Frumkvöðull sem hóf starfsferilinn 39 ára og hætti 61 árs

Hjördís Gísladóttir var alltaf staðráðin í að gefa sér tíma …
Hjördís Gísladóttir var alltaf staðráðin í að gefa sér tíma fyrir börnin og dýrin þegar hún byrjaði að vinna. mbl.is/Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir

At­hafna­kon­una Hjör­dísi Gísla­dótt­ur þekkja ef­laust marg­ir en hún stofnaði og rak vin­sæla græn­met­isstaðinn Græn­an kost í yfir 15 ár ásamt Sól­veigu Ei­ríks­dótt­ur. Hjör­dís er kom­in af létt­asta skeiði en hún mun fagna 77 ára af­mæli sínu í mars á þessu ári.

Hjör­dís er þó langt frá því sitja auðum hönd­um enda hraust og hress að eig­in sögn. Morg­un­blaðið heim­sótti hana í hest­húsið henn­ar í Víðidal á dög­un­um þar sem hún var í óðaönn að und­ir­búa hest­ana fyr­ir vet­ur­inn en hún eld­ist einkar vel enda alltaf á fullu. Hjör­dís á Græn­um kosti að þakka að hún gat hætt snemma að vinna en hver er þessi sniðuga kona og hver er gald­ur­inn á bak við heil­brigðan lík­ama og sál?

Byggði ein­býli í Garðabæn­um 19 ára á víxl­um

Form­lega mennt­un aðra en gagn­fræðapróf hlaut Hjör­dís ekki þar sem hún byrjaði snemma að eign­ast börn og stofna heim­ili eins og var al­gengt þegar hún var ung. „Því miður fór ég ekki mennta­veg­inn en ég varð ófrísk 18 ára og gifti mig 19. Þá var nú lítið um það að hægt væri að fara í nám með barneign­um og lítið um barnapöss­un. Við fór­um bara að byggja ein­býl­is­hús í Garðabæn­um, það var nú bara ekk­ert minna í þá daga,“ seg­ir hún glett­in. „Það var svo mik­il verðbólga á þess­um tíma að maður gat bara enda­laust verið að fá víxla, þeir bara fuðruðu upp það var svo mik­il verðbólga. Við hent­um smá­veg­is aur inn á þá og svo bara borguðum við þá upp í bank­an­um. Marg­ir öf­unda okk­ar kyn­slóð af þess­um tíma, verðtrygg­ing­in var ekki til þarna. Þannig gát­um við auðveld­lega byggt þetta litla hús sem var 150 fer­metr­ar. Við höfðum það bara mjög gott, maður­inn minn var flugmaður og við átt­um þrjú börn sam­an.“ 

Heima­vinn­andi hús­móðir til 39 ára

Þegar Hjör­dís var 39 ára gekk hún í gegn­um erfiðar breyt­ing­ar en þá skildi hún við eig­in­mann sinn til 20 ára. „Þegar þarna var komið hafði ég alltaf verið heima­vinn­andi hús­móðir með þrjú börn, þau fóru aldrei á leik­skóla held­ur léku sér bara úti í móa enda var Garðabær á þess­um tíma eins og lítið þorp.“ Hún bæt­ir við að börn­in hafi leikið laus­um hala úti all­an dag­inn og það tel­ur hún hafa verið besta leik­skól­ann. „Ég stóð frammi fyr­ir því að þurfa að fara að vinna fyr­ir mér og börn­un­um en ég hélt öllu sem var lif­andi, börn­un­um, hest­un­um og hund­in­um. Þetta var erfiður tími, en svona var þetta bara. Ég ákvað að fara að vinna á skrif­stofu enda ágæt­lega fær í slíka vinnu. Ég var með gagn­fræðapróf sem var vel metið á þess­um tíma. Auk þess var ég líka svo lán­söm að hafa náð, áður en ég fór að eiga börn­in, að fara í skóla á Englandi í nokkra mánuði til að læra ensku og einnig lærði ég dönsku í Dan­mörku. Þessi þekk­ing kom sér vel þegar ég fór út á vinnu­markaðinn.“

Hjördís og Sólveig Eiríksdóttir tóku töluverða áhættu þegar þær fóru …
Hjör­dís og Sól­veig Ei­ríks­dótt­ir tóku tölu­verða áhættu þegar þær fóru af stað með Græn­an kost. mbl.is/​Hanna Ingi­björg Arn­ars­dótt­ir

Hét því að vinna aldrei til fimm á dag­inn og stóð við það

Fyrsta vinn­an sem Hjör­dís fékk var á skrif­stofu en þá setti hún það skil­yrði að vinna ekki nema til þrjú því hún vildi geta átt gott líf með börn­un­um sín­um og dýr­um. Hún seg­ist hafa reiknað út að ef hún hefði unnið meira þá myndi hún bara borga meiri skatt. „Ég hét því að ég ætlaði aldrei að vinna til fimm á dag­inn. Ég hafði líka komið ágæt­lega út úr skilnaðinum þar sem við átt­um þetta hús í Garðabæn­um og gat keypt mér lítið raðhús þar sem ég hafði pláss fyr­ir börn­in og hund­inn. Ég fór að vinna hjá tíma­rita­út­gáf­unni Frjálsu fram­taki þar sem ég sá um áskrift­ir en strax þarna gekk ég alltaf með þann draum í mag­an­um að stofna mitt eigið fyr­ir­tæki.“

Réð Sollu Ei­ríks­dótt­ur sem kokk í Nátt­úru­lækn­inga­fé­lagið

Eft­ir u.þ.b. 5 ár hjá blaðaút­gáf­unni Frjálsu fram­taki færði Hjör­dís sig yfir til Nátt­úru­lækn­inga­fé­lags Íslands og var boðið að sjá um að halda utan um allt nám­skeiðahald í Heilsu­skól­an­um sem var rek­inn á veg­um fé­lags­ins. „Á þess­um tíma var verið að hvetja al­menn­ing til að hreyfa sig og borða meira græn­meti. Ég fann strax hvað það var mik­ill áhugi á heilsu og hollu mataræði. Það var í mín­um verka­hring að ráða inn fólk til að halda nám­skeið, ég réð til dæm­is inn hjúkr­un­ar­fræðing sem sá um stafagöng­ur í Öskju­hlíðinni, auk þess þurfti ég að ráða góða mat­reiðslu­menn til að elda fín­an græn­met­is­mat. Þarna réð ég Sól­veigu Ei­ríks­dótt­ur til mín sem kokk og við kynnt­umst.“ 

Þótti ekki boðlegt að taka út mjólk­ur­vör­ur og kjöt og fisk

Nám­skeiðin seg­ir Hjör­dís hafa gengið mjög vel og þau hafi verið vel sótt. „Ég sá al­ger­lega um bók­haldið og það var rekstr­araf­gang­ur af Heilsu­skól­an­um. Síðan voru ráðnir inn nær­ing­ar­fræðing­ar sem bentu stjórn Nátt­úru­lækn­inga­fé­lags­ins á að það væri kannski ekki al­veg boðlegt að taka út mjólk­ur­vör­ur og kjöt og fisk, það væri ekki í takt við stefnu fé­lags­ins. Í kjöl­farið var ákveðið að leggja nám­skeiðin niður, ég varð al­veg rosa­lega leið yfir þessu því ég var virki­lega ánægð þarna, var með eig­in skrif­stofu, fullt af fólki í kring­um mig og það voru u.þ.b. 200 manns á biðlista til að kom­ast á nám­skeiðin.“ Í fram­hald­inu hafi hún og Solla ákveðið að halda áfram með nám­skeiðin og bjóða öllu þessu fólki sem var á biðlista upp á fræðslu varðandi græn­met­is­fæði og heilsu. „Við tók­um þetta bara, fund­um okk­ur hús­næði og héld­um nám­skeiðin í tvö ár.“

Þegar Hjördís seldi fór hún að njóta afraksturs vinnu sinnar.
Þegar Hjör­dís seldi fór hún að njóta afrakst­urs vinnu sinn­ar. mbl.is/​Hanna Ingi­björg Arn­ars­dótt­ir

Veðsetti húsið til að gera Græn­an kost að veru­leika en þurfti að verja það

Hjör­dís seg­ir að þá hafi þær ákveðið að fjár­festa í hús­næðinu á Skóla­vörðustíg þar sem Grænn kost­ur var starf­rækt­ur í 20 ár. „Mörg­um fannst ég vera frek­ar djörf að vera að fara út í þess­ar fjár­fest­ing­ar en ég var al­veg ákveðin, þetta vildi ég gera. Ég veðsetti bara húsið mitt og tók lán, Solla átti ekki hús til að taka veð í svo hún tók veð í mínu,“ bæt­ir hún við og seg­ir að sum­um hafi fund­ist hún vera að taka áhættu en hún benti á að þetta væri fjár­fest­ing sem hefði held­ur bet­ur borgað sig. „Þegar við keypt­um þetta pínu­lita hús­næði þá var það ein­göngu hugsað til að vera með nám­skeið og í raun var það allt of lítið fyr­ir nám­skeiðahald. Við lent­um svo enda­laust í því að fólk var að banka upp á og vildi bara fá að kaupa hjá okk­ur mat. Kúnn­arn­ir ráða alltaf öllu á end­an­um.“ Hún bæt­ir við að Guðjón Bjarna­son, arki­tekt staðar­ins, hafi bent henni á að raða ekki upp borðunum inni á staðnum, því kúnn­arn­ir myndu færa þau eft­ir sínu höfði. Einnig væru það þeir sem myndu ákveða hvenær hún ætti að opna og loka staðnum. „Ég trúði þessu ekki en svona er þetta nú samt.“

Var ákveðin í að hafa þetta ekki í hippa­graslegt

Þegar þær voru að inn­rétta hús­næðið sem veit­ingastað seg­ist Hjör­dís hafa verið ákveðin í því að hafa hönn­un­ina smart og nú­tíma­lega. „Ég sagði við Sollu að ég vildi ekki að okk­ar staður væri ein­hver hippa­grasstaður. Þetta átti að vera smart og þetta átti að vera „take away“-staður líka. Við fór­um sam­an til London að skoða veit­ingastaði og sækja okk­ur hug­mynd­ir fyr­ir veit­ingastaðinn Græn­an kost sem við opnuðum árið 1995 og rák­um sam­an far­sæl­lega til árs­ins 2004 en þá keypti ég Sollu út. Fleiri kokk­ar höfðu starfað með okk­ur sem héldu áfram og ég rak staðinn ein til 2008. Mér fannst frá­bært að halda áfram og gera þetta ein. Þá blómstraði ég eig­in­lega enn meira því mér finnst gam­an að ráða,“ skýt­ur hún inn í og seg­ir að sér finn­ist gam­an að ráða öllu. „Ég naut frels­is­ins og setti inn nýja rétti og tók út aðra sem ég var lítið hrif­in af. En svo fannst mér bind­ing­in erfið, það er að segja að það var eng­inn ann­ar eig­andi til að stýra eða leysa mig af þegar ég fór til dæm­is í ferðalög og þarna var líka byrja að kreppa að í sam­fé­lag­inu. Eft­ir að hafa rekið veit­ingastaðinn ein í um fjög­ur ár ákvað ég að selja bæði fyr­ir­tækið og hús­næðið.“ 

Seldi vel rétt fyr­ir hrun

Hjör­dís seg­ist hafa verið hepp­in því hún seldi í fe­brú­ar hið fræga hru­nár, 2008. „Ég var í raun mjög hepp­in, ég átti fyr­ir­tækið ein og fékk mjög gott verð, fékk traust­an kaup­anda og var búin að fá allt greitt áður en hrunið skall á. Þegar ég var búin að selja fór ég í raun ekki að gera neitt sér­stakt, kannski var það samt of snemmt. Ég fór reynd­ar svo aðeins að vinna með Sollu aft­ur, þá var hún búin að opna Gló.“ Hún bæt­ir við að þær hafi alltaf verið mikl­ar vin­kon­ur og góðar sam­starfs­kon­ur. „Mér hef­ur alltaf þótt mjög vænt um Sollu, við hefðum aldrei getað gert neitt hvor í sínu í lagi á þess­um tíma. Ég sagði oft við hana að hún væri svo hug­mynda­rík, frjó og voguð. Ég kallaði hana meira að segja stund­um Veigu voguðu, hún þorði að prufa og gera og græja. Stund­um lýsti ég sam­bandi okk­ar þannig að hún væri blautt sápustykki sem mín­ar hend­ur næðu ekki al­veg að halda utan um.“

Ekki pína ykkur segir Hjördís sem er alæta og stundar …
Ekki pína ykk­ur seg­ir Hjör­dís sem er alæta og stund­ar þá hreyf­ingu sem henni finnst skemmti­leg. mbl.is/​Hanna Ingi­björg Arn­ars­dótt­ir

Hest­arn­ir halda henni í formi og gefa henni mikið

Þegar hún seldi rekst­ur­inn var hún ekki nema 61 árs og fór þá að njóta afrakst­urs vinnu sinn­ar. „Ég hafði keypt mér lít­inn sum­ar­bú­stað í Gríms­nes­inu árið 2000 sem var á 6 hekt­ara lóð og þar gat ég haft hest­ana mína. En ég er búin að vera í hest­um frá því ég var rúm­lega þrítug, þá fór ég á nám­skeið og fékk bakt­erí­una. Ég keypti minn fyrsta hest raun­ar á nám­skeiðinu og hef eig­in­lega alltaf átt 3-4 hesta þar til núna, en ég á tvo. Hest­arn­ir hafa haldið mér í formi og gefið mér gríðarlega mikið alla tíð. Í gegn­um þá hef ég kynnst land­inu meira enda verið dug­leg að fara í sum­ar­ferðalög ríðandi og það er ein­stak­lega gef­andi, bæði fyr­ir lík­ama og sál. Þetta er líka ákveðinn lífs­stíll, eitt­hvað sem maður þarf að sinna all­an árs­ins hring. Það er mik­il hreyf­ing og úti­vera sem fylg­ir hesta­stúss­inu og líka áskor­un, maður þarf alltaf að fá sér núm­eri stærri hest held­ur en þann sem maður er orðinn van­ur. Þegar ég var á fyrsta nám­skeiðinu hélt ég að ég myndi aldrei þora út úr skemm­unni,“ seg­ir hún bros­andi. „Ég hef líka verið hepp­in með hest­ana mína, sum­ir þeirra hafa til dæm­is kom­ist inn á Lands­mót.“

Fé­lags­skap­ur­inn ekki síður mik­il­væg­ur

Hesta­mennsk­an held­ur Hjör­dísi greini­lega í góðu formi en hún seg­ir að fé­lags­skap­ur­inn í kring­um hesta­mennsk­una sé líka mik­ill. „Ég er í fé­lags­skap sem heit­ir Skalla­grím­ur og sam­an­stend­ur af níu kon­um sem all­ar eru í hest­un­um. Við höf­um haft það fyr­ir reglu í mörg ár að við keyr­um með hest­ana okk­ar út á land í kerr­um þangað sem við ætl­um að fara í hesta­ferðalag. Iðulega leigj­um við okk­ur bú­stað sam­an til að gista í eða erum í bú­stað hver hjá ann­arri. Við ríðum svo út frá gististöðunum, enda mikið af skemmti­leg­um reiðleiðum víða á land­inu.“ 

Hef­ur farið til Pak­ist­an og Balí

Í kring­um árið 2000 kynnt­ist Hjör­dís öðrum manni sem deil­ir hesta­áhug­an­um með henni og sam­an hafa þau ferðast tölu­vert. „Okk­ur finnst mjög gam­an að ferðast þótt mér finn­ist samt hvergi eins gott að vera og hér heima. Ég nýt þess mest nú orðið að fara í borg­ar­ferðir hér í Evr­ópu og best ef þær eru með ein­hverju þema eins og arki­tekt­úr. Ég hef mik­inn áhuga á fal­leg­um bygg­ing­um og list­um svo fátt eitt sé nefnt. En ég hef líka komið á fjar­læg­ar slóðir, ég fór til dæm­is til Lahor í Pak­ist­an fyr­ir mörg­um árum, það var veru­lega áhuga­vert. Í fyrra fór ég til Bali í þrjár vik­ur sem var ein­stakt en best finnst mér að vera í út­lönd­um í svona tvær vik­ur í senn. Ferðalög gera mikið fyr­ir sál­ina og and­legu hliðina.“

Æfir badm­int­on með kon­um yfir átt­rætt og þarf að hafa sig alla við

Þrátt fyr­ir að hafa hætt að vinna frem­ur snemma þá seg­ir Hjör­dís að hún hafi alla tíð haft nóg fyr­ir stafni. „Við fór­um að sinna sum­ar­bú­staðnum sem ég hafði keypt árið 2000 af kappi, feng­um heitt vatn, sett­um pott og grisjuðum mikið. Nú og svo hef ég stundað badm­int­on frá því ég var tutt­ugu og átta ára göm­ul. Ég hjálpaði til við að setja TBR-höll­ina í stand á sín­um tíma, málaði og fleira. Um tíma æfði ég meira að segja með ung­ling­un­um,“ bæt­ir hún glott­andi við. „Ég stunda badm­int­on enn í dag með nokkr­um kon­um sem eru all­ar komn­ar yfir átt­rætt og í fanta­formi. Þær eru svo góðar að ég hef þurft að koma mér í enn betra form til að halda í við þær og það hef ég gert með því að synda skriðsund í svona 15-20 mín­út­ur á dag.“

Brýnt að halda heil­an­um í æf­ingu

Hjör­dís seg­ir einnig að hún hafi dottið inn í mjög skemmti­leg­an bóka­klúbb fyr­ir u.þ.b. tíu árum. „Það hef­ur gefið mér gríðarlega mikið að vera í þess­um bóka­klúbbi en hann er þannig að við les­um eina bók í mánuði og svo hitt­umst við til að ræða inni­haldið. Það er mjög örv­andi og góð heila­leik­fimi auk þess að vera frá­bær fé­lags­skap­ur. Þess­ar kon­ur voru bún­ar að starf­rækja þenn­an klúbb í tugi ára áður en ég datt inn í þetta, virki­lega nær­andi og hollt.“

Mik­il­væg­ast að gera allt í hófi og hafa gam­an

Hjör­dís er góð fyr­ir­mynd fyr­ir fólk á sín­um aldri, auk þess veit hún sitt lítið af hvoru um heilsu og mataræði. Það verður þess vegna ekki hjá því kom­ist að spyrja hana hvað hún ráðleggi fólki á öll­um aldri að hafa í huga þegar kem­ur að því að eld­ast vel. „Mér finnst mjög mik­il­vægt að gera bara allt en í hófi og forðast all­ar öfg­ar. Ég er til dæm­is alæta, borða bæði kjöt og fisk en með aldr­in­um hef­ur til­hneig­ing mín verið að borða létt­ari mat, meira græn­meti og fisk til dæm­is. Þetta á líka við um hreyf­ing­una, það ætti eng­inn að vera að pína sig í eitt­hvað rosa­legt held­ur stunda íþrótt­ir eða aðra hreyf­ingu sem fólk hef­ur virki­lega gam­an af og hlakk­ar til að fara í. Vera í ein­hverju þar sem hluti af hreyf­ing­unni er til dæm­is fé­lags­skap­ur­inn. Ekki pína ykk­ur held­ur gerið það sem þið elskið.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda