Björg lokaði eftir 31 ár

Björg Ingadóttir fatahönnuður og eigandi Spakssmannsspjara.
Björg Ingadóttir fatahönnuður og eigandi Spakssmannsspjara. mbl.is/Eyþór Árnason

„Tísku­lands­lagið er að breyt­ast út af tækni sem samþætt­ast gervi­greind,“ seg­ir Björg Inga­dótt­ir, fata­hönnuður og list- og verk­mennta­kenn­ari. Björg hef­ur síðustu ár spilað leiðandi hlut­verk í inn­leiðingu sta­f­rænn­ar hönn­un­ar á Íslandi og kenn­ir nú áhuga­söm­um þessa bylt­ing­ar­kenndu aðferð í svo­kölluðu ör­námi í Há­skól­an­um á Bif­röst. Hún seg­ir mik­il tæki­færi fel­ast í sta­f­rænni hönn­un og að tækn­in opni nýj­ar dyr fyr­ir fata­hönnuði og dragi úr vist­spor­um.

Björg er flest­um lands­mönn­um að góðu kunn en hún stofnaði versl­un­ina Spaks­manns­spjar­ir árið 1993 með það að mark­miði að hanna ein­stak­ar flík­ur.

„Ég hef verið í þessu fagi alla mína ævi og fylgst grannt með nýj­um sta­f­ræn­um leiðum í fata­hönn­un og fatafram­leiðslu síðustu ár. Ég byrjaði í kring­um 2017 að leita leiða til þess að gera mig sjálf­bær­ari í starfi mínu sem fata­hönnuður og komst fljótt að því að föt þurfa ekki að vera efn­is­leg til þess að vera til. Tækn­in er aðal­atriðið í dag,“ út­skýr­ir hún.

„Þetta gamla fer nú að verða úr­elt“

Margt hef­ur breyst frá því að Björg byrjaði að hanna og sauma flík­ur fyr­ir ein­hverj­um ára­tug­um síðan. Hún seg­ir sta­f­rænu bylt­ing­una eiga eft­ir að gjör­breyta fata­hönn­un og versl­un­ar­menn­ingu um all­an heim.

„Þetta gamla fer nú að verða úr­elt en aðferðafræðin, kunn­átt­an, vand­virkn­in og hand­bragðið er enn til staðar. Þú þarft að þræða nál­ina og setj­ast niður við sauma­vél­ina á ein­hverj­um tíma­punkti en sta­f­ræn hönn­un ger­ir okk­ur kleift að draga úr sóun, vist­spor­um, fram­leiðslu­kostnaði og of­fram­leiðslu sem er mjög stórt vanda­mál hjá fyr­ir­tækj­um. Al­menn fram­leiðsla og búðarrekst­ur svar­ar ekki leng­ur kröf­um tím­ans, að mínu mati,“ seg­ir Björg.

Hvað er sta­f­ræn fata­hönn­un?

„Í stuttu máli er það hönn­un, sníðagerð og sauma­skap­ur á fatnaði, en með nýj­um verk­fær­um.“

Björg seg­ir marga mis­skilja sta­f­ræna hönn­un­ar­ferlið. „Fólk fatt­ar ekki að þú ert að gera al­veg sömu sníðagerð, hún er bara kom­in á tölvu­tækt form. Sum­ir halda að ég sé að nota gervi­greind og geri þar af leiðandi ekk­ert sjálf, en það er alls ekki þannig. Þú þarft að kunna sníðagerð og skilja sauma­skap. Ég fylgi flík­inni frá byrj­un til enda en for­ritið ger­ir mér kleift að gera skemmti­leg­ar til­raun­ir með flík­ur og ólík efni, sem eru í dag orðin sta­f­ræn.“

Var ekki erfitt að setja sig inn í tækni­hliðina?

„Nei, mér fannst það ekki. Ég var fljót að aðlag­ast þessu en er enn auðvitað á fullu að læra.“

„Tískulandslagið er að breytast út af tækni sem samþættast gervigreind,“ …
„Tísku­lands­lagið er að breyt­ast út af tækni sem samþætt­ast gervi­greind,“ seg­ir Björg Inga­dótt­ir, fata­hönnuður og list- og verk­mennta­kenn­ari. mbl.is/​Eyþór Árna­son

Tækn­in er aðal­atriðið

Björg seg­ir mik­il­vægt að hafa putt­ann á púls­in­um hvað varðar nýj­ung­ar í fag­inu þar sem fata­hönn­un sé að fær­ast meira yfir á sta­f­ræna miðla.

„All­ir sem vinna í fag­inu í dag þurfa að búa yfir meiri tæknikunn­áttu en áður þar sem samþætt­ing í list­grein­um og tækni sem og verk­námi og tækni er að verða al­gjör. Hönn­un­ar­ferlið fer nú fram í sýnd­ar­heimi og stækk­ar þannig starfs­svið fata­hönnuða og eyk­ur mögu­leika og sýni­leika.“

Er mik­ill áhugi fyr­ir sta­f­rænni fata­hönn­un?

„Já, er­lend­is er þetta komið inn í alla skóla. Þetta er auðvitað nýtt og til­tölu­lega óþekkt hér á landi. Íslend­ing­ar eru rosa­lega sein­ir að taka þetta upp og hef ég reynt eft­ir bestu getu und­an­far­in ár að kynna sta­f­rænt hand­verk og hönn­un fyr­ir fólk í skóla­kerf­inu. Mögu­leik­arn­ir eru enda­laus­ir og nýt­ast á öll­um sviðum fata­hönn­un­ar og fata­gerðar og miklu fleiri sviðum en bara þar. Þetta eru skalan­leg sta­f­ræn gögn.“

Hvaða mögu­leika býður þetta upp á?

„Þetta dreg­ur úr sóun, fram­leiðslu­kostnaði og styður við ný­sköp­un á mjög mörg­um sviðum. Það eru margs kon­ar viðskipta­tæki­færi í sýnd­ar­heim­in­um. Með þess­ari tækni er allt hægt. Ég, per­sónu­lega, get náð mun betri tök­um á vöru­stjórn­un í Spak­manns­spjör­um þar sem þetta gef­ur mér færi á því að kynna og selja nýju fatalín­una mína áður en hún er fram­leidd.“

Get­ur gervi­greind hannað full­komna flík?

„Já, gervi­greind­in get­ur hannað, það er að segja komið með margs kon­ar hug­mynd­ir að út­færsl­um á flík­um. En síðan flæk­ist málið þegar þegar á að gera flík­ina. Það er ekki víst að efni og auka­hlut­ir séu til, sem lík­ist því sem gervi­greind­in kem­ur með til­lögu að. Gervi­greind­in get­ur ekki gert sniðin né út­fært til­lög­urn­ar. Allt hand­verkið, hvort sem það er sta­f­rænt eða hefðbund­in, er eitt­hvað sem gervi­greind­in ræður ekki, að minnsta kosti ekki eins og staðan er í dag.“

Lokaði eft­ir 31 ár

Björg stend­ur á tíma­mót­um. Hún lokaði dyr­un­um að versl­un Spaks­manns­spjara 6. júní, akkúrat 31 ára eft­ir að fyrsta versl­un­in opnaði dyr sín­ar.

Hvernig leið þér að loka versl­un­inni?

„Ég var al­veg til­bú­in og langaði að breyta til. Með alla mína þekk­ingu og reynslu þá hef ég ekki leng­ur áhuga á því sem ég kalla „úr­eltu leiðina“, það er að segja að fram­leiða föt áður en þau eru seld.

Ég lít því á þetta sem skemmti­legt og spenn­andi tæki­færi, enda ekki hætt að hanna, fram­leiða og selja flík­ur, ég er bara búin að flytja vinn­una yfir í sýnd­ar­heim og vil nýta mér þau tæki­færi sem þar eru. Í dag bý ég til sta­f­ræn föt og kem til með að bjóða viðskipta­vin­um mín­um upp á al­gjör­lega nýja upp­lif­un.“

Björg er ein­hleyp og býr ásamt yngsta syni sín­um í fal­legri íbúð á Háa­leit­is­braut. Þar hef­ur hún vinnuaðstöðu sína og tek­ur á móti viðskipta­vin­um. „Það er meiri hátt­ar að vera laus við versl­un­ar­viðveru og geta ráðið þessu bara sjálf. Það er lítið mál að vinna heima með allt í dag, eng­in sníðaborð, eng­ar sauma­vél­ar og enga hefðbundna versl­un.“

Hvað ger­ir þú í frí­tíma þínum?

„Mér hætt­ir til að vinna og grúska of mikið í því nýj­asta sem er að ger­ast í tækni og tísku. En ég elska alla úti­veru þó ég sé ekki „hard core”, þá elska ég að labba á fjöll, hjóla á fjalla­hjóli og svamla í sjón­um hér á Íslandi. Mig lang­ar til að eyða miklu meiri tíma í að leika mér. Nátt­úr­an er al­gjör orku­hleðsla fyr­ir mig sem og spenn­andi verk­efni.

Ertu í ástar­leit?

„Ekki endi­lega, en aldrei segja aldrei. Ástin er orka sem maður á aldrei að úti­loka enda kem­ur hún manni áfram á öll­um sviðum. Lífið er skemmti­legt og mér finnst bara ofboðslega spenn­andi að vera til á þess­um tím­um bæði fag­lega og per­sónu­lega, það er svo já­kvæð orka í því að end­ur­skipu­leggja sig og standa á tíma­mót­um.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda