Náði að draga úr matarkostnaði um 20 prósent

Dagbjört Jónsdóttir er alltaf með fjárhagsleg markmið. Hún nýtir febrúar …
Dagbjört Jónsdóttir er alltaf með fjárhagsleg markmið. Hún nýtir febrúar til að fara í sérstakt fjárhagslegt átak. Ljósmynd/Eirikur Ingi Photography

Dag­björt Jóns­dótt­ir, lög­fræðing­ur og mann­eskj­an á bak við Fundið fé, stend­ur fyr­ir sparnaðarátak sem hún kall­ar Eyðslu­laus fe­brú­ar. Þetta er sjö­unda árið í röð sem Dag­björt spar­ar sér­stak­lega mikið í fe­brú­ar. 

„Eyðslu­laus fe­brú­ar snýst um að núllstilla alla óþarfa eyðslu. Það má þannig líkja þess­um mánuði við fjár­hags­lega föstu þar sem við lær­um að segja nei við alls kon­ar og draga úr út­gjöld­um sem ekki eru nauðsyn­leg. Það er nefni­lega hollt að segja nei við sig endr­um og sinn­um,“ seg­ir Dag­björt þegar hún er spurð út í átakið. 

„Regl­urn­ar í eyðslu­laus­um fe­brú­ar eru ein­fald­ar. Það á ekki að kaupa neinn óþarfa held­ur á að halda sig við nauðsynja­vör­ur, gera mat­arlista með áætl­un hversu mikið verður eytt – og standa við áætl­un­ina. Af því að við erum í föstu þá eru baka­rís- og skyndi­bita­heim­sókn­ir ekki leyfðar held­ur er allt keypt úr mat­vöru­búð. Skipt­ir þar engu þó þú eig­ir af­gang af áætl­un­inni þinni. Sama gild­ir um inn­leggsnót­ur og gjafa­bréf, það á ekki að nota þau þar sem til­gang­ur­inn er að „det­ox-a“ alla eyðslu sem er ekki mik­il­væg. Þú skil­grein­ir hvaða út­gjöld eru nauðsyn­leg, en út­gjöld eins og mat­ur, lyf- og lækn­is­kostnaður myndi að sjálf­sögðu falla und­ir nauðsynj­ar. Þú munt finna í byrj­un næsta mánaðar breyt­ing­ar og þú njóta þess bet­ur þegar þú pant­ar þér næst kaffi­bolla á kaffi­húsi.“

Dag­björt seg­ir að ástæðan fyr­ir eyðslu­laus­um fe­brú­ar vera þríþætt. 

„Í fyrsta lagi finn ég hvað það ger­ir mér gott að taka einn mánuð þar sem ég dreg úr allri óþarfa eyðslu. Í öðru lagi ger­ir fast­an það að verk­um að viðbótar­pen­ing­ur sit­ur eft­ir í fe­brú­ar. Ég næ því að leggja þá upp­hæð inn á ferðasjóð fjöl­skyld­unn­ar. Í þriðja lagi er þetta skemmti­legt verk­efni sem hvet­ur börn­in á heim­il­inu til að spara. Ég hef það að venju að ef það verður af­gang­ur af mataráætl­un­inni þá nýt­um við fjöl­skyld­an upp­hæðina í eitt­hvað skemmti­legt sem við ger­um síðan sam­an í mars. Í fyrra nýtt­um við af­gang­inn til að fara út að borða og í bíó. Börn læra mikið á að taka þátt í verk­efni sem þessu og er gott vega­nesti fyr­ir þau.“

Ekki hægt að ætla sér of mikið

Hvað finnst þér hafa nýst sér­stak­lega vel þegar þú ferð í eyðslu­laus­an mánuð?

„Það sem mér þykir best er að skipu­leggja vel mat­ar­inn­kaup og skrá niður öll út­gjöld viku fyr­ir viku. Í lok hverr­ar viku fer ég síðan yfir stöðuna og skoða hvað var vel gert en hvar rými er til bæt­inga.“

Er eitt­hvað sem þú hélst að væri sniðugt en var ekki?

„Að setja sér óraun­hæf­ar vænt­ing­ar um minnk­un út­gjalda er ekki væn­legt til ár­ang­urs í eyðslu­laus­um fe­brú­ar. Ekki setja þér mark­mið um að draga úr mat­ar­kostnaði um helm­ing í þess­ar fjór­ar vik­ur. Áætl­un­in og fjár­hags­lega mark­miðið þurfa að vera raun­hæf. Það þarf að vera út­hald næstu 29 daga.“

Það skiptir máli að skipuleggja matarinnkaupin vel.
Það skipt­ir máli að skipu­leggja mat­ar­inn­kaup­in vel. Ljós­mynd/​Getty ima­ges

Nú eru út­söl­ur í há­marki, er ekki sniðugt að versla á þeim?

„Vissu­lega get­ur verið gott að nýta sér góð til­boð á út­söl­um, en það þá þarf að forðast öll skyndi­kaup. Veltu því fyr­ir þér hvort að þessi inn­kaup dragi þig fjær eða færi þig nær þínum fjár­hags­legu mark­miðum. Ef þau draga þig frá mark­miði þínu og eru ekki nauðsyn­leg þá er betra að sleppa þess­um inn­kaup­um. En ef þetta er hlut­ur sem pass­ar við þitt fjár­hags­lega mark­mið og þína áætl­un, þá get­ur verið heppi­leg­ur kost­ur að nýta sér út­söl­ur.“

Hef­ur þú tekið sam­an hvað þú hef­ur sparað mikið í eyðslu­laus­um mánuðum?

„Yf­ir­leitt næ ég að draga úr mat­ar­kostnaði um um það bil 20 pró­sent í eyðslu­laus­um fe­brú­ar. Að sama skapi spar­ast all­ur kostnaður sem ann­ars hefði farið í skyndi­bita, veit­ingastaði, bakarí, bíó eða aðrar skemmt­an­ir.“

Dagbjört mælir með að spara en ætla sér ekki of …
Dag­björt mæl­ir með að spara en ætla sér ekki of mikið. mbl.is/​Eggert

Safnaði fyr­ir drauma­ferðinni 

Ertu að gera þetta til þess að safna fyr­ir ein­hverju ákveðnu?

„Ég er alltaf með ákveðið tak­mark og set mér fjár­hags­leg mark­mið. Fjár­hags­leg mark­mið eru mín hvatn­ing við að spara og vera skyn­söm með pen­ing­ana mína. Árið 2023 fór í að safna fyr­ir drauma­ferð fjöl­skyld­unn­ar til Banda­ríkj­anna og eydd­um við jól­um og ára­mót­un­um þar.“

Ef það er eitt­hvað eitt sem fólk ætti að gera, hvað er það?

„Ef ég ætti að gefa eitt gott sparnaðarráð þá er það að setja sér fjár­hags­legt mark­mið! Það hljóm­ar kannski sér­kenni­lega en vel skipu­lagt fjár­hags­legt mark­mið er und­ir­staða þess að ná ár­angri í fjár­mál­um. Þetta mark­mið verður síðan hvatn­ing­in á þínu fjár­hags­lega ferðalagi. Trúðu mér – það virk­ar,“ seg­ir Dag­björt að lok­um. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda