Kona skráir sig á þjóðbúninganámskeið

Hér erum við Björk Eiðsdóttir að koma okkur í 19. …
Hér erum við Björk Eiðsdóttir að koma okkur í 19. aldar búninga á 17. júní. Ljósmynd/Birna Bragadóttir

Það er nauðsyn­legt að staldra við reglu­lega og skoða hvernig mætti end­ur­skipu­leggja til­ver­una til þess að fá aðeins meira út úr ver­unni hérna í sam­fé­lagi manna. Ef fólk er á harðahlaup­um upp met­orðastig­ann get­ur hjálpað að bæta við sig þekk­ingu til að flýta fyr­ir fram­an­um. Fara í MBA-nám, læra geðhjúkr­un eða lög­fræði. Nú eða skrá sig í fatasaum fyr­ir byrj­end­ur í Tækni­skól­an­um.

Sjálf er ég, skyndi­lega og nokkuð óvænt, kom­in á þann stað að ég þrái að bæta við mig þekk­ingu til auka skemmtana­gildi til­ver­unn­ar - ekki til að fá betra eða merki­legra starf. Samt ekki bara mér til skemmt­un­ar held­ur líka til að hvíla hug­ann og hugsa um eitt­hvað annað en vinn­una og dag­legt strit. Þess­ar hug­leiðing­ar leiddu til þess að nú hef ég skráð mig á nám­skeið hjá Heim­il­isiðnaðarfé­lag­inu og mun von­andi ein­hvern tím­ann geta klætt mig í afrakst­ur­inn; ís­lenska þjóðbún­ing­inn. Það ligg­ur þó ekki al­veg fyr­ir á þessu augna­bliki hvort saumaður verður 19. ald­ar bún­ing­ur, 20. ald­ar bún­ing­ur eða peysu­föt.

Hér erum við nokkrar í þjóðbúningum á Þingvöllum á 17. …
Hér erum við nokkr­ar í þjóðbún­ing­um á Þing­völl­um á 17. júní. Ein­hverj­ar voru í láns­bún­ing­um en Edda Björg Eyj­ólfs­dótt­ir leik­kona var í sín­um eig­in bún­ingi sem hún saumaði sjálf fyr­ir nokkr­um árum.

Sauma­skap­ur hef­ur fylgt mér síðan ég var lít­il en á seinni árum hef­ur tím­inn fuðrað upp og rými til hannyrða verið tak­markaður. Það eina sem ég hef gert í hönd­un­um er svo aum­ingja­legt og illa saumað að það er best að sleppa því að minn­ast á það. Þessi sauma­skap­ur hef­ur ein­hvern veg­inn bruss­ast áfram á ein­hvern óskilj­an­leg­an hátt.

Ég ef­ast stór­lega um að brussu­gang­ur sé leyfður á nám­skeiði hjá hinu virðulega Heim­il­isiðnaðarfé­lagi og ákvað því að nýta tím­ann og dusta rykið af sauma­skap af ýmsu tagi. Á síðustu mánuðum hef ég gert við göt­ótt­ar galla­bux­ur og breytt göml­um kjól­um, blind­faldað kjóla og breytt háls­mál­um. Skipt um töl­ur og þrengt.

Handsaum­ur hef­ur aldrei verið mín sterka hlið og þess vegna ákvað ég að æfa mig að sauma út í sum­ar­frí­inu. Þegar ég stóð fyr­ir fram­an út­saumsmynda­rekk­ann í hannyrðaversl­un­inni Ömmu mús í Skeif­unni gat ég ekki ákveðið mig hvort ég ætti að sauma út lít­inn voffa með mjög stórri nál eða finna krosssaumsmynd fyr­ir fólk á mín­um aldri. Hvat­vís­in tók völd­in og þegar ég kom út í bíl var ég með stór­an poka með lit­ríkri mynd af konu með skrýt­inn svip.

Þessa mynd er ég að sauma út þessa dagana. Ég …
Þessa mynd er ég að sauma út þessa dag­ana. Ég hélt að þetta væri kona en þetta er víst karl, sam­tíma­listamaður­inn Gray­son Perry.

Þegar ég tók krosssaumsmynd­ina úr pakk­an­um og fór að kynna mér kon­una sem ég ætlaði að sauma út reynd­ist þetta vera karl, sam­tíma­listamaður­inn Gray­son Perry. Ég horfði fyrst og fremst á litap­all­ett­una og munstrið. Karl­ar í dag eru nátt­úr­lega svo allskon­ar eins og við þekkj­um. 

Fyrstu spor­in voru auðveld. Ég byrjaði á græn­bláa litn­um en svo varð ég eitt­hvað óþol­in­móð og ákvað að sauma frek­ar út hárið sem er í tveim­ur gul­um lit­um. Þegar guli lit­ur­inn í hár­inu mætti græn­bláa litn­um sem er í bak­grunn­in­um komst ég að því að krosssaum­ur­inn stemmdi ekki. Ég gat nátt­úr­lega alls ekki rakið þetta allt sam­an upp og núna er ég svo­lítið að vinna með skap­andi út­saum því inn á milli er öðru­vísi spor sem fer bara í tvö göt, ekki fjög­ur eins og krosssaum­ur.

Ég veit ekki al­veg hvað kenn­ar­inn í Heim­il­isiðnaðarfé­lag­inu seg­ir við þessu. Kannski verð ég búin að ná betri tök­um á krosssaum­slist­inni í janú­ar þegar nám­skeiðið hefst en ég játa að ég hef hugsað um út­saumsmynd­ina af voffa litla sem bíður eft­ir mér í Skeif­unni. Kannski hefði verið betra að byrja smátt, byrja á litla voffa, og auka þekk­ingu og færni hægt og ró­lega.

Þrátt fyr­ir þenn­an klaufa­skap verð ég að játa að þetta er al­veg óskap­lega ró­andi og streitu­los­andi að sauma svona út. Jafn­vel þótt krosssaum­ur­inn sé með ör­lítið frjálsri aðferð. Í raun miklu meira ró­andi en að sofa á jóga­dýnu á Grens­ás­vegi á jóga ni­dra-nám­skeiði. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda