Stærsta áskorunin að fá krabbamein 39 ára gömul

Stærsta áskorun í lífi Viktoríu var þegar hún greindist með …
Stærsta áskorun í lífi Viktoríu var þegar hún greindist með krabbamein, þá aðeins 39 ára. Ljósmynd/Aðsend

Viktoría Jensdóttir er önnur umsjónarkvenna námskeiðsins Skilvirki leiðtoginn, ásamt Maríönnu Magnúsdóttur. Viktoría er gift Stuart Maxwell og saman eiga þau tvo drengi, 11 og 15 ára. Í miðjum kórónuveirufaraldrinum greindist hún með brjóstakrabbamein aðeins 39 ára gömul, sem var mikið áfall.

Í veikindunum fékk hún hugmyndina að námskeiðinu og hvernig væri hægt að kenna einstaklingum umbótahugsun og nota þau tól og tæki sem hún hafði sjálf lært í starfi.

Viktoría ásamt eiginmanni sínum, Stuart Maxwell og sonunum Hendrik og …
Viktoría ásamt eiginmanni sínum, Stuart Maxwell og sonunum Hendrik og Vilhjálmi. Ljósmynd/Aðsend

Hvernig komstu þangað sem þú ert í dag?

„Ég ákvað frekar ung að fara í verkfræði eftir hvatningu frá pabba. Fyrsta árið í iðnaðarverkfræði var erfitt en eftir því sem á leið fann ég mig mjög vel í náminu,“ segir Viktoría.

Hún var virkilega ánægð að foreldrar hennar hefðu bent henni á þessa leið því að á þeim tíma hefðu ekki verið margar kvenfyrirmyndir sem voru verkfræðingar.

„Sú sem ég leit mest til var Rannveig Rist sem starfaði hjá Rio Tinto og því lá það beint við að ég færi í álið en ég hóf störf hjá Alcoa þegar ég var að klára mastersnámið mitt.“

Viktoría er í dag formaður Krafts góðgerðafélags sem styður krabbameinsveika …
Viktoría er í dag formaður Krafts góðgerðafélags sem styður krabbameinsveika og aðstandendur í baráttunni við sjúkdóminn. Ljósmynd/Aðsend

Hefur lært heilmargt

Til að gera langa sögu stutta segist Viktoría hafa verið þakklát fyrir árin fjögur hjá Alcoa, í umhverfi sem var í senn kvikt og krefjandi.  

„Ég hef starfað lengst af hjá Össuri á mínum ferli en þó með hléum," segir Viktoría sem var upphaflega deildarstjóri umbóta og öryggis á Íslandi og er nú forstöðumaður stefnu og verkefna á rekstrarsviði.

Hún er einnig formaður góðgerðafélagsins Krafts en félagið stóð þétt við bakið á henni þegar hún barðist sjálf við krabbameinið.

„Ásamt þessu hef ég haft mjög gaman af því að kenna umbótahugsunina.“

„Stærsta áskorunin í mínu lífi var þó að fá krabbamein …
„Stærsta áskorunin í mínu lífi var þó að fá krabbamein svona ung og hugsa að mögulega myndi ég ekki sjá börnin mín vaxa úr grasi.“ Ljósmynd/Aðsend

Krabbameinið tók sinn toll

Hverjar voru helstu áskoranirnar á leiðinni?

„Helstu áskoranir mínar voru til dæmis að vilja frama en líka fjölskyldu,“ svarar Viktoría og segir það hjálpa að þau hjónin séu jafnvíg á öllum stöðum.

„Stærsta áskorunin í mínu lífi var þó að fá krabbamein svona ung og hugsa að mögulega myndi ég ekki sjá börnin mín vaxa úr grasi.“ Átökin voru mikil bæði andleg og líkamleg en Viktoría upplifði jafnvel afbrýðisemi í garð vinkvenna sinna sem voru að standa sig vel í starfi á sama tíma og hún sjálf barðist við veikindin. 

En til að ná langt segir Viktoría að fólk þurfi að hafa skýra sýn á hvert skuli stefna og átta sig einnig á að vöxtur er ekki alltaf bara ein leið. 

„Það er mikilvægt að hafa markmið. Í umbótahugsun þá er maður alltaf að reyna að vera betri í dag en í gær,“ segir Viktoría. Vel sé hægt að ná markmiðum sínum og þegar þeim er náð eigi ekki að stoppa heldur setja sér ný markmið. Ekki einungis varðandi starfsframann heldur einnig varðandi einkalífið, t.a.m verja meiri tíma með fjölskyldunni. 

Viktoría er í hópi vinkvenna sem kalla sig Saumavélina.
Viktoría er í hópi vinkvenna sem kalla sig Saumavélina. Ljósmynd/Aðsend

Passar að ofkeyra sig ekki

Hvað gefur vinnan þér?

„Kraft og gleði, en það skiptir mig virkilega miklu máli.“

Hver er uppáhaldsdagur vikunnar og hvers vegna?

„Föstudagar en þá er alltaf Dominos-pizza með fjölskyldunni og kósý kvöld.“

Hefur þú átt það til að ofkeyra þig, og ef svo er, hvernig hefur þú brugðist við því?

„Eitt af því sem hefur reynst mér erfitt og ég er að reyna að vera betri í er að útdeila verkefnum til annarra. Það er nefnilega þannig að maður þarf ekki að gera allt sjálfur þótt maður haldi það.“

Og segist Viktoría vera vel meðvituð um að ofkeyra sig ekki, það sé eitt af því sem hún þurfi að passa eftir að hún komst í gegnum veikindi sín. 

Á góðri stund í góðum félagsskap.
Á góðri stund í góðum félagsskap. Ljósmynd/Aðsend

Gott skipulag er lykillinn

Viktoría er skipulögð, lítur yfir vikuna á föstudögum og skoðar hvað gekk vel og hvað mátti betur fara. „Það er engin betri leið að fara inn í helgina vel skipulagður fyrir næstu.“ 

Á morgnana vill hún helst vera komin í vinnu klukkan 8:20 til að líta yfir daginn og fara yfir hvort eitthvað hafi komið í pósthólfið frá löndum sem eru í öðru tímabelti.

Hún horfi frekar í að skila sínum verkefnum heldur en í átta tíma vinnudaginn. Vinnan geti alveg teygst fram til kvölds, sérstaklega þegar hún á í samskiptum við samstarfsmenn í öðru tímabelti.

Eftir sumarið er gott að fá haustið þegar rútína og …
Eftir sumarið er gott að fá haustið þegar rútína og skipulag fara í gang. Ljósmynd/Aðsend

Ferðalögin og fjölskyldan best

„Mér finnst ótrúlega gaman að ferðast með fjölskyldunni. Það er tími sem allir eru saman að njóta og maður kynnist á annan hátt.“

Fyrir utan stundirnar með fjölskyldunni er hreyfing ofarlega í huga Viktoríu en þeim hjónum finnst gaman að hlaupa í „drulluhindrunarhlaupi“ ásamt góðum vinum.

Að lokum segist Viktoría spennt fyrir vetrinum, hún elski haustið því þá fari allt í gang eftir sumarið. En námskeið þeirra Maríönnu Skilvirki leiðtoginn hefst einmitt 12. nóvember.

Eitt af helstu áhugmálunum eru hlaup með eiginmanninum og góðum …
Eitt af helstu áhugmálunum eru hlaup með eiginmanninum og góðum vinum. Ljósmynd/Aðsend
Viktoría Jensdóttir er önnur umsjónarkvenna námskeiðsins Skilvirki leiðtoginn.
Viktoría Jensdóttir er önnur umsjónarkvenna námskeiðsins Skilvirki leiðtoginn. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda