Draumur Ásdísar Ránar orðinn að veruleika

Ásdís Rán gefur nú sjálfshjálparbókina út á ensku.
Ásdís Rán gefur nú sjálfshjálparbókina út á ensku.

Ásdís Rán Gunn­ars­dótt­ir, at­hafna­kona og fyrr­um for­setafram­bjóðandi, ákvað eft­ir for­seta­slag­inn í sum­ar að þýða sjálfs­hjálp­ar­bók­ina sem hún gaf út fyr­ir nokkr­um árum yfir á ensku. Hún seg­ir það gaml­an draum sem nú er orðinn að veru­leika.

Bók­in er vinnu­bók og lífs­stíls­leiðar­vís­ir fyr­ir kon­ur á öll­um aldri sem vilja læra að elska sjálfa sig, finna eld­móðinn og tak­ast á við mark­mið á skemmti­leg­an hátt. Á ensku heit­ir bók­in Celebra­te You: The Art of Self-Love. 

„Fyr­ir nokkr­um árum gaf ég hana út á ís­lensku með draum­inn um að deila henni með heim­in­um einn dag­inn. Í dag er sá draum­ur orðinn að veru­leika. Ég hef gert fjölda breyt­inga, bætt við mörgu nýju og auðgað efnið tölu­vert. Ég er ótrú­lega stolt af því hversu fal­leg hún er orðin,“ seg­ir Ásdís í frétta­til­kynn­ingu. 

Bókin heitir Celebrate You: The Art of Self Love á …
Bók­in heit­ir Celebra­te You: The Art of Self Love á ensku.

Hægt að end­ur­heimta gleðina og lífs­kraft­inn

„Bók­in er dýr­mætt verk­færi fyr­ir all­ar stelp­ur og kon­ur. Í hraða nú­tím­ans er auðvelt að fest­ast í nei­kvæðum hugs­un­um og hegðun­ar­mynstr­um sem draga úr ham­ingju okk­ar og vellíðan. En góðu frétt­irn­ar eru þær að það er hægt að kom­ast úr þessu nei­kvæða munstri! Með aðstoð bók­ar­inn­ar, smá þjálf­un og hvatn­ingu er hægt að end­ur­heimta gleðina og lífs­kraft­inn.“

Ásdís seg­ist hafa fengið að leiðbeina og ráðleggja fjölda kvenna síðustu ár bæði hér á landi sem og í út­lönd­um. „Það er mitt hjart­ans mál að hvetja kon­ur til að trúa á sjálf­ar sig, elta drauma sína og skapa blóm­lega framtíð. Bók­in end­ur­spegl­ar þá visku sem ég hef öðlast á mín­um ferli og ég legg mikla áherslu á sjálfs­ást, nú­vit­und og heil­brigð mörk sem er mik­il­væg­ur hluti af okk­ar vellíðan.“

Bók­in er fá­an­leg sem raf­bók til niður­hals eða sem prentuð raf­bók í gegn­um Amazon.
Ásdís hefur ráðlagt fjölda kvenna síðustu ár.
Ásdís hef­ur ráðlagt fjölda kvenna síðustu ár.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda