Aprílspá Siggu Kling er lent

Aprílspá Siggu Kling er mætt. Hér klæðist hún grænni kápu …
Aprílspá Siggu Kling er mætt. Hér klæðist hún grænni kápu frá Andreu Magnúsdóttur fatahönnuði í Andreu. Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir

Apr­íl­mánuður er geng­inn í garð og Sigga Kling, spá­kon­an mikla, er búin að rýna í stjörn­urn­ar og seg­ir að Fisk­ur­inn eigi eft­ir að upp­lifa eitt­hvað nýtt á meðan Hrút­ur­inn lýk­ur 14 ára tíma­bili sem boðar nýja tíma. 

Fagnaðu áföng­um

Hrút­ur­inn er frá 21. mars til 19. apríl.

Elsku Hrút­ur­inn minn, þú ert að fara inn í eitt merki­leg­asta tíma­bil sem þú hef­ur upp­lifað á síðustu árum. Þú þarft að læra að lesa í merk­in í kring­um þig eða skila­boðin sem er verið að senda þér.

Þú tek­ur ákv­arðanir sem koma meira að segja þér á óvart og þetta er upp­haf að tíma­bili sem spann­ar 14 ár. En kannski hugs­ar maður nú ekki svo langt fram í tím­ann, en núna byrj­ar svo margt að banka á dyrn­ar hjá þér. 4 apríl er ótrú­lega merki­leg­ur dag­ur fyr­ir þig og þá áttu að gera sem mest og hrinda hlut­um af stað.

Lesa meira

Gaml­ar hugs­an­ir og erfiðleik­ar strokast út

Nautið er frá 20. apríl til 20. maí.

Elsku Nautið mitt, það verður mik­ill hrist­ing­ur í kring­um þig í apríl mánuði. All­ur þessi hrist­ing­ur verður þér til góðs, þó að stund­um sértu ekki viss um hvort að þú haf­ir fulla stjórn.

Um miðjan apr­íl­mánuð er hug­ur þinn á ofsa hraða, svo skrifaðu niður hvaða hug­mynd­ir þú vakn­ar með, eða hvaða hug­mynd­ir þú færð þegar þú ert að sofna, því á milli svefns og vöku ertu bein­tengd við æðri mátt.

Næmni þín og spá­dóms­hæfi­leik­ar efl­ast og marg­fald­ast, þú ger­ir þér meira grein fyr­ir því að þú ert svo miklu miklu meira og svo miklu sterk­ari en þér hef­ur dottið í hug.

Gaml­ar hugs­an­ir og erfiðleik­ar úr fortíðinni strokast út, og drungi sem hef­ur sest að í hjarta þínu hverf­ur. Skipu­lag, sem er frek­ar þreyt­andi orð, er það sem skipt­ir svo miklu máli fyr­ir næstu 90 daga. Þetta þarf ekki að vera eitt­hvað mikið, held­ur bara kannski „þetta á að gera þarna, þetta á að ger­ast hérna“, svo skrifaðu niður hug­mynd­irn­ar og ekki láta neinn draga úr þér vænt­ing­arn­ar.

Lesa meira

Leyfðu let­inni að ná tök­um á þér, það er sexý

Tví­bur­inn er frá 21. maí til 20. júní.

Elsku Tví­bur­arn­ir mín­ir, í kring­um sól­myrkv­ann merki­lega sem er þann 8 apríl gef­ur þér það að hug­ur þinn, andi og allt sam­an sigr­ast á allri hræðslu.

Ef að ein­hverj­ir óvin­ir, að þér finnst, hafi verið í kring­um þig eða að tala illa um eða við þig, þá vík­ur allt burt frá vegi þínum og þú hugs­ar af­hverju var ég að láta þetta ergja mig svona mikið því það tók því ekki. Þetta er mikið stærra en að ég sé að tala um ein­hverja eina mann­eskju eða ein­hvern einn at­b­urð, þú hend­ir út þeim vondu venj­um sem við öll höf­um að ein­hverju leyti.

En þarna færðu gleði sjálf­sag­ans og það ekk­ert eins fal­legt og tví­buri með sjálfs­traust, sjálf­saga og bros. Það er viss und­ir­bún­ing­ur í gangi, þú gæt­ir byrjað á því að sanka að þér hlut­um eða taka nær hjarta þínu fólk sem þér datt ekki í hug áður að væri mik­il­vægt, og þegar á líður þá veistu af­hverju.

Lesa meira

Losaðu þig við pirr­ing­inn

Krabb­inn er frá 21. júní til 22. júlí.

Elsku krabb­inn minn, þú ert svo sann­ar­lega búin að breiða út faðminn gagn­vart líf­inu. Þú tek­ur á móti hinu já­kvæða og hinu nei­kvæða með miklu betra jafn­vægi.

Þú ert með skýra stefnu að ein­hverju leyti og fólk þráir að vera inni í þeirri orku sem þú ert að gefa frá þér. Þú finn­ur nýja leið og færð betri út­komu og já­kvæðari svör. Apríl er að gefa þér ómælt sjálfs­traust og sterka hug­ar­orku. Þú gæt­ir spáð í það að vilja fara á nám­skeið eða í skóla eða að kenna ein­hverj­um það sem þú kannt, þú vær­ir all­an dag­inn góður kenn­ari því hef­ur frá­bæra skipu­lags hæfi­leika og þú gef­ur ekki neitt eft­ir.

Þú dett­ur oft í þá hugs­un að þeir sem eru næst­ir þér skilji þig alls ekki og rífa þig frek­ar niður held­ur en að byggja þig upp. Taktu vel eft­ir þessu vertu meðvitaður um þetta því þau eiga eft­ir að finna að þú ert kom­in til að sjá og sigra.

En góður slatti af þol­in­mæði á lífssal­atið er mjög gott í kring­um sól­myrkv­ann þann 8 apríl og dag­ana í kring og líka í kring­um spenn­una sem er í kring­um síðustu dag­ana í apríl.

Lesa meira

Þú átt eft­ir að koma öll­um á óvart

Ljónið er frá 23. júlí til 22. ág­úst.

Elsku ljónið mitt, það er ekki hægt að segja að það sé dauður tími í kring­um þig. Enda ertu ekk­ert sér­lega fyr­ir tíma­bil þar sem ekk­ert er að ger­ast. Taktu ekki of fljót­fær­ar  ákv­arðanir, ekki styggja þína nán­ustu þó þig langi til og haf­ir til­efni til þess. Láttu þessa blessuðu fljót­færni sem prýðir þig svo gjarn­an heyra sög­unni til. Ritaðu ekk­ert niður eða sendu eng­um skila­boð sem eiga að vera leynd­ar­mál og þú mynd­ir ekki vilja hafa fyr­ir allra sjón­um.

Fyr­ir utan þessa viðvör­un er eins og þú sért á breiðu skauta­svelli á list­d­ans­skaut­um og þó að þú haf­ir aldrei lært á list­d­ans­skauta þá er eins og þú sért heims­meist­ari í þess­ari grein. Svo taktu áskor­un þó þú hald­ir að þú get­ir ekki neitt í því sem er verið að ýta þér út í að taka þátt.

Þú átt eft­ir að koma öll­um og ekki síst sjálf­um þér á óvart því þú ert tölu­vert miklu miklu meiri hæfi­leik­um gædd­um en þú get­ur ímyndað þér. Þessi töfr­andi og tryllti mánuður sem mæt­ir þér er að fram­kalla það besta sem að þú get­ur sett frá þér. Stattu bein eða beinn í baki og láttu rigna upp í nefið á þér, þó að þér finn­ist að þú sért að ganga í gegn­um hel­víti láttu þá fólk bara halda að þú eig­ir staðinn.

All­ir sem eru fædd­ir í þessu alla sér­stak­asta merki dýra­hrings­ins eru list­ræn­ir, nýttu þér það og með út­geisl­un á við sól­ina. Þú ert mjög tengd/​ur orku jarðar­inn­ar, sjón­um og verðurfari. Það er eins að þú finn­ir það á lykt­inni að það fari að rigna og að þig dreymi fyr­ir því ef eitt­hvað annað ger­ist.

Lesa meira

Þú tek­ur eft­ir ham­ingj­unni núna

Meyj­an er frá 23. ág­úst til 22. sept­em­ber.

Elsku meyj­an mín, það er búið að vera mikið að ger­ast að und­an­förnu. Þú ert búin að fara í gegn­um hin ýmsu upp­gjör og ert feg­in því. Samt er af­komuótt­inn að hvísla ein­hverju að þér en það er al­gjör óþarfi fyr­ir þig að hlusta á það því þú átt eft­ir að veðja á rétta hluti.

Það er eins og kallað er dómínó áhrif­in, því það virðist ein­hver heppni og lukka leika við þig. En þú seg­ir kannski við sjálfa þig úps og ég sem vinn aldrei í happa­drætti eða ég vinn aldrei svona, en aft­ur og aft­ur verður það áber­andi hversu hepp­in þú ert.

Þér á eft­ir að finn­ast þessi tími mjög spenn­andi en samt svo­lítið krefj­andi. Þú þarft svo sann­ar­lega að læra að taka ekki annarra manna erfiðleika inn í hjartað þitt, því að fólk treyst­ir þér fyr­ir sín­um innstu mál­um og það geng­ur ým­is­legt á í fjöl­skyld­unni.

Góð aðferð er að þegar að þú get­ur ekki gert neitt í mál­un­um þá þarftu að segja hátt NEI við hugs­un­inni og hreyfa þig til inn í aðra, og end­ur­taka þetta eft­ir þörf­um.

Lesa meira

Tími til að rísa upp úr öskustónni

Vog­in er frá 23. sept­em­ber til 22. októ­ber.

Elsku vog­in mín, það er al­veg sama þó þú sjá­ir ein­hverj­ar rúst­ir í kring­um þig, því að þetta er samt tím­inn til að rísa upp úr öskustónni. Það er búið lama þig að ein­hverju leyti, ein­hvers­kon­ar leynd­ar­mál eða hlut­ir sem voru ekki al­veg sann­leik­an­um sam­kvæm­ir.

Þú get­ur verið svo ófeim­in að láta hlut­ina flakka og að þurfa ekki að end­ur­skoða orð þín, en settu hins veg­ar mildi í mál­róm­inn þegar þú þarft að gjósa. Það er staðreynd að þann 20 apríl þá ferð þú inn í tveggja ára hring eða tveggja ára tíma­bil, Þar sem þú set­ur sjálf að miklu leiti all­ar leik­regl­urn­ar. Ef það er ekki búið að taka eft­ir þér sem karakt­er og mann­esku nú þegar, þá mun eft­ir þann 20 apríl aðdá­enda­hóp­ur­inn þinn stækka og marg­fald­ast, hvort sem þú vilt það eða ekki, því þú hef­ur gott af því að gleðjast.

Það er þegar byrjað það tíma­bil þar sem þú ein­fald­ar hlut­ina, minnk­ar við þig, gef­ur, sel­ur og hreins­ar til og  það er tákn­rænt  um að þú sért þannig að bjóða nýtt vel­komið.

Lesa meira

Nú verður virki­lega gam­an

Sporðdrek­inn er frá 23. októ­ber til 21. nóv­em­ber.

Elsku sporðdrek­inn minn, nú verður virki­lega gam­an. Þú finn­ur að þú get­ur haft þessa trú á þér sem þú bjóst ekki við. Þú átt að skoða áhuga­mál­in í kring­um þig og búa til úr því ein­hvers­kon­ar at­vinnu, því þar er vel­meg­un­ina að finna.

Þegar mánuður­inn er að taka enda þá ertu und­ir regn­bog­an­um, sér­stak­lega í kring­um 23 apríl og dög­un­um þar í kring, því að þar birt­ist hið merki­lega tungl sporðdrek­ans. Nýttu þér þetta afl til leysa hnúta og drífa þig í fjörið, þetta er tengt áhuga þínum á ein­hverju öðru en þú hef­ur at­vinnu af.

Innst inni hef­ur þú unun af því að tak­ast á við vafa­sam­ar aðstæður og sama hvað öll­um öðrum finnst þá get­ur þú snúið þeim þér í hag. Þú ert stór­brot­inn í sam­skipta­tækni sem er miklu kraft­meira og gef­ur þér meira held­ur en ein­hver gráða úr Har­vard eða sam­bæri­legu.

Þér finnst oft vera of lít­ill tími til að gera þetta eða gera hitt og ef þér leiðist í vinn­unni og finnst það til­gangs­laust strit, skoðaðu þá að finna jafn­vægi og gera vinn­una þína skemmti­legri með því að leggja eitt­hvað meira fram sjálf­ur.

Lesa meira

Leyfðu þér að vaða út í óviss­una

Bogmaður­inn er frá 22. nóv­em­ber til 21. des­em­ber.

Elsku bogmaður­inn minn, þú ert að fara inn í 20 mánaða tíma­bil sem gef­ur þér meiri færni, sterk­ari leiðtogakraft og þú munt sjá að þér hef­ur verið með sterk­ari spil á hendi til þess að vinna þenn­an póker sem lífið er að senda þér.

Það eina sem þú munt ekki þola á því tíma­bili sem þú ert að fara inn í er ef þér finnst þú vera fast­ur og ein­hver sé að stjórna þér og því sem þú ert að gera, þá mun þér ekk­ert líða neitt sér­stak­lega vel með það.

Þú þarft í þessu upp­hafi að slíta þau bönd sem halda þér niðri og leyfa þér að vaða út í óviss­una og mæta allri hræðslu með ákveðni. Það mik­il­væg­asta núna er að styrkja heim­ilið og gera allt eins fal­legt og þú get­ur því að í þér býr æv­in­týra­gjörn per­sóna sem þarf að gefa sér frelsi.

Þetta þýðir alls ekki að þú eig­ir að skilja við eig­in­kon­una eða eig­in­mann­inn, nema að það sé eitt­hvað mikið mikið að, held­ur skaltu heilla þá sem þú þarft að hafa með þér liði upp úr skón­um, og ef ein­hver hef­ur hæfi­leik­ana til þess, þá ert það þú.

Lesa meira

Þú veist ekki hversu sterk þú ert

Stein­geit­in er frá 22. des­em­ber til 19. janú­ar.
Elsku stein­geit­in mín, í öll­um þess­um hug­leiðing­um sem hafa lagst á þig núna und­an­farið finn­ur þú fyr­ir að þú sért að fara inn á beina eða hreina braut. Það er sér­stak­ur lækn­inga­mátt­ur yfir þessu tíma­bili og þú átt líka eft­ir að skynja þinn eig­in heil­un­ar­mátt bet­ur. Þú ert á ógn­ar­hraða að kynna þér fólk í kring­um þig, hvaða mögu­leika þú hef­ur í næstu skref­um og hvers lags gleði þú get­ur inn­heimt. Því að kraft­ur og bless­un er yfir fjöl­skyldu þinni og þeim ákvörðunum sem þarf að taka í kring­um þig og hjá þér.

Í eðli þínu ertu samn­ingamaður, sál­fræðing­ur og klett­ur bæði þinn eig­in og annarra. Og í öllu þessu öldu­róti sem þú hef­ur siglt í síðastliðin þrjú ár eða 1000 daga, þá kem­ur þú hraust­ari, hress­ari og bjart­sýnni út.

Það sem ein­kenn­ir þig er heiðarleiki og þú átt erfiðara með að setja þig í spor þeirra sem rjúfa heiðarleik­ann gagn­vart þér. Það eru dapr­ar per­són­ur eða per­sóna sem vill vináttu þína og þegar þú lest þetta og þér dett­ur ein­hver sér­stak­ur í hug,því þá er það svarið.

Lesa meira

Teldu upp á 10 áður en þú seg­ir nei

Vatns­ber­inn er frá 20. janú­ar til 18. fe­brú­ar.
Elsku vatns­ber­inn minn, þó að þú sért bú­inn að vera þungt hugsi og ekki al­veg sátt­ur við all­ar út­kom­ur, þá þarftu ekki að láta þér leiðast því að þú ert að fara inn í einn klikkaðasta mánuð árs­ins, en það teng­ir nú reynd­ar öll stjörnu­merk­in.

Þú ert svo sniðugur í að afla þér tekna og að hafa fjár­mál­in þín á hreinu, og það er al­veg sama hvað geng­ur á þá laðast pen­ing­ar að þér úr öll­um átt­um. Og það er allt gott og blessað, en í ástar­mál­um geta orðið tölu­verðir hnökr­ar.  Og ef  lít­ur aft­ur í líflín­una þína þá hef­ur þú ekki verið svo hepp­inn í þeirri deild­inni. Að mörgu leyti get­ur svarið verið það að þú ert svo sjálf­stæður, passa­sam­ur og dríf­andi að þú þarft í raun kannski ekki ein­hvern til að bakka þig upp.

Og ef þú ert að leita að hinni einu sönnu ást eða að það er ein­hver ástar­vit­leysa í gangi með þeirri per­sónu sem þú ert með, þá er gott fyr­ir þig að setja það bara upp í excel; hvað í raun og veru á að prýða þá mann­eskju sem er svo hepp­in að fá að deila með þér líf­inu.

Lesa meira

Þegar þú vakn­ar er þér boðið upp á nýtt líf

Fisk­ur­inn er frá 19. fe­brú­ar til 20. mars.
Elsku fisk­ur­inn minn, því­líkt lit­rík birta, of­urkraft­ur og þessi enda­lausa seigla sem þú hef­ur kem­ur þér í mark, því þú stopp­ar ekki þó að ein­hver drullupoll­ur sé fyr­ir fram­an þig, því það má heita að þú sért hætt­ur að taka eft­ir því.

Aðal­breyt­ing­arn­ar á þínum hög­um á þessu merki­lega tíma­bili er að þú elsk­ar sjálf­an þig bet­ur og meira, set­ur sjálf­an þig í fyrsta sæti eða að minnsta kosti framar­lega. Þú verðlegg­ur þig hærra hvort sem það er vinna eða önn­ur verk­efni í líf­inu. Og það er ein­mitt það sem við þurf­um að skoða vel hversu mik­ils virði við erum, því við erum bara jafn mik­ils virði og við höld­um sjálf, svo hækkaðu taxt­ann þinn.

Það kem­ur frek­ar oft fyr­ir að þú haf­ir áhyggj­ur af pen­ing­um og þú haf­ir þá per­sónu til að bera að bjarga alltaf öllu. Það er líka vegna þess að þú átt góðar inni­stæður hjá mörgu fólki sem vill gera allt fyr­ir þig.

Lesa meira

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda