„Á þessum páskum er friður mér efst í huga“

Elínborg Sturludóttir er prestur við Dómkirkjuna í Reykjavík.
Elínborg Sturludóttir er prestur við Dómkirkjuna í Reykjavík. mbl.is/Kristinn Magnússon

El­ín­borg Sturlu­dótt­ir, prest­ur við Dóm­kirkj­una í Reykja­vík, seg­ir pásk­ana vera allra besta tíma árs­ins. Hún ætl­ar að kaupa upp­á­halds­súkkulaði fyr­ir pásk­ana en hún hef­ur neitað sér um súkkulaði og sæl­gæti síðan á ösku­dag.

Hvaða þýðingu hafa pásk­arn­ir fyr­ir þig?

„Pásk­arn­ir eru sig­ur­hátíð. Ljósið sigr­ar myrkrið, vet­ur vík­ur fyr­ir vori og lífið sigr­ar dauðann. Allt þetta er tjáð í gleðidög­um kirkj­unn­ar sem hefjast á pásk­um. Per­sónu­lega finnst mér þetta besti tími árs­ins þegar við horf­um fram til bjartra sum­ar­daga og fyll­umst orku og eft­ir­vænt­ingu eft­ir því sem sum­arið ber í skauti sér.“

Hvaða hluti pásk­anna er í mestu upp­á­haldi hjá þér?

„Drama­tík­in í at­b­urðum kyrru­viku og páska höfðar mjög sterkt til mín og það eru for­rétt­indi að fá að lifa sig inn í þá í gegn­um helgi­haldið. Eft­ir­vænt­ing­in sem fólkið bar í brjósti þegar það fagnaði Jesú á pálma­sunnu­degi og hve fljótt veður geta skip­ast í lofti sem sýn­ir sig í svik­un­um á skír­dags­kvöld og múgæs­ingn­um sem tók völd­in á föstu­dag­inn langa þegar hann þjáðist og dó. Vin­ir og vin­kon­ur Jesú vissu ekki hverju þau áttu að trúa er þau fengu að upp­lifa und­ur lífs­ins þegar það sem þau vildu að væri en væntu ekki varð að raun­veru­leika og þau upp­götva það und­ur að lífið er sterk­ari en dauðinn.“

Er ein­hver boðskap­ur þér of­ar­lega í huga í ár?

„Á þess­um pásk­um er friður mér efst í huga. Við vilj­um öll finna frið í hjarta og frið í nán­um tengsl­um og öll biðjum við og von­um að friður með rétt­læti geti orðið á átaka­svæðum heims­ins.“

Ger­ir vel við sig í mat og drykk

Nærðu að njóta pásk­anna með þínum nán­ustu í ann­rík­inu?

„Ekki spurn­ing og þetta er ynd­is­leg­ur tími. Við skreyt­um heim­ilið með heima­máluðum páska­eggj­um, blóm­um og grein­um. Eld­um góðan mat, njót­um úti­vist­ar og borðum eins mikið súkkulaði og við get­um í okk­ur látið!“

Hvað finnst þér ómiss­andi að borða um pásk­ana?

„Hin síðari ár skál­um við í freyðivíni eft­ir helgi­hald dags­ins í þann mund er við byrj­um að und­ir­búa páska­máltíðina. Mér finnst ómiss­andi að elda lamba­læri á páska­dag og borða af­gang­inn af veislu­föng­um morg­uns­ins. Ég fæ ekki endi­lega stórt páska­egg, en alltaf að minnsta kosti eitt lítið af því að mig lang­ar til að fá máls­hátt­inn. Hins veg­ar kaupi ég upp­á­halds­súkkulaðið mitt enda hef ég á páska­dag fastað á súkkulaði og sæl­gæti frá því á ösku­dag svo gleðin er enn meiri. Ég er þakk­lát fyr­ir að geta tjáð gleði þessa dags með því að geta gert vel við okk­ur í mat og drykk og sam­veru.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda