Gummi kíró gerir upp gjaldþrotið

Guðmundur Birkir Pálmason, Gummi kíró, segist hafa lært af mistökunum.
Guðmundur Birkir Pálmason, Gummi kíró, segist hafa lært af mistökunum. Ljósmynd/Arnór Trausti

Félag Guðmundar Birkis Pálmasonar, Gumma kíró, GBN-2024 ehf. var úrskurðað gjaldþrota hjá Héraðsdómi Reykjaness og var sagt frá því í Lögbirtingablaðinu 19. nóvember.

Gummi kíró breytti nafninu áður en félagið fór í þrot en það hét áður Kírópraktorastöð Reykjavíkur ehf.

Hann segir í samtali við Smartland að það hafi farið að halla undan fæti hjá honum þegar kórónuveiran skall á.

„Það má segja að þetta hafi byrjað í covid þar sem röð misstaka gerði það að verkum að það safnaðist upp skuldir hjá félaginu. Fyrirtæki fengu þann möguleika á að frysta greiðslur til skattsins eða staðgreiðslu vegna launa greiðsla sem og við nýttum okkur á sínum tíma.Laun hjá fyrirtækinu voru há og skuldin hækkaði hratt.

Ég náði að lækka heildarskuldir heilmikið niður en síðasti hjallinn var skatturinn og á endanum náði ég ekki að semja við hann. Skatturinn er harður húsbóndi þegar kemur að rekstri en ég sem betur fer náði að greiða allt annað niður. Þetta er heilmikill lærdómur sem ég tek með mér og mun gera enn betur,“ segir Gummi kíró.

Síðasta sumar sagði Gummi kíró frá því að hann væri að sameinast Líf Kírópraktík og opna nýja og glæsilega stöð við Hlíðarsmára í Kópavogi.

„Nýr kafli hefst í september þegar Líf Kíró og Kíró Rvk sameinast. Það hefur verið draumur okkar beggja að starfa aftur saman og loksins gafst tækifærið. Okkur hlakkar til að taka á móti ykkur í Hlíðarsmáranum, Kópavogi, í byrjun september,“ sagði Gummi kíró á Instagram í fyrra. Líf Kírópraktík er í eigu Vignis Þórs Bollasonar og var félagið í kringum það stofnað 2017. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda