10 sniðugustu sparnaðarráðin í dag

Margir þurfa að glíma við tóm veski á nýju ári.
Margir þurfa að glíma við tóm veski á nýju ári. Ljósmynd/Colourbox

Það að fara vel með pen­inga snýst ekki bara um að eyða minna held­ur einnig að til­einka sér ákveðinn lífs­stíl - fá meira út úr því sem við eig­um og njóta þess sem er ókeyp­is. Hér fyr­ir neðan má sjá ráð frá fólki sem hef­ur til­einkað sér þenn­an lífs­stíl.

1. Fá til­boð í trygg­ing­ar

„Á hverju ári leita ég til­boða í trygg­ing­arn­ar. Ég hef sparað heil­miklu á því að skipta um trygg­inga­fé­lag.“ 

2. Kaupi allt á miðviku­dög­um

„Ég hef komið mér upp kerfi þar sem ég kaupi bara hluti á miðviku­dög­um. Þá á ég við hluti á borð við mat, bens­ín og annað til­fallandi. Ef mér finnst ég vanta eitt­hvað þá þarf ég að bíða til miðviku­dags. Oft­ar en ekki þá þarf ég ekki leng­ur á því að halda eða að löng­un­in er horf­in. Þannig næ ég að koma í veg fyr­ir óþarfa eyðslu.“

3. Borðaðu það sem er til

„Borðaðu það sem er til í ís­skápn­um eða skúff­un­um. Marg­ir eru hissa hvað þeir ná mörg­um máltíðum út úr því sem leyn­ist heima. Svo er gott að setja af­ganga og mat­ar­leif­ar í litla nest­is­poka og fyrsta. Af­sk­urðum af græn­meti má t.d. safna sam­an yfir lang­an tíma og áður en maður veit af er maður kom­inn með grunn í súpu eða seyði.“

4. Taktu til á sam­fé­lags­miðlum

„Reyndu að vera meðvitaður um þá sem þú fylg­ir á sam­fé­lags­miðlum. Maður ætti til dæm­is að hætta að fylgj­ast með þeim sem eru að spreða eða lifa hátt. Svo er sniðugt að fylgja þeim sem kenna manni að versla rétt.“

5. Reyndu að gefa gömlu nýtt líf

„Það skipt­ir miklu máli að nota það sem maður á og njóta þess. Þetta er spurn­ing um hug­ar­far og þá þarf maður ekki að kaupa sér jafn­mikið ef maður er sátt­ur við það sem maður á.“

6. Gerðu við það sem hægt er

„Ég átti bak­poka sem var rif­inn og ég gat gert við hann sjálf. Það var mjög gott og ég þurfti þá ekki að fara út í búð og kaupa mér nýj­an. Þá er hægt að finna mynd­bönd á Youtu­be um nán­ast allt milli him­ins og jarðar. Ef eitt­hvað bil­ar þá reyn­ir maður fyrst að læra að gera við það í gegn­um Youtu­be.“

7. Vör­ur á til­boði í mat­vöru­búðum

„Gott er að hafa aug­un opin fyr­ir til­boðsrekk­um í mat­vöru­búðum. Oft er hægt að finna eitt­hvað sem fer að nálg­ast síðasta sölu­dag en er samt al­veg í góðu lagi að borða. Þá er hægt að kaupa það til að fyrsta.“

8. Farðu á bóka­safn

„Á bóka­söfn­um má finna allt milli him­ins og jarðar eins og t.d. bæk­ur, púsl, DVD og aðra afþrey­ingu. Svo eru oft skemmti­leg­ir viðburðir á bóka­söfn­um.“

9. Get ég keypt þetta seinna?

„Spurðu þig alltaf „get ég keypt þetta seinna?“ Það að fresta ein­hverju minnk­ar löng­un­ina til mik­illa muna. Það að gefa sér góðan tíma í að ákveða kaup eyk­ur líka lík­urn­ar á að maður leiti frek­ari til­boða og finni út hvar hag­stæðast sé að kaupa hlut­inn.“

10. Finna sér fé­laga í sparnaði

„Það er frá­bært ef maður get­ur verið í fé­lags­skapi með ein­hverj­um sem deil­ir sömu mark­miðum þegar kem­ur að því að spara. Það er næst­um ómögu­legt að spara ef mak­inn er ekki sama sinn­is. Hafðu þetta í huga ef þú skyld­ir vera í maka­leit.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda