„Ég lenti á hinum margumtalaða vegg og brotlenti“

Vigdís Másdóttir er kona á framabraut.
Vigdís Másdóttir er kona á framabraut. mbl.is/Karítas

Vig­dís Más­dótt­ir, kynn­ing­ar- og markaðsstjóri menn­ing­ar­mála í Kópa­vogi, er kraft­mik­il, kapp­söm og dríf­andi frama­kona. Hún hef­ur verið viðloðandi ís­lenskt list­a­líf í fjölda­mörg ár og komið víða við á far­sæl­um ferli sín­um. Vig­dís flutti í byrj­un árs í Garðabæ og er að vinna í að koma sér fyr­ir þar ásamt dótt­ur sinni. 

Hvernig komstu þangað sem þú ert í dag?

„Ein­fald­lega með því að segja já. Ef að leik­list­in staðfesti eitt­hvað þá er það að segja já við hug­mynd­um, sama hversu fá­rán­leg­ar þær hljóma, maður veit aldrei hvað get­ur gerst.

Ég man eft­ir að hafa heyrt mömmu segja þetta við mig frá unga aldri. Það er mik­il­vægt að mæta með opn­um hug og þora að taka slagi, taka pláss, hafa rangt fyr­ir sér, hafa rétt fyr­ir sér og gera bet­ur þegar maður veit bet­ur."

„Ég er svo hepp­in að það er gam­an í vinn­unni“

Vig­dís var ráðin kynn­ing­ar- og markaðsstjóri menn­ing­ar­mála í Kópa­vogi síðastliðið haust og var val­in úr hópi 120 um­sækj­enda um starfið.

Út á hvað geng­ur starfið?

„Ég starfa við hlið hinn­ar ein­stöku Elísa­bet­ar Indru Ragn­ars­dótt­ur en hún er verk­efna­stjóri viðburða og hátíða und­ir styrkri hönd Soffíu Karls­dótt­ur sem er yfir menn­ing­ar­mál­um hjá Kópa­vogs­bæ, því­lík­ar kon­ur, ekk­ert nema gæði. Sam­an kom­um við að alls kon­ar viðburðum, smiðjum, fræðslu og vinn­um í nánu sam­starfi við öll þau stór­glæsi­legu menn­ing­ar­hús sem standa í þyrp­ingu við Kópa­vogs­kirkj­una.“

Vigdís leggur mikinn metnað í vinnu sína.
Vig­dís legg­ur mik­inn metnað í vinnu sína. mbl.is/​Karítas

Hvað gef­ur vinn­an þér?

„Ég er svo hepp­in að það er gam­an í vinn­unni, þannig að gleði væri lík­ast til fyrsta svarið mitt. Ég leita uppi fólk og aðstæður sem geta kennt mér eitt­hvað því ég þoli illa stöðnun, ég þarf að fá reglu­leg­an inn­blást­ur í formi áskor­ana og lær­dóms.“

Hvað skipt­ir máli að hafa í huga ef fólk ætl­ar að ná langt á vinnu­markaði?

„Að mæta með opn­um hug, skilja breyt­ing­ar og þróun, halda fast í gild­in sín og um­fram allt að hafa gam­an. Við eyðum svo stór­um hluta ævi­skeiðs okk­ar í vinnu þannig að hún verður að gefa okk­ur eitt­hvað til baka. Það fer svo eft­ir gild­un­um þínum hvað það er, er það launa­á­vís­un­in, til­finn­ing­in að það sem þú ger­ir bæt­ir heim­inn og eða lífs­gæði, að miðla mik­il­væg­um upp­lýs­ing­um til að viðhalda opnu og upp­lýstu sam­fé­lagi eða hvað annað sem þér finnst mik­il­væg­ast.“

„Ég sakna frek­ar fer­ils­ins sem leiðir á sviðið“

Vig­dís er með meist­ara­gráðu í list­kennslu og leik­ara­próf frá Lista­há­skóla Íslands og lék mikið á sviði hér á árum áður. 

Sakn­ar þú sviðsins?

„Nei, ég get ekki sagt það. Ég sakna frek­ar fer­ils­ins sem leiðir á sviðið, það er það sem hef­ur alltaf heillað, rann­sókn­in, grúskið, sviðsetn­ing­in og hvernig við fram­kvæm­um gald­ur­inn. Sviðið sem slíkt var bara afurðin af vinn­unni, vissu­lega hélt maður áfram að vinna en aðdrag­and­inn var alltaf mun meira spenn­andi.“

Vigdís segir mikilvægt að fylgja eigin innsæi.
Vig­dís seg­ir mik­il­vægt að fylgja eig­in inn­sæi. mbl.is/​Karítas

Er auðvelt að starfa sem leik­ari á Íslandi?

„Veistu, ég bara veit það ekki. Ég held að það sé bara eins og með allt annað. Þú upp­skerð eins og þú sáir, svo er þetta líka oft bara heppni, að vera á rétt­um stað á rétt­um tíma. Ég hef séð frá­bæra leik­ara ekki fá tæki­færi en þeir hafa haldið sig við fagið og upp­skera svo seinna og þá með glæsi­brag. En það er mjög lítið starfs­ör­yggi í sviðslist­um, fá störf og styrkja­kerfið, þrátt fyr­ir ný­lega inn­spýt­ingu, van­fjár­magnað. Við eig­um svo fá­rán­lega mikið af hæfi­leika­ríku, dríf­andi og skap­andi fólki sem spyr sam­fé­lagið áleit­inna og krefj­andi spurn­inga (svona miðað við höfðatölu) að það er synd að við get­um ekki veitt fleir­um braut­ar­gengi.“

Af hverju leitaðir þú á önn­ur mið?

„Það var nú eig­in­lega bara þannig að miðin fundu mig. Ég fór aft­ur í nám eft­ir að ég eignaðist dótt­ur mína og þar með var það eig­in­lega bara ákveðið. Vig­dís Jak­obs­dótt­ir, ein af fjöl­mörg­um fyr­ir­mynd­um mín­um, hvatti mig áfram og í kjöl­farið tóku við verk­efni sem kenndu mér margt um sjálfa mig. Ég gat miðlað án þess að standa á sviðinu, haft áhrif og spurt spurn­inga, skapað og ef­ast.

Krist­ín Ey­steins­dótt­ir bauð mér að sníða nám fyr­ir ung­menni í sviðslist­um við húsið. Það varð úr og ég lagði grunn­inn að leik­list­ar­skóla Borg­ar­leik­húss­ins, skrifaði náms­skrá, stýrði og kenndi við skól­ann fyrstu þrjú árin. Þetta gerði ég ásamt því að starfa við upp­á­halds mennta­stofn­una mína, Lista­há­skóla Íslands. Í Lista­há­skól­an­um fékk ég svo tæki­færi til þess að stækka enn frek­ar í starfi og var treyst fyr­ir mörg­um frá­bær­um og lær­dóms­rík­um verk­efn­um.

Ég hef farið víða á starfs­ferli mín­um, unnið með fólki með fatlan­ir, í veit­inga­geir­an­um, við viðburðastjórn, kvik­mynda­gerð og margt fleira en alls staðar reyni ég að til­einka mér eitt­hvað nýtt, sama hvort það sé nýtt verklag eða ein­hver hæfni. 

Ég held að ég sé þessi týpíski adhd-tví­buri (veit samt ekk­ert um stjörnu­merk­in). Ég er sjaldn­ast hrædd við að prófa eitt­hvað nýtt og vera með marga bolta á lofti. Það ger­ir það lík­ast að verk­um að mér geng­ur yf­ir­leitt vel að fóta mig, með gríðarlega aðlög­un­ar­hæfni, en að sama skapi er ég með af­burðahæfni í að koma mér í kland­ur með því að taka að mér aðeins of mikið.“

Vigdís brotlenti eftir erfiða tíma og áföll.
Vig­dís brot­lenti eft­ir erfiða tíma og áföll. mbl.is/​Karítas

„Var kom­in í ör­mögn­un­ar­ástand“

Vig­dís gekk í gegn­um mikl­ar breyt­ing­ar, meðal ann­ars skilnað, skömmu áður en hún hreppti starf kynn­ing­ar- og markaðsstjóra menn­ing­ar og hef­ur verið að fóta sig í nýrri ver­öld síðustu mánuði. 

Fannst þér þú upp­skera á ein­hverj­um tíma­punkti að þú vær­ir búin að ná mark­miðum þínum?

„Já, auðvitað, en mark­miðin breyt­ast eft­ir því sem maður þrosk­ast og lær­ir. Ég reyni að temja mér í seinni tíð að vera með „dash“ af raun­sæi í bland við drauma og þrár. Þegar maður hef­ur gengið í gegn­um erfiða tíma og áföll er svo gott að geta stigið til baka og metið hvað það er sem raun­veru­lega skipt­ir máli og leit­ast við að ná þeim mark­miðum og ég er á mjög góðri sigl­ingu núna.“ 

Hef­ur þú átt það til að of­keyra þig, og ef svo, hvernig hef­ur þú brugðist við því?

„Held­ur bet­ur! Ég lenti á hinum marg­um­talaða vegg og brot­lenti. Ég var að vísu búin að lenda á hon­um áður en tók því ekki al­var­lega. Þá bara tek­ur lík­am­inn við og seg­ir stopp. Ég bara fékk engu ráðið og upp­lifði þá öm­ur­legu staðreynd að ég var kom­in í ör­mögn­un­ar­ástand.

Ég á sem bet­ur fer á góða að og var það hepp­in að kom­ast að á Heilsu­stofn­un Nátt­úru­lækn­inga­fé­lags­ins í Hvera­gerði. Það varð mín lífs­björg því ég var mjög langt kom­in án þess að skilja það sjálf. Þar fékk ég held­ur bet­ur skell­inn, endaði í minn­isþjálf­un, viðtöl­um, sjúkraþjálf­um, en með þeirri fag­legu og framúrsk­ar­andi hjálp sem ég fékk þar og bug­lega geng­inu mínu (dug­leg­ustu kon­ur lands­ins sem hafa bug­ast und­an álag­inu) þá hef ég öðlast skiln­ing og þekk­ingu á þörf­um mín­um og hvað ég þarf að gera til þess að halda heil­brigði. Þetta þýddi rót­tæk­ar breyt­ing­ar á lífi mínu sem hafa skilað mér miklu meiri ró og vellíðan.

Ég er kom­in með nýtt lífs­mottó sem kjarn­ar þetta að mér finnst svo ótrú­lega vel: „Not my mon­key, not my cirk­us.“ Við sem mann­eskj­ur stönd­um og fyr­ir fram­an okk­ur eru mis­marg­ir apar að hoppa og skoppa og vilja at­hygli. Þá spyr ég mig: „Á ég þenn­an apa?“ Ef já þá tek ég hann í fangið ef nei þá spyr ég: „Lang­ar mig í þenn­an apa?“ Ef já þá tek ég hann í fangið ef nei þá þarf hann að fara eitt­hvað annað. Þetta iðka ég nær dag­lega og fyr­ir vikið er ég miklu ham­ingju­sam­ari.“ 

Vigdís segir margt spennandi á dagskrá hjá Kópavogsbæ.
Vig­dís seg­ir margt spenn­andi á dag­skrá hjá Kópa­vogs­bæ. mbl.is/​Karítas

„Er erfitt að „jöggla“ móður­hlut­verk­inu og fullu starfi?

„Erfitt er kannski ekki rétta orðið en það get­ur verið krefj­andi. Ég hef þurft að fórna gæðatíma með dótt­ur minni en ég er svo hepp­in að við eig­um mjög gott skap sam­an. Ég er alin upp á heim­ili þar sem hlut­irn­ir voru rædd­ir, bæði mamma og pabbi voru dug­leg að hlusta og setja hlut­ina í sam­hengi, og ég reyni eft­ir fremsta megni að vera til staðar fyr­ir dótt­ur mína og hlúa að henni eins og for­eldr­ar mín­ir gerðu fyr­ir mig. Ann­ars er ég al­veg svaka­lega hepp­in með ein­tak, hún er svo hlý, klár og hrika­lega fynd­in að það er aldrei leiðin­legt að verja tíma með henni.

Ég og fyrr­ver­andi maður­inn minn erum mjög góðir vin­ir og það er okk­ur mikið kapps­mál að hlúa vel að dótt­ur okk­ar, erum mjög sam­stiga þegar kem­ur að henni og vinn­um vel sam­an.“ 

Ertu opin fyr­ir ást­inni?

„Auðvitað, annað væri galið, en ég er ekki að leita eft­ir henni, ef hún kem­ur þá bara ger­ist það. Við skul­um bara segja að ég er mjög upp­tek­in af því að njóta lífs­ins.“

Fimm hlut­ir sem þú hefðir viljað vita um tví­tugt? 

  • Mis­tök eru gjöf 
  • Hlusta á inn­sæið 
  • Treysta á inn­sæið 
  • Fylgja inn­sæ­inu 
  • Eng­inn veit neitt og all­ir eru að gera sitt besta.

Hvað finnst þér skemmti­leg­ast að gera utan vinnu­tíma?

„Eld­húsið er griðastaður­inn minn, mér finnst fátt skemmti­legra en að gefa góðu fólki að borða, sér í lagi þeim sem kunna að meta það. Sam­talið sem á sér stað við mat­ar­borðið er svo dýr­mætt.

Ég held að ég sé sel­ur í átt­unda lið, mér líður mjög vel í vatni. Sjór­inn hef­ur gríðarlegt aðdrátt­ar­afl. Mér finnst það stór­kost­leg til­finn­ing að dýfa mér og synda í sjón­um. Ég ber mikla virðingu fyr­ir haf­inu, það bæði gef­ur og tek­ur og það þarf að sýna var­færni vilji maður stunda sjó­sund. Að sama skapi er það ein­stak­lega heilandi sem og öll iðkun á hvers kyns vatna­sporti. Við erum mjög rík hér á Íslandi að eiga all­ar þess­ar frá­bæru sund­laug­ar sem ég nýti mikið. Svo er tónlist mik­il­væg­ur hluti af lífi mínu og ég hlusta mikið og á alls kon­ar. Og ótrú­legt en satt þrátt fyr­ir að hafa unnið í menn­ing­ar­tengd­um störf­um síðustu ár þá reyni ég að kom­ast á sem flest sem ég kemst yfir og þá eru und­ir list­ir í sinni víðustu skil­grein­ingu.“

Áttu þér ein­hverja kven­fyr­ir­mynd?

„Já, og þær eru marg­ar.

Fyrst og síðast eru all­ar kon­urn­ar í fjöl­skyld­unni minni með mömmu, Guðrúnu Ein­ars­dótt­ir, í far­ar­broddi. Hún hef­ur kennt mér svo margt, að hlusta á inn­sæið, vinna vinn­una, ekki hræðast að taka erfiðar ákv­arðanir og taka fólki eins og það er, ég get bara stjórnað mín­um gjörðum. Svo á ég fá­rán­lega flott­ar syst­ur og vin­kon­ur sem gæða líf mitt með visku, þol­in­mæði, og hlýju. Thelma Björk Jóns­dótt­ir, mín nán­asta vin­kona, sýn­ir það og sann­ar á hverj­um degi að hún er gang­andi krafta­verk. Hún er ótrú­leg, ég hef sjald­an ef nokk­urn tím­ann hitt mann­eskju sem býr yfir jafn miklu æðru­leysi og hún, upp­full af ást og þakk­læti og býr yfir ein­hverj­um óraun­veru­leg­um styrk til fyr­ir­gefn­ing­ar. Nafna mín Finn­boga­dótt­ir er átrúnaðargoð – alltaf fund­ist hún svo fal­leg blanda af gáf­um, gæðum og alúð. Fríða Björk Ingvars­dótt­ir, fyrr­ver­andi rektor Lista­há­skól­ans, hef­ur haft gríðarleg áhrif á sjálfs­mynd mína í starfi, hún hef­ur ávallt verið gjöf­ul á sam­tal og ein­stak­lega hvetj­andi. Hún kenndi mér að treysta, vita hvenær maður sæk­ir og hvenær maður leyf­ir hlut­un­um að spil­ast út. Ég er svo hepp­in að hafa tengst henni per­sónu­lega og það hef­ur verið mjög fal­leg vinátta sem mér þykir mjög vænt um. Vig­dís Jak­obs­dótt­ir áður­nefnd hef­ur kveikt neista, virkjað for­vitni mína og hvatt, á mjög stór­an stað í hjarta mínu. Snæ­björg Sig­ur­geirs­dótt­ir, radd­kenn­ari og Björg Jóna Birg­is­dótt­ir, fyrr­um náms­stjóri hafa kennt mér mildi og sjálfs­ást sem gleym­ast svo oft í amstri dags­ins. Ef ég stækka svo mynd­ina út fyr­ir per­sónu­lega tengsl þá hafa orð Mayu Ang­elou oft haft djúp­stæð áhrif sér í lagi þegar kem­ur að sjálfs­mynd­inni og þeim kröf­um sem við eig­um til að setja á okk­ur að óþarfa.“

Vig­dís er mik­il stemn­ings­kona og hlakk­ar til að kveikja á kert­um og njóta sam­vista með góðu fólki yfir góðum mat. 

Hvernig leggst vet­ur­inn í þig?

„Þrusu­vel, kerta­tím­inn er að koma, rútín­an að detta inn og það er svo margt skemmti­legt að ger­ast. Viðburðarskjalið okk­ar í Mekó er að springa af spenn­andi verk­efn­um og því­lík­ir lista­menn sem koma að hinum ýmsu viðburðum og verk­efn­um. Það er búið að vera mjög spenn­andi að fylgj­ast með bæj­arlista­mann­in­um okk­ar í ár, Kri­stofer Rodrigu­ez Svönu­syni slag­verks­leik­ara, en hann er með svo flott­ar hug­mynd­ir og mikla ástríðu fyr­ir list­inni. 

Dótt­ir mín er svo að stíga sín fyrstu skref í ung­linga­deild­inni og það er mjög skemmti­legt að fá að fylgj­ast með henni blómstra.“

Hvað ætl­ar þú að gera til þess að hann verði sem best­ur?

„Allt sem nær­ir mig! Ég ætla að stökkva á sem flest tæki­færi til þess að gera eitt­hvað nýtt, njóta sam­vista við besta fólkið, borða góðan mat og hlúa að mínu og mín­um.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda