Heillaðist af fagurfræði Prada

Helga Ólafsdóttir stjórnandi HönnunarMars.
Helga Ólafsdóttir stjórnandi HönnunarMars. Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir

Helga Ólafs­dótt­ir stjórn­andi Hönn­un­ar­Mars er fag­ur­keri fram í fing­ur­góma. Hún er menntaður hönnuður og þegar hún var ung­ur hönn­un­ar­nemi í Lund­ún­um féll hún fyr­ir ít­alska tísku­hús­inu Prada.

Hvað er það fal­leg­asta sem þú átt?

„Ljós­mynd­ir af mínu fal­lega fólki.“

Hvað keypt­ir þú síðast?

„Prjónaða yf­ir­höfn með pelskraga og dún­vatteruðu baki frá Moncler. Full­kom­in flík fyr­ir ís­lenskt haust.“

Hvert er þitt upp­á­halds­hús­gagn?

„Sófa­borð sett sam­an úr steypu, marm­ara og gleri sem ég og Krist­ín Eva Ólafs­dótt­ir hönnuðum fyr­ir marm­ara-sam­sýn­ingu á Lista­safni Íslands á Hönn­un­ar­Mars 2022.“

Helga hannaði þetta glerborð ásamt Kristínu Evu Ólafsdóttir hönnuði.
Helga hannaði þetta gler­borð ásamt Krist­ínu Evu Ólafs­dótt­ir hönnuði.

Hvernig efni finnst þér fal­leg­ust?

„Kasmír er fal­legt bæði í fatnaði og heim­il­is­vöru.“

Hvernig arki­tekt­úr finnst þér fal­leg­ast­ur?

„Sam­spil arki­tekt­úrs og um­hverf­is skipt­ir miklu máli. Eft­ir­minni­leg­ustu bygg­ing­ar sem ég hef séð eru í Tókýó, þar sem aldagaml­ar hefðir og framúr­stefnu­leg bygg­ing­ar­tækni mæt­ast.“

Brussel er talin vera Art Nouveau höfuðborg heimsins.
Brus­sel er tal­in vera Art Nou­veau höfuðborg heims­ins. Ljós­mynd/​Aðsend
Art Nouveau stíllinn ræður ríkjum á Hotel Tassel.
Art Nou­veau stíll­inn ræður ríkj­um á Hotel Tassel. Ljós­mynd/​Aðsend

Áttu þér upp­á­halds­tíma­bil í sögu bygg­ing­ar­list­ar?

„Klass­ísk bygg­ing­ar­list og hönn­un eru í upp­á­haldi, verð líka að nefna Art Nou­veau, það er geggjað tíma­bil í bygg­ing­ar­list og hönn­un.“

Hver er upp­á­halds­snyrti­var­an?

„Á þess­um árs­tíma er það rauður Dior-varalit­ur.“

Rauði varaliturinn frá Dior er í miklu uppáhaldi. Þessi litur …
Rauði varalit­ur­inn frá Dior er í miklu upp­á­haldi. Þessi lit­ur sem er núm­er 999 er mest seldi rauði varalit­ur heims­ins.

Hver er upp­á­halds­morg­un­mat­ur­inn?

„Gott kaffi, croiss­ant, egg og nýkreist­ur app­el­sínusafi. Við gott til­efni bæt­ist Bloo­dy Mary við.“

Hvað keypt­ir þú síðast inn á heim­ilið?

„Skál frá Bjarna Sig­urðssyni kera­miker.

Hver er upp­á­halds­hönnuður­inn þinn?

„Pass, þeir eru í tuga­tali.“

Upp­á­haldsilm­ur?

„Ilm­irn­ir frá Tom Ford eru æði, ann­ars nota ég Jour d'Hermès.“

Jour d'Hermès er í uppáhaldi hjá Helgu.
Jour d'Hermès er í upp­á­haldi hjá Helgu.

Hver er besti dag­ur lífs­ins?

„Það eru ansi marg­ir bestu dag­ar og von­andi ennþá fleiri fram und­an.“

Upp­á­halds­hlaðvarp?

„Þessa stund­ina er ég að hlusta á Scandi­navi­an Mind sem er sænskt hlaðvarp um hönn­un og tækni, BOF / Bus­iness of Fashi­on er líka í upp­á­haldi.“

Upp­á­halds­sam­fé­lags­miðill?

„In­sta­gram.“

Hvaða tísku­hús var fyrst í röðinni til að heilla þig upp úr skón­um?

„Þegar ég var ung­ur hönn­un­ar­nemi í London var ég var reglu­leg­ur gest­ur í Prada á Old Bond Street og varð heilluð af fag­ur­fræði Miuccia Prada, efn­un­um, sníðagerð og ein­fald­leik­an­um. Frönsku há­tísku­hús­in eru líka ein­stök.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda