Gummi kíró á sér leynihlið

Ástríðan liggur í eldamennskunni segir Gummi kíró.
Ástríðan liggur í eldamennskunni segir Gummi kíró.

Kírópraktor­inn Guðmund­ur Birk­ir Pálma­son, bet­ur þekkt­ur sem Gummi kíró, ljóstr­ar um leynda hæfi­leika í nýj­asta þætt­in­um af Töl­um um með Gumma kíró. Í þætt­in­um ræðir hann við mæðgurn­ar Mar­gréti Jónas­ar og Helgu Gabrí­elu Sig­urðardótt­ur sem báðar vinna með mat. 

Gummi seg­ist stund­um hugsa hvernig það væri að eiga fleiri en eitt líf og vinna við eitt­hvað annað. Hann væri kokk­ur í næsta lífi. 

„Ef ég væri ekki kírópraktor væri ég kokk­ur. Al­veg 100 pró­sent ég get lofað ykk­ur því. Ég væri pottþétt bú­inn að opna ein­hvern veit­ingastað. Mér finnst þetta svo skemmti­legt,“ seg­ir Gummi.

Hann lærði kírópraktors­fræðin í Svíþjóð en þá ræktaði hann mataráhug­ann vel. „Þegar ég var að læra kírópraktor­inn var ég með mat­ar­blogg sem hét The Icelandic Chef. Þá var ég á hverj­um ein­asta degi á fullu í þessu,“ viður­kenn­ir hann. 

Gummi sem er ekki bara einn vin­sæl­ast kírópraktor á land­inu og einn best klæddi maður Íslands er greini­lega töframaður í eld­hús­inu líka. Hann á það til að deila mat­reiðslunni með fylgj­end­um sín­um á In­sta­gram. Hann er til­bú­inn með mat­reiðslu­bók­ina þegar kallið kem­ur. 

„Ég er bú­inn að út­búa heila kokka­bók með mynd­um og öllu, hún er til­bú­in í prent,” seg­ir Gummi og fær hvatn­ingu frá mæðgun­um að láta verða að því að gefa bók­ina út. 

Hægt er að hlusta á hlaðvarpsþátt­inn Töl­um um með Gumma Kíró á öll­um helstu streym­isveit­um. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda