meðan maður hef­ur heilsu, þrek og áhuga þá er gam­an að ferðast. Ég er að und­ir­búa ræðu sem ég ætla að flytja í til­efni 90 ára af­mæl­is Hvolsvall­ar og er að hlusta á upp­tök­ur þar sem íbú­ar segja frá því hvernig Hvolsvöll­ur varð til. Ég fer oft með fólk um Rangár­valla­sýslu og segi sög­ur. Ég er ekki bara stolt­ur af Hvols­velli og þeim mikla fram­gangi sem þar er og hef­ur verið á síðustu þrem­ur ára­tug­um og ekki má nú gleyma land­náms­mönn­un­um sem byggðu Hvolsvöll í upp­hafi. Ég er stolt­ur af héraðinu öllu. Rangárþing er ein­stak­lega fal­legt og þar eru fjöl­marg­ar nátt­úruperl­ur.

Ég hef ein­stak­lega gam­an af tónlist og er enn með hljóm­sveit­ar­dellu. Ég á ótrú­lega góð hljóðfæri en hljóðfær­in eru betri en eig­and­inn. Ég á til dæm­is Mart­in-gít­ar eins og Bubbi Mort­hens en er langt frá því að vera jafn­góður. Ég hef stund­um spilað fyr­ir litlu börn­in á leik­skól­an­um og þegar ég spila fyr­ir heim­il­is­fólkið á hjúkr­un­ar- og dval­ar­heim­il­inu er gjarn­an gengið um og lækkað niður í heyrn­ar­tækj­un­um ein­hverra hluta vegna,“ seg­ir Ísólf­ur og skelli­hlær. „Þú öðlast svo mikla sál­ar­ró og út­rás ef þú get­ur spilað og gleymt þér við hljóðfæraslátt, það er ofboðslega gott fyr­ir sál­ar­tetrið,“ seg­ir Ísólf­ur að lok­um um lífið.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda