Þurfa áhrifavaldar að borga skatta af andlitskremum og gjöfum?

Eymundir Sveinn Einarsson endurskoðandi hjá Endurskoðun og ráðgjöf svarar spurningum …
Eymundir Sveinn Einarsson endurskoðandi hjá Endurskoðun og ráðgjöf svarar spurningum lesenda Smartlands.

Ey­mund­ur Sveinn Ein­ars­son end­ur­skoðandi hjá End­ur­skoðun & ráðgjöf svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hann spurn­ingu frá áhrifa­valdi sem velt­ir fyr­ir sér hvort viðkom­andi þurfi nauðsyn­lega að borga skatta af gjöf­um. 

Kæri end­ur­skoðandi

Ég er ansi þekkt sem áhrifa­vald­ur og fæ fullt af allskon­ar dóti fyr­ir að birta það á mynd­skeiðum hjá mér. Hluta af þessu sel ég á síðum á Face­book-síðum en ann­an hluta gef ég í jóla og af­mæl­is­gjaf­ir. Þá geri ég stund­um skiptidíla við aðra og hef fengið stofu­blóm og annað í staðinn fyr­ir ol­í­ur og and­lit­skrem sem ég hef lítið notað af. Mér er sagt að þetta sé eitt­hvað sem þurfi að borga skatt af. Er það ekki bull?? Ef ég þarf að borga skatta af þessu?

Kveðja,

ein í vand­ræðum.

Kæri ör­laga­vald­ur.

Meira og minna eru öll gæði sem mönn­um hlotn­ast eru skatt­skyld sama hvaða nafni sem þau nefn­ast eða á hvaða formi þau eru veitt. Auðvitað fell­ur greiðvikni við ná­ung­ann ekki þar und­ir enda er það bara al­menn kurt­eisi. Hins­veg­ar eins og þú lýs­ir þessu er hér glögg­lega um at­vinnu­rekst­ur að ræða og því ber þér að telja fram sem skatt­skyld­ar tekj­ur á markaðsverði þann varn­ing sem þér hlotn­ast, sama síðan hvernig þú ráðstaf­ar hon­um áfram.

Ég myndi líka forðast að byggja skatta­leg­ar ákv­arðana­tök­ur á „mér var sagt“ eða „það segja all­ir að..“ – held­ur leita upp­lýs­inga t.d. á vef Skatts­ins, skatt­ur.is eða leita til fagaðila ef eitt­hvað er óljóst.

Kveðja, 

Ey­mund­ur. 

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Ey­mundi spurn­ingu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda