„Það kemur fyrir að batteríið fari of langt niður“

Elín Tinna Logadóttir framkvæmdastjóri Útilífs hefur tamið sér það að …
Elín Tinna Logadóttir framkvæmdastjóri Útilífs hefur tamið sér það að vinna öll verkefni af áhuga. mbl.is/Arnþór

Á barns­aldri dreymdi El­ínu Tinnu Loga­dótt­ur um að verða leik­kona og lifa af list­inni. Sá draum­ur rætt­ist ekki, en með tím­an­um færðist mark­miðið inn á aðra braut.

Elín Tinna út­skrifaðist frá Stjórn­mála­fræðideild Há­skóla Íslands árið 2012 og tók við stöðu fram­kvæmda­stjóra Útil­ífs á síðasta ári. Hún nýt­ur þess að mæta í vinn­una dags­dag­lega, enda mik­il fé­lags­vera, og seg­ir seiglu og já­kvætt hug­ar­far koma manni langt í líf­inu. 

Hvernig komstu þangað sem þú ert í dag?

„Ég hef verið lán­söm í líf­inu að fá spenn­andi tæki­færi sem ég hef nýtt vel. Ég hef tamið mér það í vinnu að nálg­ast verk­efni af dugnaði og áhuga, al­mennt reyna að hafa gam­an að hlut­un­um og gera aðeins meira en er ætl­ast til og þannig hef­ur það gengið. 

Hverj­ar voru helstu áskor­an­irn­ar á leiðinni?

„Það er auðvitað áskor­un að læra nýja hluti og taka ábyrgð á verk­efn­um í fyrsta skiptið. Það er mik­ill lær­dóm­ur sem fylg­ir því að fá tæki­færi ung­ur og oft hugsa ég til­baka að sum verk­efni hefði ég tæklað öðru­vísi með reynsl­una á bak­inu en ætli það sé ekki ein­mitt til­gang­ur­inn að læra af mis­tök­um og gera bet­ur í dag en í gær.“

Elín Tinna stundar laxveiði í frítíma sínum.
Elín Tinna stund­ar laxveiði í frí­tíma sín­um. Ljós­mynd/​Aðsend

Fannst þér þú upp­skera á ein­hverj­um tíma­punkti að þú vær­ir búin að ná mark­miðum þínum?

„Er maður nokk­urn tím­ann bú­inn að ná mark­miðum sín­um? Ég á að minnsta kosti nóg eft­ir.“

Hvað gef­ur vinn­an þér?

„Vinn­an gef­ur mér mikið, mér finnst al­mennt rosa­lega gam­an í vinn­unni. Ég er mik­il fé­lags­vera og finnst frá­bært að vinna með góðum hóp að mark­miði. Það er svo fátt skemmti­legra en að fagna þegar mark­mið nást.“

Hvað er spenn­andi að ger­ast hjá Útil­íf?

„Útil­íf fagn­ar 50 árum í ár og við höf­um verið að halda upp á þann merka áfanga. Það er gam­an að starfa hjá fyr­ir­tæki með ríka sögu sem hef­ur verið stór hluti af íþrótta- og úti­vist­ar­upp­lif­un­um viðskipta­vina og þróa það áfram. Nú erum við að vinna í upp­færslu á íþrótta­vöru­versl­un­um okk­ar í versl­un­ar­miðstöðvun­um svo það verður spenn­andi verk­efni.“

Hvert er besta ráð sem þú hef­ur fengið?

„Ég veit ekki hvort það sé ráð en mér finnst fras­inn „Eng­inn veit neitt, og all­ir eru að gera sitt besta“ oft veita mér ró þegar maður er að finna úr flókn­um verk­efn­um.“

Hef­ur þú átt það til að of­keyra þig, og ef svo er, hvernig hef­ur þú brugðist við því?

„Já, það kem­ur fyr­ir að batte­ríið fari of langt niður. Lík­am­inn minn læt­ur mig nú yf­ir­leitt vita þegar það er komið gott og þá reyni ég að taka því ró­lega.“

Elín Tinna fagnaði 50 ára afmæli Útilíf á þessu ári.
Elín Tinna fagnaði 50 ára af­mæli Útil­íf á þessu ári. Ljós­mynd/​Aðsend

„Það eru ákveðin lífs­gæði fólg­in í því að fara í bað“

Elín Tinna er gift Agli Þor­steins­syni, fram­kvæmda­stjóra sta­f­rænn­ar þró­un­ar hjá Dom­in­o's, og á með hon­um tvær dæt­ur, þær Ólöfu Björk og Katrínu Ingu. Hún er mik­il úti­vist­ar­kona og veit fátt betra en að fara í heitt bað að lokn­um vinnu­degi eða eft­ir hress­andi fjall­göngu. 

Hvernig er morg­un­rútín­an þín?

„Ég vakna yf­ir­leitt fyrst á heim­il­inu og mitt fyrsta verk er að kveikja á kaffi­vél­inni. Svo finnst mér ein­stak­lega gott að byrja dag­inn á því að fara í bað og nýti tæki­færið þar til að renna yfir daga­talið mitt og helstu miðla. Svo hefst fjörið að fæða og klæða fyr­ir skóla og leik­skóla áður en all­ir halda út í dag­inn.“

Hvernig skipu­legg­ur þú dag­inn?

„Dag­ur­inn skipu­legg­ur sig svo­lítið sjálf­ur svo það er mik­il­vægt að allt sé inni í daga­tal­inu ann­ars er hætt við að ég gleymi því.“

Elín er rík af vinkonum.
Elín er rík af vin­kon­um. Ljós­mynd/​Aðsend

Hver er upp­á­halds­dag­ur vik­unn­ar og hvers vegna?

„Ég held að föstu­dag­ur sé í upp­á­haldi. Þá reyni ég að tikka í þau box sem á eft­ir að klára fyr­ir helg­ina í vinn­unni og finnst svo best að vera með fjöl­skyld­unni og enda svo kvöldið á strang­heiðarlegu áhorfi í línu­legri dag­skrá.“

Hvað er lúx­us í þínum huga?

„Að fara í heitt bað, ég græt alltaf smá inni mér þegar ég heyri fólk fjar­lægja bað af heim­il­um fyr­ir sturtu­klefa, það eru ákveðin lífs­gæði fólg­in í því að fara í bað!“

Elín Tinna ásamt eiginmanni sínum, Agli Þorsteinssyni og dætrunum; Katrínu …
Elín Tinna ásamt eig­in­manni sín­um, Agli Þor­steins­syni og dætr­un­um; Katrínu Ingu og Ólöfu Björk. Ljós­mynd/​Aðsend

Hvert sæk­ir þú inn­blást­ur þegar kem­ur að tísku?

„Eðli starfs­ins míns sam­kvæmt þá er ég mikið að skoða hvað er fremst í heimi tísku íþrótta- og úti­vist­ar. Svo fata­stíll­inn minn er oft inn­blás­inn af því að para sam­an góðar tækni­leg­ar flík­ur við galla­bux­ur og striga­skó. Íþrótta- og úti­vistafatnaður þarf nefni­lega alls ekki að vera lummó!“

Besta tískuráðið?

„You do you.“

Áttu þér ein­hverja kven­fyr­ir­mynd?

„Mamma mín er mín helsta fyr­ir­mynd. Hún er ein­stak­ur kven­skör­ung­ur sem hef­ur kennt mér svo margt. Móðir fjög­urra stúlkna sem vill helst vera með bor­vél að brasa og hef­ur alltaf tíma til að sinna fjöl­skyld­unni og vera til staðar. Svo er ég ein­stak­lega hepp­in með syst­ur – þær eru all­ar mikl­ar fyr­ir­mynd­ir.“

Mæðgurnar Ólöf Dagný Óskarsdóttir og Elín Tinna Logadóttir.
Mæðgurn­ar Ólöf Dagný Óskars­dótt­ir og Elín Tinna Loga­dótt­ir. Ljós­mynd/​Aðsend

Hvað finnst þér skemmti­leg­ast að gera utan vinnu­tíma?

„Ég hef fjöld­ann all­an af hobb­í­um og finnst al­mennt gam­an að vera þar sem er gam­an. Elska úti­veru, skíði, fjall­göng­ur og nú síðast laxveiði sem er sport sem ég kynnt­ist með mann­in­um mín­um. Þá æfi ég blak og er í Pila­tes svo það mætti segja að ég sé að tikka í ansi mörg miðaldra­box, en ég tek því fagn­andi.“

Hvernig leggst vet­ur­inn í þig? 

„Vet­ur­inn leggst ljóm­andi vel í mig. Jóla­vertíðin, skemmti­leg­asti tími árs­ins er að hefjast í vinn­unni svo það er líf og fjör framund­an og ég hlakka til að tækla verk­efn­in.“

Elín ásamt móður sinni, Ólöfu Dagnýju Óskarsdóttur og systrunum Katrínu …
Elín ásamt móður sinni, Ólöfu Dag­nýju Óskars­dótt­ur og systr­un­um Katrínu Lilju, Lindu Björgu og Fann­dísi Birnu. Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda