Má hönnuður leigja sjálfum sér skrifstofu heima hjá sér?

Eymundir Sveinn Einarsson endurskoðandi hjá Endurskoðun og ráðgjöf svarar spurningum …
Eymundir Sveinn Einarsson endurskoðandi hjá Endurskoðun og ráðgjöf svarar spurningum lesenda Smartlands.

Eymundur Sveinn Einarsson endurskoðandi hjá Endurskoðun og ráðgjöf svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hann spurningu frá hönnuði sem veltir fyrir sér hvort hann geti leigt sjálfri sér heimaskrifstofuna. 

Ég er sjálfstætt starfandi hönnuður. Ég er með skrifstofu heima sem ég nota mikið varðandi starfið mitt. Ef ég væri að leigja sambærilegt skrifstofuhúsnæði væri ég að borga um 150 þúsund á mánuði í leigu.

Má ég ekki bara leigja af mér skrifstofuna mína heima?

Kveðja, 

Þ

Sæll kappi,

Jú þú mátt það, en skattalega er það einfaldlega bara alger þvæla. Þú getur vafalaust sett „húsaleiguna“ í kostnað, en á sama hátt verður þú að tekjufæra húsaleigutekjur á móti þannig að í lok dagsins fer þetta í hring og hefur nákvæmlega engan tilgang, hvorki skattalegan né annan. Ég verð líka að benda þér á að svona „húsaleigutekjur“ bera ekki 11% skatt. Það er einungis um að ræða húsaleigutekjur af íbúðarhúsnæði til einstaklinga, en ekki útleiga á skrifstofu, þrátt fyrir að hún sé mögulega í íbúðarhúsnæði.

Kveðja, 

Eymundur

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Eymundi spurningu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda