Tekjuhæstu áhrifavaldarnir

Birgitta Líf Björnsdóttir, Eva Ruza og Sunneva Eir Einarsdóttir eru …
Birgitta Líf Björnsdóttir, Eva Ruza og Sunneva Eir Einarsdóttir eru allar á lista Frjálsrar verslunar. Samsett mynd

Eva Ruza Miljevic áhrifavaldur og útvarpsstjarna á K100 er tekjuhæsti áhrifavaldurinn samkvæmt úttekt Frjálsrar verslunar. Hún var með liðlega 1.540 þúsund krónur á mánuði árið 2023. 

Þetta er annað árið í röð sem Eva er tekjuhæst í þessum flokki, en í fyrra var hún með 1,6 milljónir.

Eva Ruza.
Eva Ruza. mbl.is/Kristinn Magnússon

Birgitta með 1,3 milljónir á mánuði

Birgitta Líf Björnsdóttir áhrifavaldur og markaðsstjóri World Class var með 1.304 þúsund krónur á mánuði og Sunneva Eir Einarsdóttir áhrifavaldur og umsjónarmaður hlaðvarpsþáttarins Teboðið var með 1.279.000 þúsund krónur. 

Birgitta Líf Björnsdóttir.
Birgitta Líf Björnsdóttir.
Sunneva Eir Einarsdóttir.
Sunneva Eir Einarsdóttir. Skjáskot/Instagram

Guðmundur Birkir Pálmason kírópraktor og áhrifavaldur var með 1.203 þúsund krónur á mánuði og Hjálmar Örn Jóhannsson grínisti, útvarpsstjarna á K100 og áhrifavaldur var með 1.012 þúsund krónur á mánuði. 

Guðmundur Birkir Pálmason kírópraktor og áhrifavaldur, betur þekktur sem Gummi …
Guðmundur Birkir Pálmason kírópraktor og áhrifavaldur, betur þekktur sem Gummi Kíró. Ljósmynd/Gummi
Hjálmar Örn Jóhannesson.
Hjálmar Örn Jóhannesson. Ljósmynd/Aðsend

Magnea með rúmar 900 þúsund

Magnea Björg Jónsdóttir í LXS-hópnum var með 907 þúsund krónur á mánuði en hún starfar einnig í markaðsdeild bílaumboðsins Heklu. 

Magnea Björg Jónsdóttir áhrifavaldur og starfsmaður Heklu var í essinu …
Magnea Björg Jónsdóttir áhrifavaldur og starfsmaður Heklu var í essinu sínu.

Elísabet Gunnarsdóttir áhrifavaldur var með 756 þúsund krónur á mánuði. 

Elísabet Gunnarsdóttir.
Elísabet Gunnarsdóttir. Skjáskot/Instagram

Reynir Bergmann Reynisson áhrifavaldur var með 751 þúsund krónur á mánuði. 

Fanney Dóra Veigarsdóttir áhrifavaldur og leikskólakennari 733 þúsund krónur á mánuði.

Gústi B með 720 þúsund 

Ágúst Beinteinn Árnason, Gústi B., áhrifavaldur og plötusnúður var með 720 þúsund krónur á mánuði. 

Ágúst Beinteinn Árnason, betur þekktur sem Gústi B, hefur slegið …
Ágúst Beinteinn Árnason, betur þekktur sem Gústi B, hefur slegið í gegn á samfélagsmiðlinum TikTok. Ljósmynd/Aðsend

Guðrún Veiga Guðmundsdóttir áhrifavaldur var með 718 þúsund krónur á mánuði. 

Sigurjón Guðjónsson, Siffi G tístari, var með 709 þúsund krónur á mánuði. 

Greint er frá tekj­um 4.000 Íslend­inga í Tekju­blaði Frjálsr­ar versl­un­ar sem kom út í dag. Hægt er að nálg­ast blaðið hér. Er þar tekið fram að um sé að ræða út­svars­skyld­ar tekj­ur á ár­inu 2023. Þær þurfi ekki að end­ur­spegla föst laun viðkom­andi. Inn í töl­un­um eru ekki fjár­magn­s­tekj­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál