„Blessað lambakjötið er ómissandi“

Guðmundur Karl Brynjarsson, sóknarprestur í Lindakirkju.
Guðmundur Karl Brynjarsson, sóknarprestur í Lindakirkju. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Guðmund­ur Karl Brynj­ars­son, sókn­ar­prest­ur í Linda­kirkju, hlakk­ar til að hitta söfnuðinn í Linda­kirkju um pásk­ana. Páska­dags­morg­unn er í miklu upp­á­haldi en þá er pálínu­boð í kirkj­unni.

Hvaða þýðingu hafa pásk­arn­ir fyr­ir þig?

„Pásk­arn­ir eru stóra hátíðin okk­ar. Við fögn­um fæðingu Jesú á jól­un­um en upprisa Jesú frá dauðum boðar okk­ur sig­ur lífs­ins og kær­leik­ans.“

Hvaða hluti pásk­ana er í mestu upp­á­haldi hjá þér?

„Páska­dags­morg­unn. Að hitta söfnuðinn, fagna upprisu Jesú, syngja sig­ursálma og setj­ast svo sam­an við morg­un­verð. Í Linda­kirkju höf­um við þann sið að bjóða til pálínu­boðs á páska­dags­morg­un. Það er hlý­legt, heim­il­is­legt og skemmti­legt.“

Er ein­hver boðskap­ur þér of­ar­lega í huga í ár?

„Ég er einn þriggja presta sem hafa verið til­nefnd­ir til bisk­ups­kosn­inga. Ég er þakk­lát­ur fyr­ir að fá að taka þátt í þeirri veg­ferð. Ég hef valið mér ein­kunn­ar­orð sem, eðli máls­ins sam­kvæmt, eru mér hug­leik­in þessa dag­ana: Ver­um upp­byggi­leg, ver­um ör­ugg, ver­um óhrædd. Ver­um upp­byggi­leg kirkja sem miðlar elsku Guðs til allra og sýn­ir kær­leik­ann í verki. Ver­um ör­ugg kirkja sem bygg­ir á traust­um grunni orðsins, játn­ing­anna og kær­leika Jesú Krists. Ver­um óhrædd kirkja sem fel­ur Guði alla hluti, þigg­ur það hug­rekki sem bæn­in veit­ir og tekst þannig á við all­ar hindr­an­ir og áskor­an­ir.“

Lamba­kjötið er ómiss­andi

Nærðu að njóta pásk­anna með þínum nán­ustu í ann­rík­inu?

„Já, sann­ar­lega. Þó nóg sé að gera er mik­il­vægt að skapa sér næði og kyrrðar­stund til að eiga með sín­um nán­ustu.“

Hvað finnst þér ómiss­andi að borða um pásk­ana?

„Blessað lamba­kjötið er ómiss­andi. Ég man ekki hvenær ég fékk skikk­an­legt páska­egg síðast, en narta alltaf í nokk­ur af minnstu gerð og þykir alltaf gam­an að máls­hátt­un­um. Merki­leg­asti boðskap­ur sem ég hef fengið úr páska­eggi var fyr­ir svona 10 til 15 árum og var svohljóðandi: „Það er erfitt fyr­ir sann­leik­ann að standa nak­inn und­ir hroll­köldu ljósi kurt­eis­inn­ar.“ Frá­bær orð sem ég hef mikið hug­leitt.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda