„Vonandi verðum við ekki ástfangnar af kúnnunum okkar“

Denise og Karitas eru tilbúnar að tækla öll verkefni.
Denise og Karitas eru tilbúnar að tækla öll verkefni. Ljósmynd/Ágústa Ýr Guðmundsdóttir

Vin­kon­urn­ar Denise Mar­grét Yag­hi og Ka­ritas Ósk Harðardótt­ir eiga það sam­eig­in­legt að elska brúðkaup og allt umstangið sem því fylg­ir. Þær ákváðu því að dýfa tán­um í djúpu laug­ina og stofnuðu brúðkaupsþjón­ustu sem ber heitið Stikk­frí í sum­ar. Rekst­ur­inn hef­ur farið vel af stað og eru stöll­urn­ar stolt­ar, spennt­ar og full­ar til­hlökk­un­ar yfir kom­andi verk­efn­um og von­ast að sjálf­sögðu að sem flest­ir beri upp bón­orðið á næstu vik­um og mánuðum.

Denise, dans­ari, dans­kenn­ari og yf­ir­flug­freyja hjá Play, og Ka­ritas, viðskipta­fræðing­ur og viðburðastjóri Ice­land Innovati­on Week, kynnt­ust þegar þær voru báðar bú­sett­ar í kín­versku borg­inni Hong Kong árið 2018.

„Þetta varð allt fyr­ir hálf­gerða til­vilj­un,“ segja þær ein­um rómi. „Sko, þetta er nú svo­lítið skondið. Ka­ritas hafð verið bú­sett og starf­andi í Kína í um það bil eitt ár þegar hún ákvað að flytja til Hong Kong árið 2018, en þáver­andi vinnustaður hennr var með starfs­stöð þar,“ út­skýr­ir Denise sem var akkúrat í leit að nýj­um her­berg­is­fé­laga á þess­um tíma. „Hún flutti inn. Við urðum fljótt nán­ar og góðar vin­kon­ur, eða rétt­ara sagt bestu vin­kon­ur. Við höf­um brallað ým­is­legt sam­an í gegn­um árin, eydd­um ynd­is­leg­um stund­um í Hong Kong og erum nú orðnar viðskipta­fé­lag­ar.“

Stöllurnar í Hong Kong.
Stöll­urn­ar í Hong Kong. Ljós­mynd/​Aðsend

Þessi sex ár eru eins og heil mann­sævi

Hef­ur ykk­ur alltaf langað að starfa sam­an?

„Við höf­um mjög oft talað um það í gegn­um árin. Þó svo að við höf­um aðeins þekkst í sex ár líður okk­ur alltaf eins og við höf­um þekkst alla tíð. Við erum al­veg hand­viss­ar um að okk­ur hafi verið ætlað að vera vin­kon­ur. Ætli það hafi því ekki bara verið tímaspurs­mál hvenær við fær­um að vinna sam­an. Við höf­um það að minnsta kosti á til­finn­ing­unni að við séum á réttri veg­ferð með þetta skemmti­lega fyr­ir­tæki okk­ar.“

Hvaðan spratt hug­mynd­in að fyr­ir­tæk­inu?

„Hug­mynd­in að Stikk­frí kom fyrst upp á yf­ir­borðið þegar Denise fór að kenna dans hér á landi eft­ir að hafa flust heim frá Hong Kong. Hún tók að sér alls kyns skemmti­leg verk­efni í dans­skóla og eitt þeirra var að kenna til­von­andi brúðhjón­um hinn svo­kallaða brúðkaups­dans eða brúðar­vals­inn,“ út­skýr­ir Ka­ritas. 

„Já, þannig byrjaði bolt­inn að rúlla. Flest pör­in sem ég varð þess heiðurs aðnjót­andi að kenna voru byrj­end­ur í sam­kvæm­is­dansi en það var auðvitað all­ur gang­ur á því. All­ir hafa takt­inn í sér en sum­ir hafa hann inn­byggðan,“ seg­ir Denise og hlær. 

„Öll komu þau til mín í þeim til­gangi að fá hjálp við að und­ir­búa fyrsta dans­inn sinn sem hjón. Þetta voru skemmti­leg verk­efni en ég tók áber­andi eft­ir því að öll verðandi brúðhjón­in áttu það sam­eig­in­legt, kon­urn­ar í flest­um til­fell­um, að vera stressuð yfir und­ir­bún­ingn­um. Ég sá fólk vera að slig­ast und­an álagi og þreytu, enda ótal margt sem þarf að huga að fyr­ir stóra dag­inn. Eft­ir að hafa fylgst með þó nokkr­um verðandi brúðhjón­um ganga í gegn­um þetta helj­ar­inn­ar mikla und­ir­bún­ings­ferli fór ég að velta fyr­ir mér hvað ég gæti gert til að létta und­ir og auðvelda fólki fyr­ir. Upp úr því spratt síðan hug­mynd­in. Ég bar hana und­ir Ka­ritas, sem leist al­veg ótrú­lega vel á, enda hafði sama hug­mynd blundað í henni lengi.“

Denise er atvinnudansari.
Denise er at­vinnu­dans­ari. Ljós­mynd/​Aðsend

Hvað er Stikk­frí?

„Stikk­frí er ís­lensk brúðkaupsþjón­usta sem sér­hæf­ir sig í að aðstoða pör við að skipu­leggja og fram­kvæma drauma­brúðkaup þeirra. Við bjóðum upp á þjón­ustu sem nær yfir allt frá aðstoð við val á staðsetn­ingu, skreyt­ing­um og veit­ing­um og bara öllu öðru sem viðkem­ur stóra deg­in­um. Mark­mið Stikk­frí er að gera brúðkaups­ferlið auðveld­ara og ánægju­legra fyr­ir brúðhjón­in svo að þau geti ein­beitt sér al­farið að því að njóta dags­ins.“

Hvaðan kem­ur nafnið?

„Við vor­um bún­ar að fara svo marga hringi með nafnið og í allt aðrar átt­ir. Við vor­um sam­mála um að vilja ekki hafa heiti fyr­ir­tæk­is­ins of flókið en vild­um samt passa að það væri gríp­andi. Allt í einu einn dag­inn þá kom það til okk­ur, að sjálf­sögðu í miðjum und­ir­bún­ingi fyr­ir brúðkaup. Okk­ur leist vel á orðið þar sem það lýs­ir því hvernig okk­ur lang­ar að brúðhjón­um líði í und­ir­bún­ings­ferl­inu, stikk­frí.“

Gísli Ragnar og Karitas á brúðkaupsdaginn.
Gísli Ragn­ar og Ka­ritas á brúðkaups­dag­inn. Ljós­mynd/​Anna Pálma og Guy Aroch

Ein gift, hin trú­lofuð

Ka­ritas gift­ist sín­um heitt­elskaða, Gísla Ragn­ari Guðmunds­syni iðnaðar­verk­fræðingi, í júlí 2021. Denise er hins veg­ar trú­lofuð Ró­berti Ket­ils­syni flug­manni og bíður spennt eft­ir að ját­ast unn­usta sín­um.

Blaðamaður varð því að for­vitn­ast um brúðkaups­dag Ka­ritas­ar og Gísla Ragn­ars sem og drauma­brúðkaup Denise og Ró­berts.

„Brúðkaups­dag­ur­inn var gjör­sam­lega geggjaður og ég myndi í sann­leika sagt ekki breyta neinu við hann, þó svo að ég hafi fengið blett í brúðarföt­in mín aðeins fimm mín­út­um fyr­ir at­höfn­ina. Það gaf deg­in­um bara aðeins meiri sjarma.

Við Gísli Ragn­ar trú­lofuðum okk­ur á Balí árið 2018 og ætluðum að gifta okk­ur 2020. Flest all­ur und­ir­bún­ing­ur var langt kom­inn þar sem ég er mjög skipu­lögð og þræl­vön þegar kem­ur að viðburðahaldi. En allt kom fyr­ir ekki, kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn skall á og kom í veg fyr­ir brúðkaups­fögnuðinn það sum­arið en við vor­um al­veg poll­ró­leg. Taka tvö var gerð sum­arið 2021, en þá ætluðum við að gifta okk­ur í júní en enduðum á að gifta okk­ur þann 10. júlí, í tveggja vikna Covid-glugga.

Það alltaf gaman hjá vinkonunum.
Það alltaf gam­an hjá vin­kon­un­um. Ljós­mynd/​Anna Pálma og Guy Aroch

Þegar ég horfi til baka og skoða mynd­ir í sím­an­um mín­um þá sé ég að við send­um út boðskort í brúðkaupið aðeins ör­fá­um vik­um áðum, með mjög stutt­um fyr­ir­vara, en það gekk upp. Mig minn­ir að það hafi verið 99% mæt­ing og all­ir voru meira en til í skemmti­legt partí á þess­um tíma­punkti. Úr varð upp­á­halds­dag­ur okk­ar þar sem við gift­um okk­ur úti við Ægissíðuna, þar sem við búum í dag, þrem­ur árum síðar ásamt tveggja ára gam­alli dótt­ur okk­ar.“

Ka­ritas og Gísli Ragn­ar héldu veisl­una í Perlunni og buðu gest­um upp á fram­andi mat­seðil og gott partí.

„Þegar ég var að skipu­leggja brúðkaupið mitt þá vissi ég að mig langaði til að gera eitt­hvað aðeins öðru­vísi. Við hjón­in ákváðum því að bjóða upp á skemmti­leg­an og öðru­vísi mat­seðil sem lýsti sam­bands­sögu okk­ar. Við höf­um búið sam­an á sex stöðum í heim­in­um og út­bjugg­um mat­seðil­inn þannig að það voru sex rétt­ir og hver og einn ein­kenndi ákveðið land eða borg. Það var ríf­andi stem­ing allt kvöldið en Páll Óskar, Inspector Spacetime og DJ Dóra Júlía héldu stuðinu gang­andi langt fram­eft­ir nóttu,“ seg­ir Ka­ritas.

Denise er aðeins byrjuð að púsla sam­an hug­mynd­um að stóra deg­in­um. 

„Draum­ur­inn er að halda brúðkaupið okk­ar úti á landi, á ein­hverj­um fal­leg­um stað. Mér finnst svo heill­andi til­hugs­un að gera svo­lítið mikið úr þessu, gefa fólki tæki­færi á að fagna með okk­ur yfir heila helgi.

Ég sé fyr­ir mér sum­ar­brúðkaup en er samt al­veg opin fyr­ir fleiru. Fal­leg at­höfn með per­sónu­leg­um tón­list­ar­atriðum, góðum mat og bara dúnd­ur­gott partí með geggjaðri tónlist er stærsti draum­ur­inn. Svo væri al­gjör bón­us ef að sól­in læti sjá sig á brúðkaups­dag­inn,“ út­skýr­ir verðandi brúðurin.

Denise og Karitas sjá um allt frá A-Ö.
Denise og Ka­ritas sjá um allt frá A-Ö. Ljós­mynd/​Blik Studi­os

Vax­andi iðnaður

Brúðkaupsiðnaður­inn á Íslandi hef­ur vaxið mikið und­an­far­in ár að sögn eig­enda Stikk­frí.

„Hann er kannski ekki jafn­stór og í öðrum lönd­um en á síðustu árum hef­ur Ísland orðið vin­sæll áfangastaður fyr­ir brúðkaup. Mörg er­lend pör fljúga hingað til þess að gifta sig í óspilltri ís­lenskri nátt­úru eða und­ir dansi norður­ljós­anna.“

Er mik­il sam­keppni?

„Það er ein­hver sam­keppni á markaðnum en samt sem áður hef­ur þessi þjón­usta, eins og sú sem við bjóðum upp á hjá Stikk­frí, greini­lega verið eitt­hvað sem hef­ur lengi vantað hér á landi. Við bæði finn­um það og heyr­um á fólk­inu sem við höf­um spjallað við síðustu mánuði. Það eru kannski ekki bein­ir sam­keppn­isaðilar akkúrat þar sem við staðsetj­um okk­ur á markaðnum en okk­ur finnst sam­keppni bara heil­brigð og góð, þar sem eft­ir­spurn er um­fram fram­boð að okk­ar mati. Það er pláss fyr­ir alla.“

Hvað er það skemmti­leg­asta við að skipu­leggja brúðkaup?

„Það skemmti­leg­asta við að skipu­leggja brúðkaup að okk­ar mati er að fá að taka þátt í því að gera brúðkaups­dag­inn ein­stak­an og upp­fylla all­ar ósk­ir brúðhjón­anna. Það er eitt­hvað ein­stakt við að fá að sinna þeim verk­efn­um sem brúðhjón eiga ekki að þurfa að sinna sjálf og þora gjarn­an ekki að biðja vini og vanda­menn um að sinna. Verk­efn­in geta verið allt milli him­ins og jarðar, allt frá því að stilla hljóðkerfið í veislu­saln­um yfir í það að passa að brúðurin muni eft­ir að taka brúðar­vönd­inn með sér í at­höfn­ina.“

Stikkfrí hefur skipulagt þó nokkur brúðkaup og þar á meðal …
Stikk­frí hef­ur skipu­lagt þó nokk­ur brúðkaup og þar á meðal brúðkaup Snorra Más­son­ar og Nadine Guðrún­ar Yag­hi. Ljós­mynd/​Blik Studio

Hvað er mest stress­andi?

„Auðvitað lang­ar manni bara að gera sitt allra besta til þess að gera stóra dag­inn full­kom­inn en það sem get­ur oft valdið miklu stressi er það sem er erfitt eða ómögu­legt að stjórna, t.d. veðrið, hvað þá hérna á Íslandi. Draum­ur margra brúðhjóna er gjarn­an að hafa annað hvort at­höfn eða hluta brúðkaups­ins úti og þá get­ur fólk farið á hliðina af stressi. Það besta er eig­in­lega að vera svart­sýnn í þess­um aðstæðum og hugsa dag­inn út frá versta mögu­lega veðrinu, búa sig und­ir það og þá er allt annað bara bón­us.

Annað sem get­ur verið stór stressvald­ur fyr­ir skipu­leggj­end­ur brúðkaupa eru óvænt­ar uppá­kom­ur, eins og ef að stærsta tón­list­ar­atriði dags­ins hætt­ir við með stutt­um fyr­ir­vara. Við erum samt nokkuð viss­ar að við séum bún­ar að næla okk­ur í svarta beltið þegar kem­ur að óvænt­um uppá­kom­um og höf­um kom­ist að því að það hjálp­ar lítið að hafa áhyggj­ur af ein­hverju sem maður get­ur vart stjórnað. Ef eitt­hvað kem­ur upp á þá bara redd­ar maður því.“

„Von­andi verðum við far­sæl­ar brúðkaupsgell­ur“

Ein fræg­asta brúðkaupskvik­mynd tí­unda ára­tug­ar­ins, ef ekki allra tíma, er án efa The Wedd­ing Planner með Jenni­fer Lopez í aðal­hlut­verki. Leik­kon­an fer með hlut­verk Mary Fiore sem sér­hæf­ir sig í að skipu­leggja brúðkaup.

Varð blaðamaður því að heyra hvort að kvik­mynd­in eða hlut­verk Lopez hafi vakið brúðkaupsáhug­ann hjá stöll­un­um og hvort þær sjái lík­indi með sér og Fiore.

„Haha, kannski að vissu leyti. Von­andi verðum við far­sæl­ar brúðkaupsgell­ur eins og Mary Fiore en von­andi verðum við ekki ást­fangn­ar af kúnn­un­um okk­ar. Það hef­ur að minnsta kosti ekki gerst ennþá, enda báðar vel ráðsett­ar.“

Er ein­hver brúðkaups­bíó­mynd í sér­stöku upp­á­haldi hjá ykk­ur?

„Það er mjög erfitt að velja eina en ég held að við verðum að segja My Best Friend‘s Wedd­ing. Róm­an­tík með vott af drama­tík.”

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda