Meiri krafa um góðmennsku á vinnustöðum

Ef allir gætu bara verið indælir í vinnunni.
Ef allir gætu bara verið indælir í vinnunni. AFP

Lengi hefur það þótt veikleikamerki að vera of vingjarnlegur á vinnustað. Sumum hefur það þótt merki um linkind og að maður láti vaða yfir sig. Sérfræðingar í samskiptum greina þó viðhorfsbreytingu í þessum málum. Nú þykir það eftirsóknarvert að hafa starfsmenn sem gefa af sér aukna hlýju og nærgætni í samskiptum.

„Það að vera „góður“ hefur stundum þótt neikvætt upp að vissu marki. En yngri kynslóðin sem nú er að koma á vinnumarkaðinn vilja vinna í umhverfi þar sem góðmennskan ræður ríkjum,“ er haft eftir Emily Button-Lynham starfsráðgjafa í viðtali við Stylist Magazine.

„Gerðar eru meiri kröfur um að leiðtogar búi yfir mjög ríkum hæfileikum í mannlegum samskiptum. Það að vera velliðinn og indæll segir manni að manneskjan sé trú sjálfri sér og kemur með mannlega vídd í starfsumhverfið. Slíkt sé afar mikilvægt þegar litið er til þess að fyrirtæki eru í síauknum mæli að leggja áherslu á samfélagið en þegar tækninni fleygir fram þá verða persónuleg sambönd og samskipti enn mikilvægari.“

Tilfinningagreind er mikilvæg í nútímasamfélagi

„Oft er konum ráðlagt að vera ekki of indælar. Þannig komist þær ekki áfram í starfinu. Ég tel að það sé úreltur hugsunarháttur. Tilfinningagreind, sveigjanleiki og skilningur eru góðir kostir einhvers sem vill ná frama í lífinu.“

„Það er hins vegar vandamál ef þú telur þig ekki indælan og þarft að gera þér það upp ef til vill til þess að forðast að vera hreinskilinn. Að vera of indæll er merki um falsheit. Þegar maður vill ekki gefa fólki endurgjöf þegar þau þurfa á því að halda eða þegar maður vill forðast að taka erfiðar ákvarðanir eða segja hug sinn.“

„Það þarf að endurskilgreina hvað það er að vera góður. Sérstaklega hjá konum. Konur hafa verið aldar upp í að þóknast öðrum undir merki góðmennskunnar. Það getur vissulega haldið aftur af þeim í lífinu á margan hátt.“

„Það að vera „góður“ þýðir hins vegar að maður kann á samskipti, kann á fólk. Nær til þess á þann hátt að það vill vera með manni í liði.“

Góð ráð fyrir góða fólkið:

  • Geta sagt nei. Það krefst þjálfunar en er mjög mikilvægt. Það leiðir til kulnunar að segja já við öllum verkefnum. 
  • Það er allt í lagi ef einhver er ósammála manni. Og það er í lagi ef þú ert ekki í uppáhaldi hjá öllum svo lengi sem þú ert samkvæmur sjálfum þér og þekkir virði þitt.
  • Vertu hreinskilinn. Spurðu þig reglulega, hvað finnst mér? Hvað hef ég að segja? Aðgerðir þínar eiga að vera í samræmi við kjarnann þinn.
  • Ekki nota orð sem gera lítið úr þér. Ekki afsaka þig að óþörfu.
  • Vertu sjálfsöruggur.
  • Láttu hjartað ráða för. Við erum sterk þegar við erum trú okkur sjálf og tölum frá hjartanu. 
  • Tengstu sjálfum þér og vertu meðvitaður um það sem skiptir þig máli. Að láta ekki í sér heyra af ótta við að vera mislíkaður er ekki gott.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál