Heimur Kamillu hrundi þegar litli bróðir hennar lést

Heimur Kamillu Tryggvadóttur hrundi þegar litli bróðir hennar, Daníel Tryggvason, …
Heimur Kamillu Tryggvadóttur hrundi þegar litli bróðir hennar, Daníel Tryggvason, lést. Samsett mynd

Kamilla Tryggva­dótt­ir er 25 ára eig­in­kona, tveggja barna móðir, ráðstefn­u­stjóri og ung at­hafna­kona í sorg­ar­ferli, en þann 22. apríl 2023 um­turnaðist líf Kamillu þegar hún fékk sím­tal um að litli bróðir henn­ar, Daní­el Tryggva­son, væri lát­inn. Hún seg­ir áfallið hafa markað mik­il kafla­skipti í lífi sínu sem hafi snúið öllu á hvolf, en í þeirri óbæri­legu sorg sem fylgdi missin­um kynnt­ist Kamilla nýrri hlið á sjálfri sér.

Kamilla er gift æsku­ást­inni, Nökkva Harðar­syni, en þau kynnt­ust fyr­ir sjö árum síðan og eiga sam­an tvær dæt­ur, þær Rökkvu Rut og Mar­gréti Maríu. 

Kamilla og Nökkvi ásamt dætrum sínum tveimur.
Kamilla og Nökkvi ásamt dætr­um sín­um tveim­ur.

Ung móðir á kross­göt­um í líf­inu

Að sögn Kamillu hef­ur hún verið á far­alds­fæti frá því hún man eft­ir sér og alltaf átt auðvelt með að breyta um um­hverfi og aðlag­ast nýj­um aðstæðum. 

„Ég á það til að vera hvat­vís og hafði til að mynda verið í sam­bandi með Nökkva í tæpa þrjá mánuði þegar ég ákvað að flytja með hon­um tíma­bundið til Ísa­fjarðar – „nota bene“ þá er ég al­gjört borg­ar­barn og hafði varla stigið fæti út fyr­ir höfuðborg­ar­svæðið á þess­um tíma,“ seg­ir Kamilla.

„Þarna var ég nýorðin 18 ára og byrjuð að búa, rúm­um 450 kíló­metr­um frá fjöl­skyldu minni og vin­um, þetta var því mjög djúp laug en mikið þroska­stökk og frá­bær reynsla. Ég var í fullu námi við Mennta­skól­ann á Ísaf­irði og vann fullt starf á leik­skóla sam­hliða því. Þar kynnt­ist ég Hjalla­stefn­unni og því frá­bæra starfi sem er unnið við að styrkja og efla eig­in­leika hvers ein­stak­lings fyr­ir sig með jafn­rétti fyr­ir stafni,“ bæt­ir Kamilla við, en hún fer í dag með um­sjón með dag­legu starfi í frísund við Barna­skól­ann í Hafnar­f­irði sem fylg­ir Hjalla­stefn­unni.

Kamilla tók stórt stökk þegar hún flutti til Ísafjarðar með …
Kamilla tók stórt stökk þegar hún flutti til Ísa­fjarðar með Nökkva.

Eft­ir mennta­skóla lá leið Kamillu aft­ur til Reykja­vík­ur þar sem hún fann fyr­ir mik­illi þörf að upp­fylla langþráðan draum sinn um að verða móðir. Þegar Kamilla var 19 ára göm­ul kom eldri dótt­ir henn­ar, Rökkva, í heim­inn. 

„Þegar Rökkva fædd­ist fannst mér ég hafa upp­fyllt mín­ar ósk­ir og vænt­ing­ar í líf­inu. Slétt­um 16 mánuðum síðar fæðist yngri dótt­ir mín, Mar­grét. Þarna var ég ung móðir sam­kvæmt sam­fé­lagi okk­ar í dag, átti eft­ir að ljúka há­skóla­námi og stóð al­gjör­lega á kross­göt­um.

Ég fann neista kvikna þegar ég sá nám í miðlun og al­manna­tengsl­um aug­lýst þegar ég var heima í fæðing­ar­or­lofi með yngri dótt­ur mína og þurfti ekki að hugsa mig tvisvar um. Ég dreif mig í að senda inn um­sókn og sé ekki eft­ir því. Þarna kynnt­ist ég ótrú­lega fjöl­breytt­um og hæfi­leika­rík­um hópi, bæði sam­nem­end­um og kenn­ur­um sem búa yfir mik­illi reynslu og eru áber­andi í sam­fé­lag­inu í dag,“ út­skýr­ir Kamilla, en hún út­skrifaðist í fe­brú­ar með BA-gráðu í miðlun og al­manna­tengsl­um frá Há­skól­an­um á Bif­röst.

Það hafði verið langþráður draumur Kamillu að verða móðir.
Það hafði verið langþráður draum­ur Kamillu að verða móðir.

Með blæðandi sár á hjart­anu og sál­inni sem aldrei grær

„Síðan urðu stór kafla­skil í mínu lífi sem snéru öllu á hvolf og heim­ur­inn hrundi. Ég var stödd á ráðstefnu UAK í Hörpu þann 22. apríl 2023 þegar ég fékk sím­tal í kaffi­hlénu um að litli bróðir minn, Daní­el, væri lát­inn. Ég hrein­lega trúði þessu ekki al­veg strax og var í dágóða stund að reyna tala mig til í höfðinu um að þetta væri bara mar­tröð og allt yrði gott á ný. Í augna­blik­inu gleymdi ég því hvernig átti að opna hurðar­hún, sá bara allt í móðu og man í sjálfu sér ekki mikið eft­ir neinu öðru en að löpp­un­um hafi verið kippt all­hressi­lega und­an mér á þess­ari stundu,“ seg­ir Kamilla.

„Þetta er og verður alltaf stærsti vendipunkt­ur­inn í mínu lífi, allt um­turn­ast og þú þarft að ná þér upp og læra að ganga aft­ur allt upp á nýtt, með blæðandi sár á hjart­anu og sál­inni sem aldrei grær. Það er í al­vör­unni eng­in lygi eða klisja að þú gjör­breyt­ist sem mann­eskja og til­eink­ar þér ný gildi og viðhorf eft­ir að lenda í slíku áfalli. Á þess­um tíma­punkti var ég stödd á versta stað í lífi mínu og vissi ekki í hvorn fót­inn ég ætti að stíga,“ bæt­ir hún við. 

Heimur Kamillu hrundi þegar hún fékk símtal um að litli …
Heim­ur Kamillu hrundi þegar hún fékk sím­tal um að litli bróðir henn­ar, Daní­el, væri lát­inn.

Á þess­um tíma­punkti var Kamilla með marga bolta á lofti og seg­ist hafa kynnst al­gjör­lega nýrri hlið á sjálfri sér. „Framund­an voru miss­er­is­varn­ir í skól­an­um sem er stærsti ár­legi viðburður skól­ans og virki­lega krefj­andi. Ég hafði unnið hörðum hönd­um fram að þessu í verk­efn­inu og ákvað því að mæta og verja verk­efnið þrátt fyr­ir hrika­lega erfiðar aðstæður sem ég var að ganga í gegn­um heima.

Þarna kynnt­ist ég al­veg nýrri hlið á sjálfri mér, ég var óhrædd við að setja mín mörk, láta vaða og þora að dreyma stórt. Ég sótti um í stjórn UAK, kvöldið fyr­ir miss­er­is­varn­irn­ar, þar sem ég var þá stödd í und­ir­bún­ingi með hópn­um mín­um frá­bæra upp á Bif­röst,“ seg­ir Kamilla. 

Í kjölfar áfallsins kynntist Kamilla nýrri hlið á sjálfri sér.
Í kjöl­far áfalls­ins kynnt­ist Kamilla nýrri hlið á sjálfri sér.

„Hann var minn helsti stuðnings­maður í líf­inu“

Kamilla hafði sjálf verið fé­lagsskona í UAK í rúm tvö ár áður en langþráður draum­ur henn­ar um að sitja í stjórn rætt­ist. 

„Þetta gerði ég allt fyr­ir Daní­el en hann var minn helsti stuðnings­maður í líf­inu og hafði óbilandi trú á mér. Ég kaus að ganga lengra og sjá það sem hann sá. Til að gera langa sögu stutta þá náði ég kjöri og gegndi þar hlut­verki ráðstefn­u­stjóra, um­kringd ein­stök­um hópi kraft­mik­illa kven­skör­unga sem brenna fyr­ir jafn­rétti og því að vald­efla, hvetja og styrkja kon­ur í ör­uggu um­hverfi og skapa tengsl þvert á at­vinnu­grein­ar. Stelp­urn­ar sem sitja með mér í stjórn eru magnaðar, ég er með stjörn­ur í aug­un­um yfir þeim og er þakk­lát fyr­ir að hafa fengið tæki­færi til að skipu­leggja stjórn­ar­árið og halda viðburði með þeim. Við erum ótrú­lega sterk­ur hóp­ur og góðar í mis­mun­andi hlut­um, sem mynd­ar eina sterka heild. Við eig­um all­ar okk­ar pláss og fáum að skína á því sviði sem við erum góðar í og lyft­um hvor ann­arri upp,“ seg­ir Kamilla.

Daníel ásamt dætrum Kamillu.
Daní­el ásamt dætr­um Kamillu.

„Ég er sátt við þau verk­efni sem mér hafa verið fal­in, reynsl­una sem hef­ur fylgt því að tak­ast á við þau og fyr­ir fólkið mitt. Fjöl­skyld­an mín, maður­inn minn og dæt­ur mín­ar hafa staðið þétt við bakið á mér í gegn­um þetta allt sam­an og eru mín­ar klapp­stýr­ur í líf­inu. Án þeirra væri ég ekki á þeim stað sem ég er í dag.

Það hef­ur sannað sig að lífið er ekki alltaf dans á rós­um, en þó alltaf mik­il­vægt að finna takt­inn aft­ur og halda áfram að dansa þegar á bját­ar. Þá skipt­ir öllu að dansa út frá eig­in takti og tón­um, finna gott jafn­vægi og fylgja eig­in hreyf­ing­um – á sín­um hraða,“ bæt­ir hún við. 

Kamilla er þakklát fyrir fjölskylduna sína sem hefur staðið þétt …
Kamilla er þakk­lát fyr­ir fjöl­skyld­una sína sem hef­ur staðið þétt við bakið á henni.

Hvað skipt­ir máli að hafa í huga að þínu mati ef fólk ætl­ar að ná langt á vinnu­markaði?

„Að vera dug­leg, trúa, treysta og fylgja hjart­anu öll­um stund­um. Leyfa hjart­anu að ráða en ekki höfðinu – og hvað þá held­ur blekk­ing­ar­heil­kenn­inu (e. imposter syndrome) sem fær okk­ur til að ef­ast um eig­in getu og ágæti og dreg­ur að lok­um úr okk­ur.

Einnig er mik­il­vægt að fylla ávallt á visku­brunn­inn og kynna okk­ur þá hluti sem við ef til vill þekkj­um ekki nægi­lega vel. Við get­um alltaf á okk­ur visku bætt. Það er þrosk­andi, opn­ar nýj­ar dyr og víkk­ar sjón­deild­ar­hring­inn. Við verðum líka að sýna okk­ur mildi og sætta okk­ur við að kunna ekki og vita ekki allt. Þá er tæki­færi til staðar fyr­ir að kynna okk­ur nýja hluti.“

Nýkjörin stjórn UAK.
Ný­kjör­in stjórn UAK.

Hef­ur þú átt það til að of­keyra þig? Ef svo er, hvernig hef­ur þú brugðist við því?

„Já, en ég lærði hell­ing af því. Þarna spil­ar lík­lega hug­mynd­in um „of­ur­kon­una“ stór­an þátt, en ég féll í þá gryfju á tíma­bili að taka að mér allt of marga bolta í einu í stað þess að velja þá mik­il­væg­ustu og halda þeim þá vel á lofti. Sem sagt, að leggja áherslu á gæði um­fram magn. Ég braut mig niður fyr­ir að upp­fylla ekki þær ósann­gjörnu og óraun­hæfu kröf­ur sem ég bar til mín.

Eft­ir áfallið mikla, að missa Daní­el, þá hef­ur mér tek­ist að snúa við blaðinu og hægja tals­vert á mér, taka bara eitt skref í einu og hlusta á það sem ég finn innra með mér. Ég er al­veg í takt við mig sjálfa í dag og veit hvenær ég þarf að taka mér smá pásu frá öllu og gleyma mér yfir góðri tónlist, lesa góða bók eða prjóna. Það er mín nú­vit­und.

Suma daga er ég full af orku en aðra alls ekki. Og það er bara í fín­asta lagi. Þarna er gott jafn­vægi og virðing gagn­vart mér sjálfri lyk­ill­inn. Það er svo mik­ill hraði í einu og öllu allt um kring, því finnst mér nær­andi að leggja sím­ann frá mér, stilla á hljóðstill­ingu og eiga góðar stund­ir með fólk­inu mínu án alls áreit­is. Ég mætti samt kannski vera dug­legri að muna eft­ir að taka sím­ann af hljóðstill­ingu síðar meir svo hægt sé að ná í mig á ein­hverj­um tíma­punkti, en það er svo sem önn­ur saga.“

Eftir áfallið hefur Kamillu tekist að snúa við blaðinu og …
Eft­ir áfallið hef­ur Kamillu tek­ist að snúa við blaðinu og hægja tölu­vert á sér.

Áttu þér ein­hverja kven­fyr­ir­mynd?

„All­ar þær hug­rökku kon­ur sem bar­ist hafa fyr­ir hönd okk­ar í gegn­um tíðina um all­an heim. Við stæðum enn í stað án þeirra. Ég er svo hepp­in að hafa fullt af framúrsk­ar­andi og flott­um kon­um í mín­um innsta hring sem ég lít upp til á hverj­um degi. Þær hafa all­ar ein­hvern eig­in­leika sem ég til­einka mér og fylgi. Ég hef alltaf verið mjög göm­ul sál og var mikið með ömm­um mín­um, Mar­gréti og Birgit Maríu, þegar ég var yngri og vor­um við all­ar mikl­ar vin­kon­ur. Ég gekk til að mynda upp á Hrafn­istu úr Laug­ar­nesskóla alla daga með prjóna­dót og/​eða góða bók með mér að heim­sækja lang­ömmu Birgit, hlustaði á Villa Vill og átti meira að segja sér­merkt sæti við mat­ar­borðið með fólk­inu á deild­inni, þá um 8 eða 9 ára göm­ul. Þarna sat sitt­hvor kyn­slóðin við sama borðið. Það er dýr­mætt að fá svona sterk­ar fyr­ir­mynd­ir inn í lífið sem þú lær­ir af og kem­ur þeirra gild­um og reynslu áfram til næstu kyn­slóðar. Við amma Mar­grét töluðum um lífið og veg­inn tím­un­um sam­an og sitja þær stund­ir fast eft­ir í minn­ing­unni.“

Kamilla ásamt Margréti ömmu sinni.
Kamilla ásamt Mar­gréti ömmu sinni.

„Ömmur mín­ar eiga alltaf sér­stak­an stað í hjart­anu mínu en við átt­um mjög fal­legt og náið sam­band. Þær komu alltaf vel fyr­ir, voru ein­læg­ar og sýndu mér og ná­ung­an­um alltaf mikla hlýju, sama hvað. Þessi gildi hef ég alltaf reynt að til­einka mér, því upp­sker­an er mik­il. Maður veit aldrei hvað fólk er er að ganga í gegn­um eða hvernig því líður, þó svo við þykj­umst oft gera það en því er mik­il­vægt að passa að sýna fólki virðingu, áhuga, hlusta á það og vera til staðar. Átta okk­ur líka á því að þó okk­ur langi til að skilja suma hluti, er það oft ekki hægt. Sum fót­spor er ekki hægt að stíga í nema hafa gengið í þeim sjálf/​ur.“

Kamilla ásamt Birgit Maríu langömmu sinni.
Kamilla ásamt Birgit Maríu lang­ömmu sinni.

Fimm hlut­ir sem þú hefðir viljað vita um tví­tugt?

  1. Frami er ekki bara starfstengd­ur.
  2. Ferlið er aldrei bara línu­laga, það koma sveifl­ur og þú þarft að læra að bregðast við í allskyns aðstæðum.
  3. Þú ert sterk­ari en þú held­ur.
  4. Þér eru all­ir veg­ir fær­ir.
  5. Sam­an­b­urðar­gildr­an hún ligg­ur víða – þú mátt taka þitt pláss rétt eins og all­ir aðrir. Við eig­um öll að fá okk­ar pláss á því sviði sem okk­ur dreym­ir um. Ef þú upp­fyll­ir ekki þær kröf­ur sem til þarf, þá bæt­iru við þig þekk­ingu og reyn­ir aft­ur.
Þetta eru fimm hlutir sem Kamilla hefði viljað vita um …
Þetta eru fimm hlut­ir sem Kamilla hefði viljað vita um tví­tugt.

Hvernig leggst sum­arið í þig?

„Ég er mjög spennt fyr­ir kom­andi sumri og hlakka til að eiga góðar stund­ir með öllu frá­bæra fólk­inu mínu. Það er eitt­hvað við hækk­andi sól og hita, það lifn­ar yfir öllu ein­hvern veg­inn. Mér finnst vet­ur­inn samt alltaf næs og get ekki sagt að ég sé að koma beint úr ein­hverj­um vetr­ar­dvala – ég er bara þakk­lát fyr­ir að fá að upp­lifa öll þessi tíma­bil. „Það rign­ir- það hvess­ir, en það stytt­ir alltaf upp og lygn­ir“.“

Kamilla er spennt fyrir sumrinu framundan.
Kamilla er spennt fyr­ir sumr­inu framund­an.

Hvað ætl­ar þú að gera til þess að sum­arið verði sem best?

„Lifa á hverj­um degi í al­gjörri nú­vit­und og ró. Það er fullt af spenn­andi hlut­um framund­an hjá mér í haust, bæði í leik og starfi, ég ætla því að nota sum­arið fyrst og fremst í að njóta og skapa minn­ing­ar. Ég ætla að ganga inn í sum­arið með op­inn hug og halda áfram að vera full­kom­lega ófull­kom­in og sjá hvað bíður mín út frá því. Ég geng full til­hlökk­un­ar inn í kom­andi tíma.“

Kamilla ætlar að nýta sumarið í að skapa góðar minningar …
Kamilla ætl­ar að nýta sum­arið í að skapa góðar minn­ing­ar með fólk­inu sínu.

Það hef­ur verið nóg um að vera hjá Kamillu, en þann 11. maí síðastliðinn var viðburður­inn UAK í 10 ár - drif­kraft­ur breyt­inga hald­inn þar sem litið var yfir far­inn veg síðustu tíu ár og stefn­an sett fyr­ir næstu tíu ár. 

„Af­mæl­is­ráðstefn­an er áfangi sem vert er að fagna með stolti og þakk­læti. Við höf­um orðið vitni að ótal kon­um sem hafa tekið sín fyrstu skref í viðskipta­líf­inu, náð ár­angri og orðið fyr­ir­mynd­ir fyr­ir aðrar kon­ur. Þeirra reynslu­sög­ur skipta gríðarlegu máli. Við höf­um byggt upp sterkt tengslanet, staðið sam­an í gegn­um áskor­an­ir og tekið þátt í verk­efn­um sem hafa haft já­kvæð áhrif á sam­fé­lagið.

En 10 ára af­mælið snýst ekki aðeins um að horfa til baka – okk­ur gefst einnig tæki­færi til að horfa til framtíðar og hugsa um hvernig við get­um haldið áfram að vaxa sem ein­stak­ling­ar og sam­held­inn hóp­ur, þró­ast og gert enn meira fyr­ir ung­ar kon­ur í at­vinnu­líf­inu. Við höf­um sannað að þegar við stönd­um sam­an, þá er ekk­ert sem get­ur hindrað okk­ur í að ná mark­miðum okk­ar. Sam­an erum við drif­kraft­ur breyt­inga,“ seg­ir hún. 

Kamilla stýrði ráðstefnunni UAK í 10 ár - drifkraftur breytinga …
Kamilla stýrði ráðstefn­unni UAK í 10 ár - drif­kraft­ur breyt­inga í Hörpu þan 11. maí síðastliðinn.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda