5 hagnýt sparnaðarráð Arnars Þórs fyrir haustið

Fjármálaverkfræðingurinn Arnar Þór Ólafsson veit hvað hann syngur þegar kemur …
Fjármálaverkfræðingurinn Arnar Þór Ólafsson veit hvað hann syngur þegar kemur að fjármálum! Samsett mynd

Marg­ir eru nú í óða önn að koma sér aft­ur í rútínu eft­ir sum­arið og und­ir­búa sig und­ir haustið. Það er margt sem þarf að huga að þegar kem­ur að skipu­lagi og rútínu, bæði á heim­il­inu og inn­an fjöl­skyld­unn­ar en einnig í vinn­unni og skól­an­um. Það er þó ekki síður mik­il­vægt að koma skipu­lagi á fjár­mál­in og er haustið til­val­inn tími til að huga að sparnaði. 

Á dög­un­um deildi fjár­mála­verk­fræðing­ur­inn Arn­ar Þór Ólafs­son fimm góðum sparnaðarráðum fyr­ir haustið á TikT­ok-reikn­ingi Aura­tals. Arn­ar Þór setti miðil­inn á lagg­irn­ar á síðasta ári en þar gef­ur hann út hag­nýta fræðslu um fjár­mál á manna­máli, en auk þess að vera um­sjónamaður Aura­tals er Arn­ar Þór einnig hlaðvarps­stjórn­andi Pyngj­unn­ar og Ólafs­syn­ir í Undralandi og um­sjónamaður Viltu finna millj­ón? á Stöð 2.

Fimm hag­nýt sparnaðarráð fyr­ir haustið

„Jæja, nú fer haustið að nálg­ast og sum­arsukk­inu form­lega lokið og við vit­um öll að það er kom­inn tími til að spara. Þess vegna lang­ar mig að gefa ykk­ur nokk­ur góð sparnaðarráð inn í haustið,“ seg­ir Arn­ar. 

1. Skrifaðu niður það sem þú vilt spara í mánuði og stattu við það

„Fyrsta og mik­il­væg­asta regl­an – skrifaði niður það sem þú vilt spara í mánuði og stattu við það! Það er ekki nóg að segj­ast bara ætla að byrja að spara, settu haus­inn í verk­efnið og gerðu þetta að leik.“

2. Tveir fyr­ir einn

„Næsta ráð, og lík­lega eitt það van­metn­asta – tveir fyr­ir einn. Jújú, mjög marg­ir sem nýta sér þetta, en ef þú ert alltaf úti að borða þá verður þú líka alltaf að vera vak­andi fyr­ir góðum tveir fyr­ir einn til­boðum, þessi til­boð eru út um allt – síma­fyr­ir­tæki, bank­ar og ég veit ekki hvað og hvað. Og hér er jafn­vel ódýr­ara að nýta þessi til­boð held­ur en að elda mat­inn sjálf­ur. Svo verð vak­andi.“

3. Skoðaðu trygg­inga- og síma­fé­lög­in þín

„Þriðja ráðið er síðan skoðið trygg­inga- og síma­fé­lög­in ykk­ar. Þetta er auðvitað ein elsta brell­an í bók­inni en ein sú ár­ang­urs­rík­asta. Þú get­ur sparað tugi þúsunda á ári með því að vera vak­andi fyr­ir verðbreyt­ing­um hjá síma- og trygg­ing­ar­fé­lög­um hjá þér.

Ef við tök­um trygg­ing­ar­fé­lag sem dæmi þá mæli ég með að fá til­boð frá öll­um trygg­ing­ar­fé­lög­um sem eru í boði á markaðinum og velja lægsta til­boðið. Það er næg sam­keppni á þess­um markaði svo þau þurfa þig, en ekki öf­ugt. Þetta er bara „bus­iness“.“

4. Gefðu áfram gjaf­ir sem þú hef­ur eng­in not fyr­ir

„Fjórða – það er um­deilt, en ég læt það flakka. Þetta er fyr­ir þau allra hörðustu. Þú ert kannski ný­bú­in að halda veislu og ligg­ur á heil­um lag­er af flösk­um eða gjafa­bréf­um eða ein­hverju sem þú fékkst í gjöf en hef­ur eng­in not fyr­ir – gefðu það áfram sem gjöf til annarra ... ég sagði þetta ekki.“

5. Fáðu þér bóka­safnskort

„Síðasta sparnaðarráðið í bili – bóka­safnskort. Það þurfti nán­ast að skafa hök­una á mér upp úr gólf­inu þegar ég áttaði mig á því að bóka­safnskort kost­ar ekki nema 2.700 krón­ur. Þú get­ur leigt þér eins marg­ar bæk­ur og þú vilt í heilt ár. Bæk­ur kosta auðvitað heil­an hell­ing en bóka­söfn­in eru með flest­ar þess­ar bæk­ur sem að þú get­ur keypt út í búð, svo ef þú kaup­ir bæk­ur reglu­lega þá er þetta stór­felld­ur sparnaður.

Svo get­ur auðvitað fal­ist sparnaður eða jafn­vel tekju­aukn­ing að afla sér nýrr­ar þekk­ing­ar úr bók­um svo ég myndi ekki sofa á þessu sparnaðarráði.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda