Septemberspá Siggu Kling í öllu sínu veldi

Sigga Kling veit hvernig september verður hjá landsmönnum.
Sigga Kling veit hvernig september verður hjá landsmönnum. mbl.is/Marta María

Sig­ríður Klingenbert, Sigga Kling, er kom­in með eld­heita stjörnu­spá fyr­ir sept­em­ber. Hrút­ur­inn verður í for­ystu­hlut­verki á meðan sporðdrek­inn þarf að slaka aðeins á hvað varðar kyn­orku. 

Hrút­ur: Þú ert for­ystusauður

Hrút­ur­inn er frá 21. mars til 19. apríl.

Elsku hrút­ur­inn minn, hin stjörnu­merk­in eru mis­jafn­lega upp­byggð úr mis­jöfnu efni en þú ert úr stáli.

Það er al­veg sama þó þú yrðir und­ir loft­steini, þú hefðir afl til að henda hon­um til baka! Ef þér finnst þú þurf­ir að vera und­ir sæng á næst­unni, þá er það bara þinn val­kost­ur, ég segi bara: „Stattu upp og gakk,” því þínir eru fæt­urn­ir.

Þú ræðst á eitt­hvert verk­efni sem þú varst bú­inn að láta frá þér (alla­vega í hug­an­um) en núna sérðu bet­ur hvernig þú kem­ur þessu öllu sam­an.

Að vola, væla og vor­kenna sér er eitt­hvað sem á ekki heima í hrúta­deild­inni, þú ert for­ystusauður og fremst­ur skaltu vera. Talaðu við yf­ir­menn ef ein­hverja hnökra er að finna en í raun og veru ætt­ir þú að sjálf­sögðu að vera yf­ir­maður­inn.

Lesa meira. 

Naut: Ekki skipta um skoðun á kort­ers fresti

Nautið er frá 20. apríl til 20. maí.

Elsku nautið mitt, þú ert svo dá­sam­lega góð mann­vera. Það er svo mik­il­vægt að þú fáir að vera einn eða ein og í friði, hvíla sig, spæla egg, gera ekk­ert sem skipt­ir máli nema bara hafa and­rými.

Þegar of mikl­ar áhyggj­ur eru af fjár­mála­tengd­um hlut­um og af­kom­end­um eða fjöl­skyldu þá segi ég bara eins og upp­á­halds Nautið mitt seg­ir alltaf: Það er allt eins og það á að vera.

Ef þú þráir breyt­ing­ar eða nýtt afl inn í ork­una þína er slíkt á leiðinni, ég sé og tengi við afl­mikið fólk sem set­ur inn þau verk­færi sem þú þarft til að gera garðinn þinn betri.

Trygg­lyndi þitt er al­gert en þau Naut sem eru á lausu þarna úti verða að at­huga að það hef­ur ekki verið nægi­lega spenn­andi og gott fólk ná­lægt þér í ást­inni á und­an­förn­um árum eða mánuðum.

Lesa meira. 


Tví­bur­ar: Þú fædd­ist til að skapa og skemmta þér

Tví­bur­inn er frá 21. maí til 20. júní.

Elsku tví­bur­inn minn, eins og ég hef svo oft áður sagt ert þú sól­ar- og
sum­artýp­an, alltaf til­bú­inn og með hug­mynd­ir að gera eitt­hvað skemmti­legt um leið og þú sérð sól­ina.

Núna er mik­il­vægt að hafa góða lýs­ingu inni hjá sér og lýsa sál­ina upp líka, hvort sem þú hef­ur ákveðið það eður ei, mun koma að ferðalagi hjá þér, þú munt finna leið til að gera lífið lit­rík­ara.

Þar sem þú ert tví­buri eins og þú veist væri oft hægt að segja að þú haf­ir tvö and­lit; þetta skemmti­lega, bjarta og hug­mynda­ríka og svo hitt and­litið sem á það til að vera „and­setið” en þá fer allt í taug­arn­ar á þér og þú ræður ekki við hinar stóru og miklu til­finn­ing­ar.

Lesa meira. 

Krabbi: Sterk öfl vaka yfir þér

Krabb­inn er frá 21. júní til 22. júlí.

Elsku krabb­inn minn, það sem að ein­kenn­ir þig helst er hvað þú ert hlýr og aðlaðandi.

Vinn­ir í þjón­ustu ert þú fyrsta mann­eskj­an sem fólk reyn­ir að tala við. Það er þín hjart­ans þrá að vera al­menni­leg­ur, láta öðrum líða vel, hafa fal­legt í kring­um þig og það skipt­ir þig öllu til að þú haf­ir ork­una þína eins og hún á að vera.

Fjöl­skyldu­líf hent­ar þér svo miklu bet­ur en að vera ein­hleyp­ur en sért þú stadd­ur þar skaltu fá þér gælu­dýr því þú hef­ur svo mikla um­hyggju­semi að gefa og dýr róa þig.

Jafn­vel þó að þú sért ekki áber­andi og/​eða lít­il­lát­ur þá ein­hvern veg­inn verða ör­lög þín þannig að þú verður sett­ur á áber­andi stall og það er svo þitt að halda áfram og velja þér ann­an stall og svo ann­an stall.

Akkúrat og ein­mitt núna ertu ekki al­veg á þínum besta tíma en það skipt­ir engu máli því það er að opn­ast fyr­ir þér að ein­hverj­ar per­són­ur eigi eft­ir að hífa þig upp vegna ein­hvers sem þú gafst af óeig­ingirni til þeirra.

Lesa meira. 

Ljón: Ef öf­und­in væri virkjuð þá þyrfti ekk­ert raf­magn

Ljónið er frá 23. júlí til 22. ág­úst.

Elsku ljónið mitt, þú ert fædd­ur hér á jörðina til að skreyta hana lit­um. Það taka all­ir eft­ir þér hvert sem þú ferð og einnig hef­urðu þannig blæ­brigði að fólk lít­ur til þín.

Að sjálf­sögðu verður margt slúðrað því að ef öf­und­in væri virkjuð á Íslandi þá þyrfti ekki raf­magn! Hentu þess­um köngu­ló­ar­vef bara af þér og brostu eins og þú sért einn í heim­in­um, þú ert alla­vega ein­stak­ur í þess­um heimi.

Þegar þér finnst að þú finn­ir ekki leiðina út úr vand­an­um þá skaltu stunda önd­un eða í raun hvað sem er best fyr­ir þig, fara til dæm­is í bað og vera þar lengi, hugsa sem minnst því allt í einu þegar pláss mynd­ast í heila­bú­inu kem­ur svarið!

Lesa meira. 

Meyja: Útkom­an læt­ur þér líða svo vel í hjart­anu

Meyj­an er frá 23. ág­úst til 22. sept­em­ber.

Elsku meyj­an mín, nú hef­ur verið aðeins of mik­il rign­ingatíð fyr­ir fal­legu meyj­una mína.

Þú þrífst á jörðinni, sól­inni og góðu súr­efni en hug­mynda­ork­an þín hef­ur legið í dvala á und­an­förn­um vik­um eða jafn­vel leng­ur.

Þú hef­ur verið þreytt og ör­lítið and­laus­ari en vana­lega, þegar þú finn­ur að slíkt tíma­bil hef­ur varað of lengi spyrn­irðu við fót­um og tek­ur helj­ar­stökk og það mun ger­ast á næstu 60 dög­um í lífi þínu.

Það sem verr gekk í lífi þínu keyr­ir þú í botn, þegar þér finnst þú vera kom­in upp við ein­hvers kon­ar vegg er eng­inn flott­ari en þú til að brjóta hann niður. Og úr því ég er að minn­ast á þetta vil ég bæta við að þegar þú vilt fá frið í huga þinn skaltu standa fyr­ir fram­an vegg og horfa á hann í fjór­ar mín­út­ur sirka og þá muntu finna kraft­inn þinn aft­ur.

Lesa meira. 

Vog: Þú ert með frá­bær spil á hendi

Vog­in er frá 23. sept­em­ber til 22. októ­ber.

Elsku vog­in mín, það er svaka mik­ill hraði í lífi þínu núna. Þú ert ekki viss hvaða ákvörðun þú þarft að taka í stór­um mál­um eða smá­um en að dvelj­ast lengi í þess­ari tíðni get­ur haft slæm áhrif á húðina þína, hárið og allt mögu­legt.

Eitt­hvað sé ég sem er að rugla þig í rím­inu, þú vilt vera góð við þig og svo ann­an aðila sem á veru­lega bágt. Þarna þarftu að fórna þér eða leyfa þess­ari per­sónu að bjarga sér sjálf.

Það eru ýms­ar eld­ing­ar í gangi en þetta er bara stutt tíma­bil og storm­inn læg­ir og sól­in skín sér­stak­lega sterkt með og upp úr fulla tungl­inu þann 17. sept­em­ber sem er risa­tungl og tunglupp­skera.

Þarna sérðu að þú hef­ur réttu spil­in í hendi þér og al­veg hreint frá­bær spil, þú sel­ur eitt­hvað, lán­ar ein­hverj­um eitt­hvað og skipt­ir tölu­vert oft um skoðun í kring­um þann tíma og það má!

Lesa meira. 

Sporðdreki: Leyfðu kyn­ork­unni að róa sig

Sporðdrek­inn er frá 23. októ­ber til 21. nóv­em­ber.

Elsku sporðdrek­inn minn, það er margt sem er að koma þér óvart núna á næstu vik­um. Það sem þú hef­ur planað er ekki víst að gangi upp, þú þarft að vera var­kár og helst að hafa augu í hnakk­an­um.

Þú ert of­ur­næm­ur og sterk­ur eins og In­ter­net. Taktu eft­ir ef þú lest eitt­hvað eða hitt­ir mann­eskju á götu, hún seg­ir þér eitt­hvað sér­stakt og þá muntu sjá að skila­boðin eru send til þín — bæði í vöku sem og í draumi því þú hef­ur inn­sæið og sérð inn í þér hluti.

Þú kem­ur auga á leynda hæfi­leika og fólk í kring­um þig ýtir líka við þér og seg­ir að þú get­ir þetta eða þú get­ir hitt, þetta eru sendi­boðar en orðið sendi­boði þýðir eng­ill sem er bein þýðing úr Biblí­unni.

Lesa meira. 

Bogmaður: Þú ert snill­ing­ur í fjár­mál­um

Bogmaður­inn er frá 22. nóv­em­ber til 21. des­em­ber.

Elsku bogmaður­inn minn, það er breyt­ing í kring­um þig í sam­bandi við pen­inga, eign­ir og af­komu. Plútó fer inn í Stein­geit­ar­merkið þann 1. sept­em­ber og dvel­ur þar í þrjá mánuði.

Þessi tími verður ógn­ar­hraður að líða og þar sem þú ert auðvitað best­ur í að laga allt í kring­um þig s.s. fjár­mál, ástar­mál, hvað sem er þannig að hér er lögð fyr­ir þig svo­lít­il kross­gáta.

Vertu al­veg viss um að ef þú ætl­ar að fjár­festa í ein­hverju eða gera mikl­ar breyt­ing­ar farðu þá var­lega. Það er yfir þér stór­kost­leg vernd svo ég hef eng­ar áhyggj­ur af þér, bara ekki kaupa hluta­bréf í ein­hverju sem þú þekk­ir ekki og alls ekki skrifa upp á eitt eða neitt nema það sem þú get­ur borgað sjálf­ur.

Hins veg­ar er þetta tími gleði og undr­un­ar á því hversu auðvelt þér verður að skapa bæði góða af­komu, að styrkja innri líðan og það er tölu­vert mikið af and­leg­um mál­um og öll­um þeim mál­um sem snúa að því að verða betri mann­eskja.

Lesa meira. 

Stein­geit: Tími gleði og undr­un­ar

Stein­geit­in er frá 22. des­em­ber til 19. janú­ar.

Elsku stein­geit­in mín, eft­ir því sem þú eld­ist verður þú vitr­ari, sterk­ari og ró­legri.

Þó ýmis áhyggju­efni hafi sótt að þér að und­an­förnu er það lík­lega Plútó að kenna því hann fór inn í þitt merki 1. sept­em­ber en fer aft­ur út úr þínu merki 19. nóv­em­ber.

Að taka öllu með yf­ir­veg­un og ró gef­ur þér það afl sem þú vilt. Ekki reiðast út í nokk­urn mann held­ur finndu lausn — að vera lausnamiðaður er eitt af þínum aðal­ein­kenn­um.

Passaðu eins vel og þú get­ur að þú kom­ir þér ekki á ystu nöf í of mik­illi vinnu og/​og eða lé­legu eða öm­ur­legu mataræði og drekktu vínið þitt í hófi eða slepptu því bara al­veg. Mikl­ar til­finn­ing­ar eru að brjót­ast um í þér og gefðu þess­ari orku ást og um­hyggju.

Lesa meira. 

Vatns­beri: Þú þarft ekki að elt­ast við neitt

Vatns­ber­inn er frá 20. janú­ar til 18. fe­brú­ar.

Elsku vatns­ber­inn minn, það er búið að vera vagg og velta í kring­um þig eins og þegar sjór­inn á Íslandi er í of miklu fjöri.

Þegar svona streitu­vald­andi þætt­ir halda í hönd­ina á þér er bara eitt sem þú get­ur gert; taka sterka ákvörðun já eða nei hvað svo sem það á við, skrifa niður það sem þú hef­ur þegar ákveðið, slaka svo á og sleppa tök­un­um.

Þú ert svo mögnuð vera en átt til of mikla stjórn­semi … ekki þá endi­lega gagn­vart öðrum en samt öllu sem er í kring­um þig.

Þá ertu með of mörg járn í eld­in­um og til að fylgj­ast með því að allt sé að dafna verður ekk­ert eins frá­bært og þú vild­ir að það yrði. Skoðaðu fyrst og fremst það sem fær­ir þér ör­yggi og set­ur mat í pott­inn þinn og þó þér hafi ekki fund­ist þú vera nógu ham­ingju­sam­ur um þess­ar mund­ir líttu þá bara aðeins bet­ur í kring­um þig.

Lesa meira. 

Fisk­ar: Þú ert full­kom­inn eins og þú ert

Fisk­ur­inn er frá 19. fe­brú­ar til 20. mars.

Elsku lit­ríki fisk­ur­inn minn, það er svo ein­stakt að það er eins og þú teng­ist svo árstíðunum og það er ekki alltaf hægt að segja að byrj­un árstíðar sé þinn besti tími sem er núna.

Hins veg­ar ger­ist það líka alltaf að þú hrist­ir af þér það slen og tek­ur opn­um örm­um hverju því sem að þú vilt að komi inn í líf þitt.

Þetta ger­ist svo aft­ur um ára­mót og svo um vor. Þetta er ekki eitt­hvað sem þú átt að bú­ast við, held­ur er gott að hafa þetta svo­lítið á bak við eyrað og vita þá ástæðu þess manni líður svona eða hinseg­in.

Í öll­um frumun­um þínum er ein­hvers kon­ar ósk um breyt­ingu en sú breyt­ing get­ur ekki orðið nema þú vit­ir hvaða leið þú vilj­ir fara. Þegar þú ert stopp og veist ekki hvert þú vilt fara og hvað þú vilt gera — haltu þá bara áfram á sömu braut því það sem þú leit­ar að kem­ur þegar líður tölu­vert lengra á þetta ár.

Lesa meira. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda