Liggja Inga, Þorgerður og Kristrún í sjálfshjálparbók Ásdísar Ránar?

Eru Inga Sæland, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Kristrún Frostadóttir búnar …
Eru Inga Sæland, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Kristrún Frostadóttir búnar að liggja í sjálfshjálparbók Ásdísar Ránar? Samsett mynd

Ásdís Rán Gunn­ars­dótt­ir, for­setafram­bjóðandi og hina eina sanna ís­drottn­ing, gaf út bók­ina Val­kyrja - lífs­stíls­hand­bók árið 2017. Nú virðist ný Val­kyrju­rík­is­stjórn vera í kort­un­um en Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir formaður Viðreisn­ar, Kristrún Frosta­dótt­ir formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og Inga Sæ­land formaður Flokks fólks­ins hafa fundað stíft all­an mánuðinn í lokuðum bak­her­bergj­um og í eld­hús­um í Grafar­holti. Allt með það skýra mark­mið að mynda rík­is­stjórn og það fyr­ir jól. 

Ásdís Rán Gunnarsdóttir er hin eina sanna ísdrottning. Hún skrifaði …
Ásdís Rán Gunn­ars­dótt­ir er hin eina sanna ís­drottn­ing. Hún skrifaði bók­ina Val­kyrju og gaf hana út 2017.

Í Val­kyrju Ásdís­ar Rán­ar eru mörg ráð sem þríeykið virðist vera að til­einka sér þessa dag­ana.  

Val­kyrja er vinnu­bók og lífstíls­leiðar­vís­ir fyr­ir kon­ur á öll­um aldri sem vilja móta líf sitt, búa til skýra sýn á framtíðina, finna eld­móðinn og tak­ast á við mark­mið sín á mark­viss­an og skemmti­leg­an hátt. Í bók­inni seg­ir: 

„Í hverju felst vel­gengni þín?

Orðið vel­gengni hef­ur ansi víða merk­ingu hjá okk­ur hverri og einni og við verðum að virða það að all­ir hafa mis­mun­andi skoðanir og sýn á lífið. Fyr­ir ein­hverj­ar er vel­gengni að vera vel gift, heima­vinn­andi með stóra fjöl­skyldu á meðan næsta vill verða geim­vís­inda­pró­fess­or, fyr­ir­sæta, veður­fræðing­ur, íþrótta­stjarna, leik­kona eða byggja upp sitt eigið fyr­ir­tæki og hug­mynd­ir. Sem bet­ur ver vilj­um við ekki all­ar sama starfs­framann, þá myndi lík­leg­ast allt springa í loft upp! Þess vegna eig­um við að þakka fyr­ir að vera um­kringd­ar allskon­ar ólík­um týp­um og per­sónu­leik­um með ólík­ar skoðanir, áhuga og metnað,“ seg­ir í bók­inni. 

Í bók­inni eru 10 góð ráð sem stuðla að já­kvæðu og áhyggju­lausu lífi: 

  1. Láttu þér líða vel í þínum ein­staka lík­ama. 
  2. Þakkaðu fyr­ir það sem þú hef­ur og ekki bera þig sam­an við aðra. 
  3. Sjáðu það já­kvæða í öll­um aðstæðum. 
  4. Slepptu þörf þinni til að stjórna. 
  5. Losaðu þig við alla inn­byrgða gremju og nei­kvæðni. 
  6. Lifðu í augna­blik­inu. 
  7. Forðastu að of­hugsa aðstæður. 
  8. Hættu að hafa áhyggj­ur af framtíðinni. 
  9. Slepptu grím­unni og vertu þú sjálf. 
  10. Opnaðu hug­ann fyr­ir fjöl­breyti­leik­an­um. 

Í raun­inni er frek­ar lík­legt að Kristrún, Inga og Þor­gerður Katrín hafi unnið sam­viku­sam­lega í vinnu­bók­inni en það er þó eitt atriði sem þær virðast ekki hafa meðtekið nægi­lega vel og það er atriði núm­er 4. 

„Slepptu þörf þinni til að stjórna.“ 

Eng­in þeirra virðist vera til­bú­in að sleppa tök­un­um. Allt hitt virðist vera á nokkuð góðri leið eins og það að lifa í augna­blik­inu og sjá það já­kvæða í öll­um aðstæðum. Þær virðast ekki vera þjakaðar af gremju og nei­kvæðni og virðast held­ur ekki hafa nein­ar áhyggj­ur af framtíðinni sem get­ur verið kost­ur. En líka ókost­ur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda