Fimm algengar mýtur um fjármál

Arnar Þór Ólafsson er frjámálaverkfræðingur, umsjónamaður Auratals, hlaðvarpsstjórnandi Pyngjunnar og …
Arnar Þór Ólafsson er frjámálaverkfræðingur, umsjónamaður Auratals, hlaðvarpsstjórnandi Pyngjunnar og Ólafssynir í Undralandi og umsjónamaður Viltu finna milljón? Samsett mynd

Fjár­mála­verk­fræðing­ur­inn Arn­ar Þór Ólafs­son deildi ný­verið fimm bestu fjár­málaráðunum með fylgj­end­um Aura­tals fyr­ir haustið. Í nýj­asta mynd­skeiði sínu fer hann yfir fimm al­geng­ar mýt­ur um fjár­mál.

„Maður heyr­ir reglu­lega mýt­ur um fjár­mál – mýta (e. myth), eitt­hvað sem er ósatt. Ég ætla að fara yfir nokkr­ar þeirra núna og leiðrétta þær,“ seg­ir Arn­ar Þór í byrj­un mynd­bands­ins.

1. Há laun = rík­ur ein­stak­ling­ur

„Nei gott fólk, það þarf ekki að vera samasem­merki þarna á milli. Það er eigna­mynd­un sem ger­ir fólk ríkt, og til þess þarf að fjár­festa tekj­un­um sín­um gáfu­lega.“

2. Þú þarft að vera rík­ur til að fjár­festa

„Bull. Það geta all­ir fjár­fest. Byrjaðu núna, sama hvað, og reyndu að gera það eins oft og þú get­ur. Þá er ég ekki endi­lega bara að tala um hluta­bréf, fjár­fest­ing í sjálf­um þér hef­ur aldrei klikkað. Keyptu bók eða net­kúrs um eitt­hvað sem að þig hef­ur alltaf langað til að vera góð eða góður í og það er aldrei að vita nema það geti orðið byrj­un á ein­hverju stóru.“

3. Þú átt að setja all­an auka pen­ing inn á hús­næðislánið þitt

„Bull. Það er ekk­ert al­gilt hér. Þetta get­ur hentað sum­um og er ör­ugg leið til að verða skuld­laus sem fyrst, en þá verður þú líka að átta þig á því að þú ert að helga jafn­vel ára­tug­um af lífi þínu í þetta eina verk­efni. Segj­um að þú fáir hug­mynd af fyr­ir­tæki sem gæti mögu­lega skilað þér tug­um millj­óna í tekj­ur í framtíðinni, væri þá ekki ráðlegra að leggja pen­ing í það í dag? Þetta snýst allt um áhættu sem þú ert til­bú­inn að taka. En vissu­lega er það ein ör­ugg­asta leiðin að leggja bara beint inn á höfuðstól.“

4. Kred­it­kort eru slæm fyr­ir þig

„Þetta er nátt­úru­lega ein allra þreytt­asta mýt­an þarna úti. Ef þú hef­ur stjórn á sjálf­um þér og neysl­unni þinni þá er kred­it­kort eitt öfl­ug­asta fjár­málatólið sem er í boði á markaðnum. Vaxta­laust lán í mánuð og eng­in færslu­gjöld – ég þarf ekki að segja meir.“

5. All­ar skuld­ir eru slæm­ar

„Það er lögð allt of mik­il áhersla á nei­kvæða hlið skulda hérna á Íslandi, en það eru til slæm­ar skuld­ir og það eru til góðar skuld­ir. Dæmi um slæm­ar skuld­ir eru þær sem eru notaðar til að fjár­magna neyslu, oft eru yf­ir­drátt­ar­lán og kred­it­korta­greiðslu­dreif­ing­ar notaðar til þess. En þú get­ur svo sann­ar­lega nýtt skuld­setn­ingu þér í hag og það gera marg­ir. Því fylg­ir þó áhætta eins og hverju öðru í heimi fjár­mál­anna svo ekki fara að leika þér að því.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda