Skerðist ellilífeyrir ef húsið er selt og minni íbúð keypt?

Vala Valtýsdóttir lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur svarar spurningum lesenda.
Vala Valtýsdóttir lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur svarar spurningum lesenda. Samsett mynd

Vala Val­týs­dótt­ir lögmaður svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hún spurn­ingu frá eldri borg­ara sem velt­ir fyr­ir sér hvort líf­eyr­ir skerðist við sölu á húsi. 

Sæl Vala. 

Ég er eldri borg­ari á líf­eyri.

Lang­ar að spyrja hvort líf­eyr­inn skerðist ef ég sel hús sem ég byggði og hef búið í síðastliðin 6 ár og kaupi ódýr­ara hús eða sum­ar­hús til að búa í?

Kveðja, 

SS

Sæll eldri borg­ari. 

Sam­kvæmt ákvæðum tekju­skattslaga þá er sölu­hagnaður íbúðar­hús­næðis und­anþeg­inn skatt­lagn­ingu, að því gefnu að rúm­metr­ar þess ásamt öðrum fast­eign­um í eigu viðkom­andi séu ekki um­fram 600 eða 1200 ef viðkom­andi er í hjú­skap ásamt því að eign­ar­tími selj­anda hafi verið a.m.k. 2 ár. Hins veg­ar gilda þessi stærðarmörk ekki þegar um er að ræða íbúðar­hús­næði til eig­in nota, þ.e. þá er sölu­hagnaður­inn ekki skatt­skyld­ur til tekju­skatts.

Hvað varðar skerðingu elli­líf­eyr­is þá hafa skatt­skyld­ar tekj­ur hafa áhrif á greiðslur frá Trygg­inga­stofn­un.

Ef sala á íbúðar­hús­næði mynd­ar ekki skatt­skyld­an sölu­hagnað eins og virðist vera í þessu til­viki þá hef­ur sal­an ekki áhrif á greiðslur líf­eyr­is frá Trygg­inga­stofn­un.

Kær kveðja, 

Vala Val­týs­dótt­ir lögmaður

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Völu og öðrum lög­mönn­um á Lög­fræðistofu Reykja­vík­ur spurn­ingu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda