Hvern dreymir ekki um lækninn í hvíta sloppnum sem leysir að því er virðist öll heimsins vandamál og uppfyllir villtustu drauma.
Smartland fór á stúfana og tók saman lista yfir heitustu lækna landsins sem lesendur geta notið yfir kertaljósi nú um helgina.
Haldið ykkur fast!
Tómas Þór Ágústsson lauk embættisprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands 2001. Hann stundaði framhaldsnám í Oxford og Lundúnum 2002-2012 en hefur síðan verið sérfræðilæknir í lyf- og innkirtlalækningum á Landspítala.
Tómas hefur einstakan fatastíl sem má sjá glitta í undir læknasloppnum. Hann á fjölmjörg áhugamál, þar á meðal skrautfiskarækt.
Þórdís Kjartansdóttir er einn af færustu lýtalæknum landsins og starfar á Dea Medica. Hún lærði í Frakklandi og má segja að hún sé sérfræðingur í brjóstaminnkunum þar sem hún lærði réttu handtökin af tveimur kvenlýtalæknum í Frakkalandi.
Jórunn Atladóttir er skurðlæknir með sérgrein í aðgerðum á neðri meltingarvegi og starfar á Landspítalanum. Jórunn er fjölhæf ævintýrakona sem á fjölmörg áhugamál sem flest eru tengd útivist. Hún stundar sjósund af kappi og er í sjósundshópnum Bárunum sem syntu í sumar í Norður-Íshafinu. Hún spilar golf og prjónar í frístundum.
Andri Wilberg Orrason er menntaður þvagfæraskurðlæknir og starfar við Royal Marsden-sjúkrahúsið í Lundúnum. Hann er mikill ævintýramaður og nýtur þess að ferðast vítt og breitt um heiminn. Andri ferðaðist alla leið til Suður-Afríku árið 2018 til þess að ljúka við verklega hlutann af fjarnámi sínu í köfunarlækningum.
Eva Jónasdóttir er fæðinga- og kvensjúkdómalæknir sem starfar hjá Domus Læknar og á Landspítalanum. Eva er hraustleikinn uppmálaður.
Hannes Sigurjónsson lauk læknanámi frá Háskóla Íslands og sérhæfði sig í lýtalækningum á Karolinska-háskólasjúkrahúsinu í Stokkhólmi. Hann starfar hjá Læknahúsinu Dea Medica þar sem hann sérhæfir sig í fegrunarlækningum á brjóstum, bol og andliti. Hannes er mikill hestamaður og á mörg verðlaunahross. Þá stundar hann einnig skíði og fluguveiði.
Anton Örn, húðlæknir á Húðlæknastöðinni, er sérfræðingur í húðlækningum og þykir ekki bara klár heldur einstaklega myndarlegur.
Eva Björk Úlfarsdóttir er fæðinga- og kvensjúkdómalæknir og starfar sem sérfræðingur á kvenlækningadeild Landspítalans. Hún nam læknisfræði við háskólann í Árósum. Bráðmyndarleg alveg!
Ottó Guðjónsson er án efa einn þekktasti lýtalæknir landsins. Hann starfaði um árabil í Bandaríkjunum en flutti til Íslands árið 2002 eftir tæplega 18 ára dvöl í New York. Ottó er mikill menningarmaður og duglegur að sækja leikhús og aðra menningarviðburði.
Ari Víðir Axelsson er sérfræðingur í almennum barnalækningum og ofnæmislækningum barna og starfar hjá Domus. Hann er mikill útivistarmaður og nýtur þess að eyða tíma sínum á fjöllum uppi.