Heillaðist af fagurfræði Prada

Helga Ólafsdóttir stjórnandi HönnunarMars.
Helga Ólafsdóttir stjórnandi HönnunarMars. Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir

Helga Ólafsdóttir stjórnandi HönnunarMars er fagurkeri fram í fingurgóma. Hún er menntaður hönnuður og þegar hún var ungur hönnunarnemi í Lundúnum féll hún fyrir ítalska tískuhúsinu Prada.

Hvað er það fallegasta sem þú átt?

„Ljósmyndir af mínu fallega fólki.“

Hvað keyptir þú síðast?

„Prjónaða yfirhöfn með pelskraga og dúnvatteruðu baki frá Moncler. Fullkomin flík fyrir íslenskt haust.“

Hvert er þitt uppáhaldshúsgagn?

„Sófaborð sett saman úr steypu, marmara og gleri sem ég og Kristín Eva Ólafsdóttir hönnuðum fyrir marmara-samsýningu á Listasafni Íslands á HönnunarMars 2022.“

Helga hannaði þetta glerborð ásamt Kristínu Evu Ólafsdóttir hönnuði.
Helga hannaði þetta glerborð ásamt Kristínu Evu Ólafsdóttir hönnuði.

Hvernig efni finnst þér fallegust?

„Kasmír er fallegt bæði í fatnaði og heimilisvöru.“

Hvernig arkitektúr finnst þér fallegastur?

„Samspil arkitektúrs og umhverfis skiptir miklu máli. Eftirminnilegustu byggingar sem ég hef séð eru í Tókýó, þar sem aldagamlar hefðir og framúrstefnuleg byggingartækni mætast.“

Brussel er talin vera Art Nouveau höfuðborg heimsins.
Brussel er talin vera Art Nouveau höfuðborg heimsins. Ljósmynd/Aðsend
Art Nouveau stíllinn ræður ríkjum á Hotel Tassel.
Art Nouveau stíllinn ræður ríkjum á Hotel Tassel. Ljósmynd/Aðsend

Áttu þér uppáhaldstímabil í sögu byggingarlistar?

„Klassísk byggingarlist og hönnun eru í uppáhaldi, verð líka að nefna Art Nouveau, það er geggjað tímabil í byggingarlist og hönnun.“

Hver er uppáhaldssnyrtivaran?

„Á þessum árstíma er það rauður Dior-varalitur.“

Rauði varaliturinn frá Dior er í miklu uppáhaldi. Þessi litur …
Rauði varaliturinn frá Dior er í miklu uppáhaldi. Þessi litur sem er númer 999 er mest seldi rauði varalitur heimsins.

Hver er uppáhaldsmorgunmaturinn?

„Gott kaffi, croissant, egg og nýkreistur appelsínusafi. Við gott tilefni bætist Bloody Mary við.“

Hvað keyptir þú síðast inn á heimilið?

„Skál frá Bjarna Sigurðssyni keramiker.

Hver er uppáhaldshönnuðurinn þinn?

„Pass, þeir eru í tugatali.“

Uppáhaldsilmur?

„Ilmirnir frá Tom Ford eru æði, annars nota ég Jour d'Hermès.“

Jour d'Hermès er í uppáhaldi hjá Helgu.
Jour d'Hermès er í uppáhaldi hjá Helgu.

Hver er besti dagur lífsins?

„Það eru ansi margir bestu dagar og vonandi ennþá fleiri fram undan.“

Uppáhaldshlaðvarp?

„Þessa stundina er ég að hlusta á Scandinavian Mind sem er sænskt hlaðvarp um hönnun og tækni, BOF / Business of Fashion er líka í uppáhaldi.“

Uppáhaldssamfélagsmiðill?

„Instagram.“

Hvaða tískuhús var fyrst í röðinni til að heilla þig upp úr skónum?

„Þegar ég var ungur hönnunarnemi í London var ég var reglulegur gestur í Prada á Old Bond Street og varð heilluð af fagurfræði Miuccia Prada, efnunum, sníðagerð og einfaldleikanum. Frönsku hátískuhúsin eru líka einstök.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda