Má hönnuður leigja sjálfum sér skrifstofu heima hjá sér?

Eymundir Sveinn Einarsson endurskoðandi hjá Endurskoðun og ráðgjöf svarar spurningum …
Eymundir Sveinn Einarsson endurskoðandi hjá Endurskoðun og ráðgjöf svarar spurningum lesenda Smartlands.

Ey­mund­ur Sveinn Ein­ars­son end­ur­skoðandi hjá End­ur­skoðun og ráðgjöf svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hann spurn­ingu frá hönnuði sem velt­ir fyr­ir sér hvort hann geti leigt sjálfri sér heima­skrif­stof­una. 

Ég er sjálf­stætt starf­andi hönnuður. Ég er með skrif­stofu heima sem ég nota mikið varðandi starfið mitt. Ef ég væri að leigja sam­bæri­legt skrif­stofu­hús­næði væri ég að borga um 150 þúsund á mánuði í leigu.

Má ég ekki bara leigja af mér skrif­stof­una mína heima?

Kveðja, 

Þ

Sæll kappi,

Jú þú mátt það, en skatta­lega er það ein­fald­lega bara al­ger þvæla. Þú get­ur vafa­laust sett „húsa­leig­una“ í kostnað, en á sama hátt verður þú að tekju­færa húsa­leigu­tekj­ur á móti þannig að í lok dags­ins fer þetta í hring og hef­ur ná­kvæm­lega eng­an til­gang, hvorki skatta­leg­an né ann­an. Ég verð líka að benda þér á að svona „húsa­leigu­tekj­ur“ bera ekki 11% skatt. Það er ein­ung­is um að ræða húsa­leigu­tekj­ur af íbúðar­hús­næði til ein­stak­linga, en ekki út­leiga á skrif­stofu, þrátt fyr­ir að hún sé mögu­lega í íbúðar­hús­næði.

Kveðja, 

Ey­mund­ur

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Ey­mundi spurn­ingu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda