Marsspá Siggu Kling er lent

Marsspá Siggu Kling er komin í loftið.
Marsspá Siggu Kling er komin í loftið. Ljósmynd/Kári Sverriss

Spá­kon­an Sigga Kling er kom­in með fun­heita stjörnu­spá fyr­ir mars­mánuð. Mars verður áhuga­verður fyr­ir marg­ar sak­ir. Kannski skipt­ir hrút­ur­inn um vinnu? Mun nautið elska of heitt og nær tví­bur­inn að losa sig við af­komu­kvíðann? 

Breyt­ing­ar í kort­un­um!

Hrút­ur­inn er frá 21. mars til 19. apríl.

Elsku Hrút­ur­inn minn, Þú átt eft­ir að vera í svo góðri orku og sterk­um krafti þenn­an mánuðinn svo það er al­veg sama hvað mæt­ir þér, þú ferð í gegn­um það.

Það eru samt breyt­ing­ar í kort­un­um, nýir mögu­leik­ar í sam­bandi við hvernig þú vilt gera hlut­ina, í sam­bandi við vinnu, skóla eða til­finn­ing­ar. Þú ert bú­inn að vera að breyta um aðferðir, eina og eina í senn og það er eins og þú finn­ir lyk­il­inn til að leysa þau vanda­mál sem eru að birt­ast.

Í þér býr svo sterk­ur leiðtogi og þú ert á hraðferð inn í þann tíma þar sem þú sérð hvað þú ert fær um. Þú ferð að virkja lík­ama þinn bet­ur, hugs­ar meira um hvernig þú ætl­ar að líta út og verður ánægðari með þig, þar af leiðandi.

Lesa meira

Þegar þú elsk­ar, þá elsk­ar þú svo heitt

Nautið er frá 20. apríl til 20. maí.

Elsku Nautið mitt, nú á þrjósk­an eft­ir að koma sér vel. Þú ferð áfram hvort sem þú get­ur það eða ekki.

Þú legg­ur allt þitt und­ir til að ná tak­mark­inu og þó að þú haf­ir verið þreytt und­an­farið er eins og þú rís­ir upp eins og eng­inn sé morg­undag­ur­inn. Þú ert eitt­hvað svo sárt út í vin eða vin­konu en láttu það nú ekki draga úr þér aflið og lokaðu ekki á neinn nema þú ætl­ir að gera það til lang­frama.

Þegar þú elsk­ar, þá elsk­ar þú svo heitt og það er erfitt fyr­ir þig, ef ást­in hef­ur brotnað í fortíðinni, að treysta því að það verði í lagi þegar þú finn­ur þá til­finn­ingu aft­ur. Þú ert svo heiðarlegt og þar af leiðandi áttu erfitt með að setja þig í spor þeirra sem að standa ekki við það sem þau segja og fara á bak við þig. Það væri best að þú gleymd­ir hinu gamla svo það nýja fæðist fyrr. Skýr­ar skoðanir þínar gætu komið þér í vanda svo að það er gott fyr­ir þig að vera ekk­ert að reyna að hafa rétt fyr­ir þér í öllu þó að þínar skoðanir séu sann­leik­ur þá eru ekki all­ir sem vilja hlusta á það.

Lesa meira 

Það verður merki­legt ferðalag hjá þér

Tví­bur­inn er frá 21. maí til 20. júní.

Elsku Tví­bur­inn minn, guði sé lof fyr­ir það að sum­arið sé að fær­ast nær þér. Þú ertað vakna úr dvala eða svo­litl­um þunga og finn­ur kraft­inn streyma um æðakerfi þitt.

Þú þarft ekki að vera með af­komu­kvíða eða hræðslu gagn­vart því að þú bjarg­ir ekki mál­un­um í pen­inga­legu sam­hengi en það er samt gott fyr­ir þig að setja þig í sam­band við þá sem þú þarft að gera upp við því það létt­ir hjart­slátt­inn og gef­ur þér kraft­inn.

Tal­an 5 er tengd inn í stjörnu­merki þitt og það er hún sem er visst hreyfiafl sem á eft­ir að koma þér í gír­inn til að finna þær lausn­ir sem þig vant­ar inn í lífs­veg­inn. Það verður merki­legt ferðalag hjá þér hvort sem að það er langt eða stutt því að þú átt eft­ir að hitta ein­hvern sem breyt­ir mörgu í lífi þínu eða fá hug­mynd um hvernig þú get­ur búið til skemmti­legri nót­ur og þar af leiðandi spilað betri lög.

Lesa meira

Í ást­inni gef­ur þú svo mikið

Krabb­inn er frá 21. júní til 22. júlí.

Elsku Krabb­inn minn, eins og þú ert dá­sam­leg­ur, lit­rík­ur og lif­andi þá dett­ur þú í að vera öskureiður yfir órétt­læti al­heims­ins og yfir svo mörgu. Ekki setja mikla orku í þetta því þú gæt­ir fest þig í ein­hverj­um leiðind­um sem er ómögu­legt að leysa.

Það er kraft­ur í kring­um kom­andi tíma og þú verður svo sann­ar­lega hissa á því hvað þú get­ur. Það er hægt að kalla þig ráðagóða ró­bót­inn því þú hef­ur svar við flestu og fólk leit­ar til þín með ótrú­leg­ustu spurn­ing­ar. Þú ert líka fyrst­ur á staðinn ef ein­hver biður um hjálp. Þú hef­ur verið staðfast­ur í  hug­sjón um hvað þú vilt fá út úr líf­inu og margt af því er svo sann­ar­lega að ræt­ast.

Lesa meira

Vertu staðfast í að trúa og treysta

Ljónið er frá 23. júlí til 22. ág­úst.

Elsku Ljónið mitt, það er tölu­verð óþol­in­mæði í kring­um þig og þér finnst ekki nóg vera að hreyf­ast í rétta átt en það er svo sann­ar­lega að gera það. Þú ert með fal­legu töl­una 7 yfir merk­inu þínu og það gef­ur þér and­lega vakn­ingu og aðra sýn á lífið.

Það er svo margt sem þú þarft að skoða bet­ur í kring­um þig því að í hug­an­um þínum og sál eru svör­in sem þú ert að leita að. Þú þarft ekki að breyta svo miklu, t.d. flytja eða skipta um vinnu, því stór­felld­ar breyt­ing­ar munu ekki henta þér núna.

Vertu staðfast í að trúa og treysta, þá færðu svör­in í gullpakka til þín. Það er svo merki­leg vinátta að efl­ast hvort sem að það teng­ist nú­inu eða er úr fortíðinni.

Lesa meira

Þú ert að stækka á ein­hverju sviði

Meyj­an er frá 23. ág­úst til 22. sept­em­ber.

Elsku Meyj­an mín, þó að þér finn­ist eitt­hvað vera að draga aft­ur að þér og lífið ekki ná­kvæm­lega að leika við þig eins og þú hef­ur teiknað það upp, þá þarftu að sýna hug­rekki í því sem þú vilt skipta út úr lífs­form­inu þínu og breyta, því ef að þú ger­ir það ekki sjálf þá verður ekk­ert úr þess­um breyt­ing­um.

Taktu því áhættu með sjálfa þig og það sem þú vilt. Það er svo merki­legt að ef að maður vill t.d. losna úr sam­bandi við vin eða ást­vin sem manni finnst jafn­vel vera bú­inn að leika sig grátt, taka frá manni orku eða henta manni ekki, þá verður maður fyrst í hug­an­um að þakka fyr­ir vinátt­una eða sam­bandið, þakka allt það sem þessi per­sóna hef­ur fært manni en svo þarf að segja; „en nú máttu fara“. Þá horf­ir þú á eft­ir þeim sem á við í þessu til­viki labba í burtu og verða að engu.

Þannig losn­ar þú út úr þess­um tengsl­um og hef­ur styrk til að loka. Varðandi heim­ili eða vinnu þá þarftu líka að muna að þakka fyr­ir heim­ilið og vinn­una, setja góða orku þar í kring og segja að nú sé þetta hús eða heim­ili til­búið að fá nýj­an eig­anda eða vinn­an nýj­an starfs­mann.

Lesa meira

Láttu fortíðina lönd og leið

Vog­in er frá 23. sept­em­ber til 22. októ­ber.

Elsku Vog­in mín, þú ert búin að vera að hreinsa svo mikið til í lífi þínu og í kring­um þig en þú átt það til að flækj­ast og lenda í annarra manna drama og læt­ur það flækj­ast fyr­ir þínum til­finn­ing­um og því sem þú vilt gera.

Það er svo sterkt í þér það element að segja já ef þú ert beðin um eitt­hvað. Taktu vel eft­ir, það er mik­il­vægt að þú stand­ir sterk og úti­lok­ir að flækj­ast  of mikið inn í erfiðleika annarra nema að því marki sem nauðsyn­legt er.

Þú hef­ur hug­ar­far snill­ings en hætt­ir samt til að vera ann­ars hug­ar. Þetta er líka tengt eðli þínu, þú ert bæði ástríðufull og um­hyggju­söm en kannski væri gott að hafa meira sjálfs­dek­ur í eðli þínu, það væri ekki verra.

Lesa meira

Það er ekk­ert í líf­inu sem að þú get­ur ekki

Sporðdrek­inn er frá 23. októ­ber til 21. nóv­em­ber.

Elsku Sporðdrek­inn minn, þér hef­ur fund­ist að hurðir í kring­um þig væru að opn­ast og lokast, önn­ur hurðin er tengd ham­ingj­unni en hin tengd ókyrrð.

Þess­ir mánuðir sem þú ert að fara inn í núna hafa ham­ingju­h­urðina alltaf opna þó að stund­um sé bara rifa á henni. Ekki vor­kenna þér út af neinu því það að vor­kenna sér skap­ar vanda­mála­ver­öld. Þú hef­ur sterka hæfi­leika til að fljúga hærra en flest­ir en finnst oft að þú nenn­ir því ekki eða elsk­ar hell­is­bú­ann sem býr líka í þér.

Flutn­ing­ar, til­færsla í vinnu með já­kvæðri orku, meiri kraft­ur í lík­ama og sterk og skýr hugs­un er að mæta þér. Góðir dag­ar í þess­um mánuði eru upp úr 10. mars og mjög merki­legt tíma­bil í kring­um 29. mars og 11. apríl.

Lesa meira

Þú skalt leika þér meira

Bogmaður­inn er frá 22. nóv­em­ber til 21. des­em­ber.

Elsku Bogmaður­inn minn, það eru svo marg­ir sem reiða sig á þig og treysta þér en það er erfitt að gera öll­um til geðs og bara hrein­lega ekki hægt því að þá hætt­ir þú að vera þú sjálf­ur.

Þú verður eitt­hvað svo skipu­lagður og nærð ótrú­lega góðu jafn­vægi milli vinnu, vináttu og ást­ar. Þér er gefið í vöggu­gjöf bæði klassi og stíll sem er svo sann­ar­lega þinn eig­in. Hjá þínu merki er tal­an 11 sem er masterstala, hún er tengd við að vera hepp­inn með orð og pen­inga­lega er hún besta tal­an.

Þú græðir á verk­efni eða viðskipt­um eða því sem þú ger­ir eða átt eft­ir að gera, það er eins og þú finn­ir lykt­ina af rétt­um hlut­um í sam­bandi við fjár­mál­in. Fólk í kring­um þig á ekki eft­ir að skilja í því hvernig þú ferð að því að geta og gera það sem þú vilt svo þú gæt­ir lent í skemmti­legu slúðri sem þú ætt­ir bara að hlægja að.

Lesa meira

Þú þarf að núllstilla ork­una

Stein­geit­in er frá 22. des­em­ber til 19. janú­ar.

Elsku Stein­geit­in mín, þér finnst að það sé verið að klukka þig úr öll­um átt­um. Biðja þig um að redda þessu og hinu, þurfa að skila öllu þínu 250%. Þú þarft að afstilla þessa hálf­gerðu ringul­reið í kring­um þig og standa bet­ur með þér svo þú get­ir gefið þér tíma til að end­ur­nýja lík­ama og sál eða læra að núllstilla ork­una.

Þessi mánuður fær­ir þér gjaf­ir fyr­ir and­ann þinn og huga og gef­ur þér mögu­leika á að styrkja all­ar ein­ing­ar þínar, þá meðtalið fjöl­skyldu og ástar­sam­bönd. Þetta gef­ur þér líka skýr­ari svör um á hvaða leið þú ert og hver þú vilt vera.

Þú átt að skapa þinn karakt­er eins og þú mynd­ir byggja upp fyr­ir­tæki, hver er grunn­ur­inn, hver eru mark­miðin og hvaða mögu­leika get­ur þú nýtt þér? Við erum nefni­lega okk­ar stærsta fyr­ir­tæki. Það þarf að hafa skýra sýn á hvað fyr­ir­tækið vill verða þegar það stækk­ar.

Lesa meira

Það er svo skap­andi orka að fæðast

Vatns­ber­inn er frá 20. janú­ar til 18. fe­brú­ar.

Elsku Vatns­ber­inn minn, þú ert svo skemmti­lega hugs­andi týpa og eyðir mikl­um tíma í að spá í lífið og til­ver­una. Þú ert alltaf að gera þér far um að verða betri mann­eskja.

Hin dá­sam­lega tala 1 er yfir merk­inu þínu núna og þetta árið en hún tákn­ar nýtt upp­haf í öll­um mögu­leg­um þátt­um í kring­um þig. Þú finn­ur að þú verður sátt­ari og sátt­ari með til­ver­una og það er eins og þú haf­ir töfra­sprota og get­ir hrein­lega galdrað þegar þú þarft.

Þetta er líka tákn þess að vera sterk fyr­ir­mynd en ekki að bíða eft­ir því að ein­hvern ann­ar geri hlut­ina sem þig vant­ar að láta gera því að þú þarft sjálf­ur að fara í mál­in og sjá til þess að klára þau.

Lesa meira

Þetta er töfr­andi tíma­bil

Fisk­ur­inn er frá 19. fe­brú­ar til 20. mars.

Elsku Fisk­ur­inn minn, það afl sem hvíl­ir mest yfir þér er ímynd­un­ar­afl sem send­ir þig annað hvort til hel­vít­is á nokkr­um sek­únd­um eða gef­ur þér himna­ríki eins og þú sérð það fyr­ir þér.

Það er sér­stak­lega fal­leg orka yfir þess­um mánuði. Það redd­ast allt en jafn­vel ekki fyrr en á síðustu stundu og það er ekki þitt upp­á­halds. Þessi kraft­ur er líka að gefa þér svo mikla inn­spýt­ingu til að þú far­ir að drífa þig að klára það helsta sem þú þarft að gera.

Þú mátt sýna mikið traust til þeirra sem eru að hjálpa þér eða vinna fyr­ir þig á ein­hvern máta því að það eru svo miklu fleiri hliðholl­ir þér og elska þig að þú get­ur ekki gert þér grein fyr­ir því. Þú horf­ir á ör­lög þín með aug­um sál­fræðings­ins og hef­ur djúp­an og næm­an skiln­ing á þeim sem að eiga bágt.

Lesa meira

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda