„Ég fann fyrir mikilli streitu í því breytingaferli og leitaði í öryggi“

Maríanna hefur reynt ýmislegt. Hún missti bróður sinn sem framdi …
Maríanna hefur reynt ýmislegt. Hún missti bróður sinn sem framdi sjálfsvíg þegar hún var aðeins 17 ára gömul. Árið 2023 fann hún að eitthvað gaf sig eftir áratugi af álagi. Samsett mynd

Marí­anna Magnús­dótt­ir er eig­andi ráðgjafa­fyr­ir­tæk­is­ins Improvement og elsk­ar að bæta til hins betra. Hún hef­ur löng­um nýtt sér um­bóta­hugs­un í lífi og starfi og því eru hún og Vikt­oría Jens­dótt­ir að fara af stað með nám­skeiðið Skil­virki leiðtog­inn. Sam­býl­ismaður Maríönnu er Al­ex­and­er Ang­elo Ton­ini og eiga þau fimm börn.

„Það reyn­ir á leiðtoga­hæfni okk­ar og þá sér­stak­lega á skipu­lags- og sam­skipta­hæfni að sinna sam­settri fjöl­skyldu, sjálfri mér og starfs­fram­an­um.“

Marí­anna seg­ist alltaf hafa ætlað að verða dýra­lækn­ir og hafi því farið á nátt­úru­fræðibraut í Fjöl­brauta­skól­an­um í Breiðholti.

Maríanna ásamt sambýlismanni sínum Alexander Angelo Tonini.
Marí­anna ásamt sam­býl­is­manni sín­um Al­ex­and­er Ang­elo Ton­ini. Ljós­mynd/​Aðsend

Mörg mót­andi verk­efni

„Mín verk­efni á lífs­leiðinni hafa mótað mig mjög mikið en þá sér­stak­lega að upp­lifa bróður­missi 17 ára göm­ul er hann framdi sjálfs­víg,“ og seg­ist hún eft­ir þá lífs­reynslu hafa fundið hve mik­il­vægt væri að sinna lífs­ham­ingj­unni.

Eft­ir fram­halds­skóla­ár­in fór Marí­anna í nám í rekstr­ar­verk­fræði til að halda sem flest­um dyr­um opn­um. Á árum henn­ar hjá VÍS sem for­stöðumaður Um­bóta­stofu lærði hún straum­lín­u­stjórn­un og leiddi inn­leiðingu um­bóta­menn­ing­ar í takt við stefnu fyr­ir­tæk­is­ins. Sú reynsla og þekk­ing, ásamt markþjálf­un nýtt­ist vel til að miðla áfram um­bóta­hugs­un í ráðgjafa­störf­um henn­ar hjá Man­ino.

Hún fór í gegn­um annað stórt verk­efni þegar hún skildi við barns­föður sinn, þá með börn­in sín, tveggja, fjög­urra og sex ára.

„Ég fann fyr­ir mik­illi streitu í því breyt­inga­ferli og leitaði í ör­yggi.“ Á þeim tíma hóf hún störf sem leiðtogi breyt­inga hjá Landsneti.

„Mínar helstu áskoranir hafa verið að passa ekki inn í …
„Mín­ar helstu áskor­an­ir hafa verið að passa ekki inn í hefðbund­in form og að finna að mín leið sé ekki í takt við hefðbundn­ar leiðir,“ seg­ir Marí­anna. Ljós­mynd/​Aðsend

Hlust­ar á inn­sæið

„Mín­ar helstu áskor­an­ir hafa verið að passa ekki inn í hefðbund­in form og að finna að mín leið sé ekki í takt við hefðbundn­ar leiðir,“ seg­ir Marí­anna og bæt­ir því við að hafa stund­um þurft að taka ákv­arðanir sem komu sér vel fyr­ir hana en mættu skiln­ings­leysi og mót­læti frá öðrum.

En hún hafi lært að hlusta á inn­sæið.

„Það get­ur verið krefj­andi að lifa í sann­leika sín­um og hrá­leika þegar marg­ur kýs að lifa í glans­mynd og meðvirkni.“

„Mitt markmið í dag er að hafa orku til að …
„Mitt mark­mið í dag er að hafa orku til að sinna sjálfri mér, fjöl­skyldu minni og starfi.“ Ljós­mynd/​Aðsend

Vel­gengni snýst um lífs­gæði

Marí­anna seg­ir að vel­gengni á vinnu­markaði snú­ist ekki um titla­tog held­ur lífs­gæði. „Hversu vel í stakk búin við erum til að tak­ast á við þau verk­efni sem mæta okk­ur og hversu mik­il já­kvæð áhrif mann­eskja hef­ur á fólkið í kring­um sig,“ og bæt­ir við að í því fel­ist ham­ingj­an í lífi og starfi.

Mik­il­vægt sé að mark­miðasetn­ing hafi að end­ingu ein­hverja þýðingu fyr­ir hana. „Mitt mark­mið í dag er að hafa orku til að sinna sjálfri mér, fjöl­skyldu minni og starfi.“

Hvað gef­ur vinn­an þér?

„Mín vinna er til­gangs­drif­in og þýðing­ar­mik­il og því veit­ir hún mér mikla lífs­fyll­ingu. Um leið og vinn­an mín fer að verða orkuþjóf­ur þá þarf ég að staldra við og end­ur­meta stöðuna. Þá kem­ur um­bóta­hugs­un­in að góðum not­um.“

Hef­ur þú átt það til að of­keyra þig, og ef svo er, hvernig hef­ur þú brugðist við því?

„Já það get­ur verið skugga­hlið af því að hafa mik­inn drif­kraft og metnað að of­gera sér. Haustið 2023 fór tauga­kerfið mitt á hliðina. Það var engu sér­stöku um að kenna annað en ég hafði ekki áttað mig á því að hafa verið und­ir langvar­andi álagi í ára­tugi og svo kom að skulda­dög­um.“

Á þeim tíma­punkti var ekk­ert annað að gera fyr­ir Maríönnu en hrein­lega að byrja upp á nýtt. Hún þurfti að læra list­ina sem felst í jafn­væg­inu. Auk þess naut hún aðstoðar frá fjölda fagaðila til að tak­ast á við verk­efnið.

Marí­anna legg­ur mikið upp úr að eiga ró­lega morgna og til að stuðla að því sé mik­il­vægt að skipu­leggja dag­inn kvöld­inu áður.

Maríanna er eigandi ráðgjafafyrirtækisins Improvement.
Marí­anna er eig­andi ráðgjafa­fyr­ir­tæk­is­ins Improvement. Ljós­mynd/​Aðsend

Spenn­andi vet­ur framund­an

„Ég er ein­mitt í þeirri til­raun að vera ekki bund­in hefðbundn­um átta tíma vinnu­degi. Þetta er mik­il jafn­væg­islist og ég er stöðugt að læra hvernig ég nýti sveigj­an­leik­ann mér í hag.“

Verk­efn­in eru næg utan vinnu­tíma enda fjöl­skyld­an stór. Svo eru það einnig áhuga­mál­in en Marí­anna seg­ist vera al­gjört nátt­úru­barn og þar stend­ur upp úr afþrey­ing á borð við fjall­göng­ur, skíði og sam­vera með fjöl­skyldu og vin­um ásamt því að upp­lifa heim­inn í gegn­um ferðalög.

Hvernig leggst vet­ur­inn í þig?

„Vet­ur­inn leggst ágæt­lega í mig. Mér finnst ofboðslega spenn­andi að hefja nýj­an kafla í fyr­ir­tæk­inu mínu Improvement, mik­ill sköp­un­ar­kraft­ur sem fylg­ir því.“

Marí­anna ætl­ar sér að taka einn dag í einu, vera auðmjúk gagn­vart sjálfri sér og síðast en ekki síst að fagna jafnt stóru og smáu sigr­un­um.

Hún segir veturinn leggjast ágætlega í sig.
Hún seg­ir vet­ur­inn leggj­ast ágæt­lega í sig. Ljós­mynd/​Aðsend
Það skiptir máli að fagna jafnt smáu sem stóru sigrunum.
Það skipt­ir máli að fagna jafnt smáu sem stóru sigr­un­um. Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda