Fimm algengar mýtur um fjármál

Arnar Þór Ólafsson er frjámálaverkfræðingur, umsjónamaður Auratals, hlaðvarpsstjórnandi Pyngjunnar og …
Arnar Þór Ólafsson er frjámálaverkfræðingur, umsjónamaður Auratals, hlaðvarpsstjórnandi Pyngjunnar og Ólafssynir í Undralandi og umsjónamaður Viltu finna milljón? Samsett mynd

Fjármálaverkfræðingurinn Arnar Þór Ólafsson deildi nýverið fimm bestu fjármálaráðunum með fylgjendum Auratals fyrir haustið. Í nýjasta myndskeiði sínu fer hann yfir fimm algengar mýtur um fjármál.

„Maður heyrir reglulega mýtur um fjármál – mýta (e. myth), eitthvað sem er ósatt. Ég ætla að fara yfir nokkrar þeirra núna og leiðrétta þær,“ segir Arnar Þór í byrjun myndbandsins.

1. Há laun = ríkur einstaklingur

„Nei gott fólk, það þarf ekki að vera samasemmerki þarna á milli. Það er eignamyndun sem gerir fólk ríkt, og til þess þarf að fjárfesta tekjunum sínum gáfulega.“

2. Þú þarft að vera ríkur til að fjárfesta

„Bull. Það geta allir fjárfest. Byrjaðu núna, sama hvað, og reyndu að gera það eins oft og þú getur. Þá er ég ekki endilega bara að tala um hlutabréf, fjárfesting í sjálfum þér hefur aldrei klikkað. Keyptu bók eða netkúrs um eitthvað sem að þig hefur alltaf langað til að vera góð eða góður í og það er aldrei að vita nema það geti orðið byrjun á einhverju stóru.“

3. Þú átt að setja allan auka pening inn á húsnæðislánið þitt

„Bull. Það er ekkert algilt hér. Þetta getur hentað sumum og er örugg leið til að verða skuldlaus sem fyrst, en þá verður þú líka að átta þig á því að þú ert að helga jafnvel áratugum af lífi þínu í þetta eina verkefni. Segjum að þú fáir hugmynd af fyrirtæki sem gæti mögulega skilað þér tugum milljóna í tekjur í framtíðinni, væri þá ekki ráðlegra að leggja pening í það í dag? Þetta snýst allt um áhættu sem þú ert tilbúinn að taka. En vissulega er það ein öruggasta leiðin að leggja bara beint inn á höfuðstól.“

4. Kreditkort eru slæm fyrir þig

„Þetta er náttúrulega ein allra þreyttasta mýtan þarna úti. Ef þú hefur stjórn á sjálfum þér og neyslunni þinni þá er kreditkort eitt öflugasta fjármálatólið sem er í boði á markaðnum. Vaxtalaust lán í mánuð og engin færslugjöld – ég þarf ekki að segja meir.“

5. Allar skuldir eru slæmar

„Það er lögð allt of mikil áhersla á neikvæða hlið skulda hérna á Íslandi, en það eru til slæmar skuldir og það eru til góðar skuldir. Dæmi um slæmar skuldir eru þær sem eru notaðar til að fjármagna neyslu, oft eru yfirdráttarlán og kreditkortagreiðsludreifingar notaðar til þess. En þú getur svo sannarlega nýtt skuldsetningu þér í hag og það gera margir. Því fylgir þó áhætta eins og hverju öðru í heimi fjármálanna svo ekki fara að leika þér að því.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda