Getur tannlæknir skráð jeppann á fyrirtækið sitt?

Eymundir Sveinn Einarsson endurskoðandi hjá Endurskoðun og ráðgjöf svarar spurningum …
Eymundir Sveinn Einarsson endurskoðandi hjá Endurskoðun og ráðgjöf svarar spurningum lesenda Smartlands.

Ey­mund­ur Sveinn Ein­ars­son end­ur­skoðandi hjá End­ur­skoðun & ráðgjöf svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hann spurn­ingu frá sjálf­stætt starf­andi tann­lækni. 

Ég er sjálf­stætt starf­andi tann­lækn­ir og bý í ná­grenni Reykja­vík­ur þar sem ég vinn sem verktaki. Ég er með ehf. fé­lag. Er nokkuð mál fyr­ir mig að selja fé­lag­inu mínu jepp­ann minn á fé­lagið og láta það sjá um kostnaðinn við hann. All­ir vin­ir mín­ir sem eru með SLF eða ehf fé­lög eru að gera þetta og segja að þetta sé ekk­ert mál. Hvað seg­ir þú?

Kveðja, 

H

Sæl.

Til að byrja með er veru­lega var­huga­vert að taka ráðgjöf um skatta­lega ráðgjöf frá „öll­um“. Ég er ein­hvern veg­inn al­veg viss um að þess­ir sömu aðilar eru ekki að tjá sig ef þeir lenda í að svara fyr­ir­spurn frá skatt­in­um varðandi bif­reiðahlunn­indi.

En stutta svarið er „Já“ – þú get­ur skráð bif­reiðina á fé­lagið en það hef­ur veru­leg­ar skatta­leg­ar af­leiðing­ar. Ef fólks­bif­reið eða jeppi er skráð á fé­lag og stjórn­end­ur eða tengd­ir aðilar eru að nýta hann í eig­in þágu þá eru þessi hlunn­indi að fullu skatt­skyld. Engu máli skipt­ir þótt bif­reiðin sé notuð í þágu starf­sem­inn­ar.

Einnig verður að benda á að akst­ur til og frá vinnu er aldrei frá­drátt­ar­bær kostnaður sama hvar menn velja að búa eða vinna. Skatt­skylda af bif­reiðanotk­un er tölu­verð og þarf að skila bæði staðgreiðslu skatta og trygg­inga­gjaldi af reiknuðum hlunn­ind­um.

Sem ein­falt dæmi ef bif­reiðin kost­ar 10 millj­ón­ir þyrft­ir þú að skila skatti af um 2.8 millj­ón­um og trygg­inga­gjaldi sem eru veru­leg­ar fjár­hæðir. Þannig að þú mátt gera þetta en þetta hef­ur veru­leg­ar skatta­leg­ar af­leiðing­ar í för með sér. Til viðbót­ar bendi ég líka á að engu máli skipt­ir hvort bif­reiðin sé í eigu fé­lags­ins eða til dæm­is í leigu.

Kveðja, 

Ey­mund­ur

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Ey­mundi spurn­ingu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda