Nýjasti starfskrafturinn á Landspítalanum er loðinn

Kjarkur er í þjálfun á Landspítalanum.
Kjarkur er í þjálfun á Landspítalanum. Skjáskot/Instagram

Land­spít­al­inn hef­ur fengið til sín lít­inn, loðinn og ein­stak­lega krútt­leg­an, liðsauka.

Kjark­ur, sem er gold­en retriever-hvolp­ur, var kynnt­ur til leiks á In­sta­gram-síðu Land­spít­al­ans nú á dög­un­um og hef­ur ráðning­in vakið mikla at­hygli, en hátt í 4.000 manns hafa líkað við færsl­una. Fjöl­marg­ir hafa einnig óskað Kjarki til ham­ingju með nýja starfið.

„Kjark­ur er ný­kom­inn til starfa á Land­spít­ala. Hann er enn í aðlög­un sem iðju­hund­ur á Kleppi og 32A á Hring­braut og mun koma til með að taka þátt í hunda­knúsi og deild­ar­göng­um þegar hann verður stór ásamt því að vera stuðning­ur við skjól­stæðinga og starfs­fólk,” stend­ur við færsl­una.

Gold­en retri­ver-hund­ar eru þekkt­ir fyr­ir vinnu­semi, glaðlegt viðmót og elsku­leg­heit. Kjark­ur á því án efa eft­ir að sinna starfi sínu með mikl­um sóma.

View this post on In­sta­gram

A post shared by Land­spít­ali (@land­spitali)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda