Má smábátasjómaður kaupa hjólhýsi á kostnað fyrirtækisins?

Eymundur Sveinn Einarsson, endurskoðandi hjá Endurskoðun og ráðgjöf, svarar spurningum …
Eymundur Sveinn Einarsson, endurskoðandi hjá Endurskoðun og ráðgjöf, svarar spurningum lesenda Smartlands.

Ey­mund­ir Sveinn Ein­ars­son, end­ur­skoðandi hjá End­ur­skoðun og ráðgjöf, svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. 

Sæll Ey­mund­ur.

Ég geri út lít­inn bát til strand­veiða á sumr­in og hef ekk­ert verið að borga mér út laun en farið í ut­an­lands­ferðir á veg­um út­gerðar­inn­ar í staðinn. En nú lang­ar mig að láta út­gerðina kaupa hjól­hýsi fyr­ir næsta sum­ar en er eitt­hvað að velta því fyr­ir mér hvort að það sé eitt­hvað á gráu svæði að nota hjól­hýsið fyr­ir fjöl­skyld­una?

Kveðja, 

J

Sæl­ir.

Al­ger­lega ein­stök skatta­leg upp­setn­ing er á þess­um bissn­iss, hljóm­ar samt eins og strand­veiðin eigi sér stað á Tortola en ekki á Íslandi. Það er eig­in­lega skemmst frá því að segja að ekk­ert í of­an­greindri spurn­ingu hljóm­ar skyn­sam­lega eða er í sam­ræmi við ís­lensk­an skatt­veru­leika.

Tekj­ur af at­vinnu­rekstri eru skatt­skyld­ar en frá þeim má draga kostnað þeim tengd­um sbr. lög og reglu­gerðir um tekju­skatt. Ég get ekki með nokkru móti séð að ut­an­lands­ferðir falli þar und­ir. Á sama hátt ber þér að reikna þér end­ur­gjald eins og um vinnu þriðja aðila sé að ræða. Hvað varðar hjól­hýsið góða á það sama við. Eng­inn sjá­an­leg­ur rekstr­ar­leg­ur til­gang­ur en hjól­hýsið mætti sjálfsagt vera í eigu út­gerðar­inn­ar að því gefnu að full og ótak­mörkuð hlunn­indi séu reiknuð af því í þágu eig­and­ans og skatti skilað af þeim til sam­ræm­is.

Kveðja, 

Ey­mund­ur Sveinn Ein­ars­son 

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Ey­mundi spurn­ingu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda