Kona skráir sig á þjóðbúninganámskeið

Hér erum við Björk Eiðsdóttir að koma okkur í 19. …
Hér erum við Björk Eiðsdóttir að koma okkur í 19. aldar búninga á 17. júní. Ljósmynd/Birna Bragadóttir

Það er nauðsyn­legt að staldra við reglu­lega og skoða hvernig mætti end­ur­skipu­leggja til­ver­una til þess að fá aðeins meira út úr ver­unni hérna í sam­fé­lagi manna. Ef fólk er á harðahlaup­um upp met­orðastig­ann get­ur hjálpað að bæta við sig þekk­ingu til að flýta fyr­ir fram­an­um. Fara í MBA-nám, læra geðhjúkr­un eða lög­fræði. Nú eða skrá sig í fatasaum fyr­ir byrj­end­ur í Tækni­skól­an­um.

Sjálf er ég, skyndi­lega og nokkuð óvænt, kom­in á þann stað að ég þrái að bæta við mig þekk­ingu til auka skemmtana­gildi til­ver­unn­ar - ekki til að fá betra eða merki­legra starf. Samt ekki bara mér til skemmt­un­ar held­ur líka til að hvíla hug­ann og hugsa um eitt­hvað annað en vinn­una og dag­legt strit. Þess­ar hug­leiðing­ar leiddu til þess að nú hef ég skráð mig á nám­skeið hjá Heim­il­isiðnaðarfé­lag­inu og mun von­andi ein­hvern tím­ann geta klætt mig í afrakst­ur­inn; ís­lenska þjóðbún­ing­inn. Það ligg­ur þó ekki al­veg fyr­ir á þessu augna­bliki hvort saumaður verður 19. ald­ar bún­ing­ur, 20. ald­ar bún­ing­ur eða peysu­föt.

Hér erum við nokkrar í þjóðbúningum á Þingvöllum á 17. …
Hér erum við nokkr­ar í þjóðbún­ing­um á Þing­völl­um á 17. júní. Ein­hverj­ar voru í láns­bún­ing­um en Edda Björg Eyj­ólfs­dótt­ir leik­kona var í sín­um eig­in bún­ingi sem hún saumaði sjálf fyr­ir nokkr­um árum.

Sauma­skap­ur hef­ur fylgt mér síðan ég var lít­il en á seinni árum hef­ur tím­inn fuðrað upp og rými til hannyrða verið tak­markaður. Það eina sem ég hef gert í hönd­un­um er svo aum­ingja­legt og illa saumað að það er best að sleppa því að minn­ast á það. Þessi sauma­skap­ur hef­ur ein­hvern veg­inn bruss­ast áfram á ein­hvern óskilj­an­leg­an hátt.

Ég ef­ast stór­lega um að brussu­gang­ur sé leyfður á nám­skeiði hjá hinu virðulega Heim­il­isiðnaðarfé­lagi og ákvað því að nýta tím­ann og dusta rykið af sauma­skap af ýmsu tagi. Á síðustu mánuðum hef ég gert við göt­ótt­ar galla­bux­ur og breytt göml­um kjól­um, blind­faldað kjóla og breytt háls­mál­um. Skipt um töl­ur og þrengt.

Handsaum­ur hef­ur aldrei verið mín sterka hlið og þess vegna ákvað ég að æfa mig að sauma út í sum­ar­frí­inu. Þegar ég stóð fyr­ir fram­an út­saumsmynda­rekk­ann í hannyrðaversl­un­inni Ömmu mús í Skeif­unni gat ég ekki ákveðið mig hvort ég ætti að sauma út lít­inn voffa með mjög stórri nál eða finna krosssaumsmynd fyr­ir fólk á mín­um aldri. Hvat­vís­in tók völd­in og þegar ég kom út í bíl var ég með stór­an poka með lit­ríkri mynd af konu með skrýt­inn svip.

Þessa mynd er ég að sauma út þessa dagana. Ég …
Þessa mynd er ég að sauma út þessa dag­ana. Ég hélt að þetta væri kona en þetta er víst karl, sam­tíma­listamaður­inn Gray­son Perry.

Þegar ég tók krosssaumsmynd­ina úr pakk­an­um og fór að kynna mér kon­una sem ég ætlaði að sauma út reynd­ist þetta vera karl, sam­tíma­listamaður­inn Gray­son Perry. Ég horfði fyrst og fremst á litap­all­ett­una og munstrið. Karl­ar í dag eru nátt­úr­lega svo allskon­ar eins og við þekkj­um. 

Fyrstu spor­in voru auðveld. Ég byrjaði á græn­bláa litn­um en svo varð ég eitt­hvað óþol­in­móð og ákvað að sauma frek­ar út hárið sem er í tveim­ur gul­um lit­um. Þegar guli lit­ur­inn í hár­inu mætti græn­bláa litn­um sem er í bak­grunn­in­um komst ég að því að krosssaum­ur­inn stemmdi ekki. Ég gat nátt­úr­lega alls ekki rakið þetta allt sam­an upp og núna er ég svo­lítið að vinna með skap­andi út­saum því inn á milli er öðru­vísi spor sem fer bara í tvö göt, ekki fjög­ur eins og krosssaum­ur.

Ég veit ekki al­veg hvað kenn­ar­inn í Heim­il­isiðnaðarfé­lag­inu seg­ir við þessu. Kannski verð ég búin að ná betri tök­um á krosssaum­slist­inni í janú­ar þegar nám­skeiðið hefst en ég játa að ég hef hugsað um út­saumsmynd­ina af voffa litla sem bíður eft­ir mér í Skeif­unni. Kannski hefði verið betra að byrja smátt, byrja á litla voffa, og auka þekk­ingu og færni hægt og ró­lega.

Þrátt fyr­ir þenn­an klaufa­skap verð ég að játa að þetta er al­veg óskap­lega ró­andi og streitu­los­andi að sauma svona út. Jafn­vel þótt krosssaum­ur­inn sé með ör­lítið frjálsri aðferð. Í raun miklu meira ró­andi en að sofa á jóga­dýnu á Grens­ás­vegi á jóga ni­dra-nám­skeiði. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda