Mikilvægt að lesa eina glæpasögu um páskana

Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar ætlar að njóta þess að slaka …
Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar ætlar að njóta þess að slaka á og lesa um páskana. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kristjana Mjöll Jóns­dótt­ir Hjörv­ar bóka­orm­ur nýt­ir hverja lausa stund sem hún hef­ur til þess að lesa. Í páskafrí­inu ætl­ar Jana, eins og Kristjana er kölluð, að slaka á og lesa páskakrimma. Páska­skrautið verður líka tekið fram en gul­ur er ein­mitt upp­á­halds­lit­ur Jönu.

Jana er um­vaf­in bók­um og les­efni alla daga en hún er bóka­safns- og upp­lýs­inga­fræðing­ur og starfar sem slík­ur við skyldu­skil á Lands­bóka­safni Íslands – Há­skóla­bóka­safni.

„Ég kem úr bók­elsk­andi fjöl­skyldu og hef alla ævi verið um­kringd stór­um og mikl­um bóka­skáp­um, bæði heima hjá for­eldr­um mín­um en líka hjá ömmu og afa. Ég er alin upp við að sjá full­orðið fólk lesa og það var mikið lesið fyr­ir mig sem barn. Bóka­safns­ferðir voru tíðar og langamma mín tók það upp á sína arma að kenna mér lest­ur svo ég var læs þegar ég byrjaði í grunn­skóla. Það þurfti reynd­ar að kenna mér að skrifa suma sér­hljóðana rétt því ég hafði lært að lesa upp úr gam­alli lestr­ar­bók sem afi minn átti og þar voru sér­hljóðarn­ir skrifaðir upp á gamla mát­ann þar eð é var skrifað je og svo fram­veg­is.

Ég byrjaði því snemma að lesa sjálf og upp­götva hvað það get­ur verið ynd­is­legt að koma sér fyr­ir með góða bók og hverfa inn í ann­an heim. Það er það sem fær mig til að lesa. Við lest­ur á bók­um skyggn­ist maður inn í aðra heima sama hvernig teg­und af bók þú lest. Maður gleym­ir sjálf­um sér og sín­um stað í smá­stund og fyr­ir mér er það ákveðin af­teng­ing og slök­un. Lest­ur er í raun­inni mín hug­leiðsla. Ég kemst út úr stressi og álagi hvers­dags­ins í smá­stund enda les ég lík­lega aldrei eins mikið eins og þegar álag er mikið,“ seg­ir Jana.

Páskaegg og fallegar greinar eru hluti af páskaskrauti Jönu.
Páska­egg og fal­leg­ar grein­ar eru hluti af páska­skrauti Jönu. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

„Ég held at­hygl­inni bet­ur á bók­inni“

Hvernig held­ur þú utan um lest­ur­inn þinn?

„Ég held utan um lest­ur minn á tvenns lags máta. Ég er með reikn­ing á In­sta­gram sem heit­ir @jana­hjor­var­reads sem ég setti upp fyr­ir sjálfa mig fyr­ir fjór­um árum eða svo. Þar birti ég mynd­ir af bók­um sem ég hef lesið og stutta frá­sögn um hvað mér fannst um þær. Mark­miðið með þess­um reikn­ingi var að finna aðra sem hafa áhuga á lestri, bæði Íslend­inga og aðra, og þannig gæti ég kynnst öðrum bóka­orm­um og fengið hug­mynd­ir að bók­um. Ég hef aldrei náð að til­heyra virk­um bóka­klúbbi í raun­heim­um því ég hef aldrei gefið mér tíma í það og því fannst mér þetta til­val­in leið til að finna bóka­vini. Þessi reikn­ing­ur hef­ur gefið mér mikið því ég hef kynnst fullt af fólki í gegn­um hann sem er æðis­legt. Fyr­ir til­stilli hans kynnt­ist ég meðal ann­ars því frá­bæra fólki sem held­ur úti bók­mennta­vefn­um Lestr­ar­klef­inn.is og skrifa ég stund­um fyr­ir þann vef. Ég hef einnig kynnst út­gef­end­um og rit­höf­und­um, sem er held­ur ekki leiðin­legt.

Ég nýti svo líka vefsíðu sem heit­ir Goodreads við að merkja þær bæk­ur sem ég hef lesið og sé þá þar einnig til dæm­is hvað ég er búin að lesa marg­ar bæk­ur á ár­inu. Þessi vefsíða er sam­fé­lags­miðill fyr­ir bæk­ur og maður get­ur fylgt vin­um sín­um þar. Þannig get­ur maður séð hvaða bæk­ur vin­ir manns eru að lesa og þannig fengið hug­mynd­ir að bók­um til að lesa en það er líka hægt að leita eft­ir bók­um með því að fletta upp titl­um eða höf­und­um.“

Jana seg­ist oft vera spurð hvernig hún hafi tíma til að lesa eins mikið og hún geri. Svarið er ein­falt.

„Ég nýti hvert tæki­færi sem ég hef til lest­urs og stund­um eru þau mörg og stund­um örfá. Ég hef alltaf verið týp­an sem er með bók með sér, al­veg frá því ég var barn. Fyrst var papp­írs­bók­in alltaf í tösk­unni en núna er það raf­bókappið í sím­an­um. Svo ef ég er á biðstof­unni hjá lækn­in­um, í hár­greiðslu eða með aðrar dauðar stund­ir þá gríp ég í lest­ur frek­ar en leik í sím­an­um. En það sem ég geri aðallega er að ég les í stað þess að horfa á sjón­varp á kvöld­in. Ég fæ meiri slök­un út úr því að lesa held­ur en að horfa á sjón­varp og því gríp ég frek­ar bók­ina held­ur en sjón­varps­fjar­stýr­ing­una. Svo er það kannski smá sér­stakt en ég held at­hygl­inni bet­ur á bók­inni held­ur en á sjón­varp­inu. Ég er alltaf far­in að gera eitt­hvað annað þegar sjón­varpið er í gangi held­ur en ef ég sit með bók. En vanda­mál okk­ar allra og það sem stend­ur í vegi fyr­ir okk­ur flest­um þegar kem­ur að lestri er snjallsím­inn. Það er al­veg ótrú­legt hvað við get­um óvart eytt heil­um klukku­tím­un­um í ekk­ert í sím­an­um í stað þess að gera eitt­hvað annað sem gef­ur okk­ur meira eins og til dæm­is að lesa. Ég glími við það vanda­mál al­veg eins og aðrir. Mitt ráð þar er að skilja sím­ann eft­ir á hljóðlausri still­ingu í öðru her­bergi eða alla­vega það langt frá þér að þú þarft að standa upp til að kíkja á hann.“

Gulur er í miklu uppáhaldi. Hér er hægt að - …
Gul­ur er í miklu upp­á­haldi. Hér er hægt að - koma sér vel fyr­ir með góða bók. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Ertu búin að ákveða hvað þú ætl­ar að lesa um pásk­ana?

„Það er gríðarlega vin­sælt að tengja lest­ur um páska við glæpa­sög­ur en það er al­gengt að tala um að grípa í einn góðan páskakrimma. Ég les glæpa­sög­ur líkt og aðrir en þó kannski ekki jafn oft og ég les aðrar teg­und­ir af bók­um en gríp þó í alla­vega eina glæpa­sögu um páska og mun gera það um þessa páska al­veg ör­ugg­lega og er með eina í huga. Það er samt áhuga­vert hvað ég á það til að lesa mis­mun­andi efni eft­ir því hvaða tími árs­ins er en ég er líka gríðarlega gjörn á að velja bæk­ur eft­ir skapi. Ég gríp alla­vega eina glæpa­sögu alltaf um páska, ekki spurn­ing, en svo er það létt­leiki og róm­ans mikið yfir sum­arið og um jól­in er það jóla­bóka­flóðið næst­um því eins og það legg­ur sig.“

Jana gerir aðeins páskalegt á borðstofuborðinu þar sem fjölskyldan ver …
Jana ger­ir aðeins páska­legt á borðstofu­borðinu þar sem fjöl­skyld­an ver góðum tíma sam­an. Krist­inn Magnús­son

Gul­ur minn­ir á sum­arið

Hvernig skreyt­ir þú um pásk­ana?

„Ég á ekki mikið af páska­skrauti en ég á þó nokkra hluti og skreyti ég mest borðstofu­borðið og svæðið í kring­um það en það borð er miðpunkt­ur fjöl­skyldu­lífs heim­il­is­ins ef svo má segja. Þar borðum við all­ar máltíðir en þar læra börn­in líka, föndra og leika sér og það sama ger­um við for­eldr­arn­ir. Þess vegna legg ég áherslu á að skreyta þar, því við erum mest þar en svo fær sófa­borðið reynd­ar líka smá skraut því við erum líka mikið í sóf­an­um með bæk­urn­ar eða að horfa á sjón­varpið.“

Af hverju er gul­ur upp­á­halds­lit­ur­inn þinn?

„Þegar stórt er spurt. Kannski því hann minn­ir á sól og hlýju og svo pass­ar hann með svo miklu. Það eru hlut­ir heima hjá mér sem eru gul­ir en ég klæði mig líka í gul­an. Þessi lit­ur gef­ur bara svo mikla birtu á svo marg­an hátt. Hvort sem þetta er gul­ur hlut­ur sem lýs­ir upp ann­ars lit­laust svæði eða gul flík sem lýs­ir upp ann­ars dökk­an og lit­laus­an fatnað. Gul­ur veit­ir birtu, minn­ir okk­ur á sum­arið og vek­ur gleði.“

Kertastjakinn er orðinn páskalegur.
Kerta­stjak­inn er orðinn páska­leg­ur. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
Páskablað
Páska­blað mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
Páskablað
Páska­blað mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Slök­un í fyr­ir­rúmi

Jana og fjöl­skylda eru með það mark­mið að gera ekk­ert.

„Við fjöl­skyld­an erum eins og marg­ar fjöl­skyld­ur með mikið pró­gramm flesta daga sem teng­ist vinnu og einka­lífi svo við reyn­um alltaf að nýta páskafríið í slök­un og leik. Jóla­fríið fer alltaf í smá amst­ur því það eru mat­ar­boð, jóla­boð og annað en það er ekk­ert þannig hjá okk­ur um páska svo við reyn­um að plana ekk­ert og gera svo bara það sem okk­ur lang­ar að gera. Við höf­um eytt heil­um páskafrí­um í lest­ur, spil og sjón­varps­gláp með dass af göngu- og hjóla­ferðum um hverfið okk­ar en við höf­um líka eytt þeim í „spont­ant“ til­tekt í bíl­skúrn­um og lóðinni um­hverf­is húsið okk­ar. Mark­miðið með páskafrí­inu nú í ár er að reyna að láta bíl­skúrstil­tekt­ina ekki ná tök­um á okk­ur og hafa slök­un í fyr­ir­rúmi. Von­andi tekst það.“

Ætlar þú að fá þér páska­egg og áttu upp­á­halds­máls­hátt?

„Ég er ekki mikið fyr­ir páska­egg og kaupi mér yf­ir­leitt frek­ar eitt­hvert gott kon­fekt fyr­ir pásk­ana. Hins­veg­ar er nauðsyn­legt að fá alla­vega einn máls­hátt svo ég fæ alltaf eitt lítið páska­egg svo ég fái máls­hátt. Minn upp­á­halds­máls­hátt­ur er „Bók er best vina“ sem ég fékk tvö ár í röð upp úr páska­eggi fyr­ir ein­hverj­um árum og miðað við hversu mik­ill bóka­orm­ur ég hef alltaf verið þá þótti fjöl­skyld­unni það fer­lega skondið, sem það var.“ 

Jana mæl­ir með góðum bók­um fyr­ir pásk­ana

„Ef ætl­un­in er að halda í þá hefð að lesa páskakrimma þá get ég mælt með tveim bókaserí­um. Sú fyrsta er serí­an um Öster­len-morðin eft­ir And­ers de la Motte og Måns Nils­son sem For­lagið gef­ur út í ís­lenskri þýðingu Nönnu B. Þórs­dótt­ur en fyrsta bók­in heit­ir Dauðinn á opnu húsi og seinni bók­in kom út nú um dag­inn og heit­ir Ban­vænn fund­ur. Ég á eft­ir að lesa seinni bók­ina en ég ætla ein­mitt að gera það um pásk­ana. Þetta eru týpísk­ir löggukrimm­ar nema það er ekki bara úrill karl­kyns­lögga í aðal­hlut­verki þó slík­an karakt­er sé vissu­lega að finna í bók­un­um. Seinni glæpa­sögu­serí­an eru bæk­ur Freidu McFadd­en sem Drápa gef­ur út í ís­lenskri þýðingu Ing­unn­ar Snæ­dal. Fyrri bók­in heit­ir Und­ir yf­ir­borðinu og sú seinni Það sem þern­an sér. Þær eru al­veg frá­bær­ar, halda manni við lest­ur­inn frá fyrstu blaðsíðu.

Ef mann lang­ar hins­veg­ar í hug­ljúf­an lest­ur þá er ég mjög spennt fyr­ir bók sem ég hef ekki lesið ennþá en ég ætla mér að lesa hana um pásk­ana sem mót­vægi við glæpa­sög­una. Það er bók­in Takk fyr­ir að hlusta eft­ir Ju­liu Whel­an en hún er gef­in út af Bóka­beit­unni sem hluti af nýj­um bóka­klúbbi þeirra, Bók­hildi. Ég er mikið fyr­ir ástar­sög­ur og hug­ljúf­ar bæk­ur en ég er líka mjög hrif­in af sögu­leg­um skáld­sög­um og heim­ilda­skáld­sög­um svo ég má einnig til með að mæla með tveim heim­ilda­skáld­sög­um sem ég las um dag­inn en fóru al­veg fram­hjá mér þegar þær komu út. Það eru bæk­urn­ar Aldrei nema kona og Aldrei nema vinnu­kona eft­ir Svein­björgu Svein­björns­dótt­ur. Bæk­urn­ar fjalla báðar um ævi nokk­urra ættliða kvenna úr Skagaf­irði á átjándu og nítj­ándu öld. Ótrú­leg­ar sög­ur af erfiðri lífs­bar­áttu þess­ara kvenna og virki­lega vel skrifaðar,“ seg­ir Jana.

Banvænn fundur eftir Anders de la Motte og Måns Nilsson.
Ban­vænn fund­ur eft­ir And­ers de la Motte og Måns Nils­son.
Það sem þernan sér eftir Freidu McFadden.
Það sem þern­an sér eft­ir Freidu McFadd­en.
Aldrei nema vinnukona eftir Sveinbjörgu Sveinbjörnsdóttur.
Aldrei nema vinnu­kona eft­ir Svein­björgu Svein­björns­dótt­ur.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda