„Ég ætla að verða meira Beyoncé“

Tónlistarmaðurinn Beyoncé og Valgeir Magnússon viðskipta-og hagfræðingur.
Tónlistarmaðurinn Beyoncé og Valgeir Magnússon viðskipta-og hagfræðingur. Samsett mynd

Val­geir Magnús­son viðskipta-og hag­fræðing­ur skrif­ar um Beyoncé og hvernig hún tók mál­in í sín­ar hend­ur til að breyta heim­in­um í nýj­asta pistli sín­um á Smartlandi. 

Ég var að hlusta á nýj­ustu plötu Beyoncé, Cow­boy Cart­er. Plat­an er frá­bær en hún er líka mik­il ádeila á kántrí­tónlist og hvernig slík tónlist hef­ur í gegn­um tíðina jaðar­sett svart­ar kon­ur sér­stak­lega. Beyoncé er frá Texas og ólst upp við þessa jaðar­setn­ingu frá tón­list­ar­sen­unni. En hvað gerði hún? Hún bjó til geggjaða kántrí­plötu og er að breyta heim­in­um og breyta sög­unni. Hún tek­ur sam­talið á leik­velli þeirra sem þurfa að heyra skila­boðin.

Beyoncé gaf nýlega út plötuna Cowboy Carter.
Beyoncé gaf ný­lega út plöt­una Cow­boy Cart­er. Amy Sussman/​AFP

Ég fór þá að velta fyr­ir mér hvað hef­ur virkað og hvað ekki þegar við vilj­um breyta heim­in­um. Ein flott­asta breyt­ing sem hef­ur orðið á stöðu jaðar­setts hóps varð fyr­ir til­stuðlan gleðigöng­unn­ar. Sam­kyn­hneigðir um all­an heim komu út, gengu sam­an og gerðu það í gleði og fengu fólk með sér. Stóðu sam­an í gleðinni og nú hef­ur dæmið snú­ist við víðast hvar.

Kon­ur höfðu á und­an gert svipaða hluti með göng­um, sam­stöðu og rauðum sokk­um. Tón­list­ar­sköp­un og umræðu. Þetta náði í gegn og heim­ur­inn breytt­ist. Flest­ir áttuðu sig. Sumstaðar hratt og sumstaðar hægt. Sumstaðar snér­ust kúg­andi karl­ar til varna til að halda kon­um niðri en á flest­um stöðum breytt­ust hlut­irn­ir. Fyr­ir ungt fólk í dag er óhugs­andi að hugsa sér hvernig hlut­irn­ir voru fyr­ir aðeins 50 árum síðan þegar þessi bylt­ing hófst. Ég man enn hvað mörg­um þótti það ómögu­legt að ein­stæð móðir yrði for­seti á Íslandi árið 1980.

Svo höf­um við ótal dæmi um það þegar við reyn­um að þvinga fólk til að skipta um skoðun með sniðgöngu eða of­beldi. Það virðist sjald­an virka vel eða alla­vega hæg­ar og verr. Ný­lendu­veld­in reyndu það um all­an heim í nokk­ur hundruð ár. Það hef­ur skilið eft­ir sig djúp sár. Flest vanda­mál heims­ins í dag hvað varðar Mið-Aust­ur­lönd má rekja til þess tíma þegar Evr­ópa og Banda­rík­in skiptu á milli sín gæðum þess heims­hluta og þjöppuðu sam­an um leið íbú­um þar til að líta á Vest­ur­veld­in sem kúg­ara.

Sniðganga hef­ur verið nokkuð notuð sem vopn, með viðskipta­bönn­um, úti­lok­un frá íþrótta­keppn­um og fleiru. Rúss­ar hafa verið í banni núna í nokk­ur ár. Það er skilj­an­legt að við í Evr­ópu vilj­um ekki vinna með þjóð sem hag­ar sér eins og Rúss­ar. En er það þjóðin sem hag­ar sér með þess­um hætti eða eru það stjórn­völd? Erum við að grafa und­an stjórn­völd­um lands­ins með því að neita að eiga sam­skipti við Rúss­land? Eða erum við að þjappa Rúss­um sam­an? Erum við að hjálpa stjórn­völd­um að sýna fram á að hinn vest­ræni heim­ur sé á móti Rúss­um?

Ég held að all­ir sem þekki mig viti hvar ég stend varðandi inn­rás Rússa í Úkraínu og þau verk sem und­ir­strika það.

Það sama á við um Ísra­el. Ef við lok­um á sam­talið. Þá ger­ist bara eitt. Sam­tal helst áfram án okk­ar og án þess að rödd okk­ar heyr­ist og þá er einni rödd­inni færra sem tal­ar fyr­ir mannúð. Einni rödd færra sem vill gera heim­inn betri.

Þannig virk­um við sem mann­eskj­ur. Ef við upp­lif­um að það sé ráðist á okk­ur þá hugs­um við ekki um það hvernig við get­um orðið eins og sá sem ræðst á okk­ur vill að við verðum. Nei, við þjöpp­um okk­ur sam­an og höt­um í sam­ein­ingu. Það er ein­mitt límið sem við fær­um stjórn­völd­um í lönd­um sem beitt eru sniðgöngu. Þar þjapp­ast all­ir sam­an gegn um­heim­in­um og við lengj­um í kúg­un­inni.

Ég skil reiðina gagn­vart þeim sem beita of­beldi. En við þurf­um að muna það að þegar t.d. stjórn­völd beita of­beldi þá eru ekki endi­lega all­ir íbú­ar þess lands sam­mála því. En ef við sniðgöng­um heila þjóð í stað þess að eiga sam­tal við þau þá sam­ein­um við þau öll og það gæti tekið lang­an tíma að ná sam­an aft­ur.

Það hefði verið auðvelt fyr­ir Beyoncé að hata kántrí og neita að koma fram þar sem kántríl­ista­menn koma fram. En hún ákvað að gera akkúrat öf­ugt og breyta kántrí til framtíðar.

Ef við verðum öll aðeins meira Beyoncé þá verður heim­ur­inn betri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda